Halla Tómasdóttir yrði góður forseti Rannveig Guðmundsdóttir skrifar 16. maí 2024 12:30 Ég ætla að kjósa Höllu Tómasdóttur í forsetakosningunum í vor. Ég átti því láni að fagna að kynnast Höllu Tómasdóttur fyrir átta árum þegar ég gekk til liðs við framboð hennar þá. Ég kynntist áræðni og hugrekki sem var eins og rauður þráður í öllu sem frá henni kom, því sem hún hafði að segja og um hvert hún vildi stefna. Mér fannst ég þekkja gildin að heiman sem hún sagði frá. Gildin frá alþýðuheimilinu um að standa saman, standa sig, hlúa að og virða minni máttar, gera vel. Foreldrar Höllu voru vinnuforkar pabbinn Tómas pípari og mamman Kristjana sjúkraþjálfari á Kópavogshælinu og þar lágu leiðir okkar tveggja saman vegna sameiginlegs áhuga á aðbúnaði fatlaðra íbúa á hælinu og seinna útskriftum þar. Hugrekki Halla Tómasdóttir talar oft um hugrekkið og mörg okkar þekkjum hvað skortur á því hefur viljað stoppa okkur af gegnum árin. Bókin hennar “Hugrekki til að hafa áhrif” er merkilegt framlag og á erindi við unga og eldri. Ég vil árétta hvað það er mikilvægt að Halla Tómasdóttir sem hefur náð svona miklum árangri með líf sitt, staðið fyrir og hrint ótrúlega miklu í framkvæmd sé að veita öðrum hvatningu og leiðsögn í að þora. Ég ætla ekki að gera bókinni skil hér en mig langar þó að nefna nokkrar fyrirsagnir í kjarkæfingunum: Veldu þína eigin leið. Reyndu eitthvað nýtt reglulega, Stattu fyrir það sem rétt er, Ekki hunsa óttann, Vertu óþekk(ur), Forðastu samanburð, Ekki dvelja við hindranir, Myndaðu þitt hurekkissamfélag, og Hannaðu líf þitt. Þarna eru vísbendingar til ástands sem allt of mörgum getur þótt erfitt.. Forystukona Halla Tómasdóttir varð forstjóri B Team fyrir nokkrum árum en hvaða fyrirbæri er það. B Team hefur náð fyrsta starfsáratug sínum og á borði B Team eru Loftslags og umhverfismál, jafnréttismál og jöfnuður gott siðferði, og ábyrgir stjórnarhættir. Þegar Halla hóf sín störf hjá B Team voru Gro Harlem Bruntland fyrrum forsætisráðherra Noregs og Mary Robinson fyrrverandi foseti Írlands báðar í stjórn teymisins. Þá hafði Gro Harlem lengi verið ein af stóru fyrirmyndum mínum . Mér fannst spennandi að Halla Tómasdóttir færi að vinna með þessum öflugu forystukonum auk fleiri slíkum og ég trúi að vinnan í B Team og samvinnan með öllu því öfluga forystufólki sem þar starfar sé ómetanleg reynsla og veganesti í starf forseta. Frumkvöðull Halla Tómasdóttir ólst upp á Kársnesinu í Kópavogi. Hún fékk gott veganesti að heiman og varð rekstrarhagfræðingur og fyrirlesari. Í henni bjó frumkvöðull sem átti ríkan þátt í að HR varð til, að fjármálafyrirtæki kvenna varð til, að Auður í krafti kvenna varð til, að þjóðfundurinn varð til. Hún hefur búið bæði heima og erlendis og öðlast mikilvæga þekkingu og víðsýni á síðari árum. Þjóðfélagið okkar er gjörbreytt. Mismunun eykst og mikil átök um gildi. Þörfin fyrir sterkar og góðar fyrirmyndir er rík. Mig langar til að í þessum forsetakosningum fáum við reynslumikla og víðsýna konu sem forseta á Bessasataði. Halla Tómasdóttir er þessi víðsýna kona og sterka fyrirmynd sem við þurfum núna á Bessastaði. Höfundur er fyrrverandi þingkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Ég ætla að kjósa Höllu Tómasdóttur í forsetakosningunum í vor. Ég átti því láni að fagna að kynnast Höllu Tómasdóttur fyrir átta árum þegar ég gekk til liðs við framboð hennar þá. Ég kynntist áræðni og hugrekki sem var eins og rauður þráður í öllu sem frá henni kom, því sem hún hafði að segja og um hvert hún vildi stefna. Mér fannst ég þekkja gildin að heiman sem hún sagði frá. Gildin frá alþýðuheimilinu um að standa saman, standa sig, hlúa að og virða minni máttar, gera vel. Foreldrar Höllu voru vinnuforkar pabbinn Tómas pípari og mamman Kristjana sjúkraþjálfari á Kópavogshælinu og þar lágu leiðir okkar tveggja saman vegna sameiginlegs áhuga á aðbúnaði fatlaðra íbúa á hælinu og seinna útskriftum þar. Hugrekki Halla Tómasdóttir talar oft um hugrekkið og mörg okkar þekkjum hvað skortur á því hefur viljað stoppa okkur af gegnum árin. Bókin hennar “Hugrekki til að hafa áhrif” er merkilegt framlag og á erindi við unga og eldri. Ég vil árétta hvað það er mikilvægt að Halla Tómasdóttir sem hefur náð svona miklum árangri með líf sitt, staðið fyrir og hrint ótrúlega miklu í framkvæmd sé að veita öðrum hvatningu og leiðsögn í að þora. Ég ætla ekki að gera bókinni skil hér en mig langar þó að nefna nokkrar fyrirsagnir í kjarkæfingunum: Veldu þína eigin leið. Reyndu eitthvað nýtt reglulega, Stattu fyrir það sem rétt er, Ekki hunsa óttann, Vertu óþekk(ur), Forðastu samanburð, Ekki dvelja við hindranir, Myndaðu þitt hurekkissamfélag, og Hannaðu líf þitt. Þarna eru vísbendingar til ástands sem allt of mörgum getur þótt erfitt.. Forystukona Halla Tómasdóttir varð forstjóri B Team fyrir nokkrum árum en hvaða fyrirbæri er það. B Team hefur náð fyrsta starfsáratug sínum og á borði B Team eru Loftslags og umhverfismál, jafnréttismál og jöfnuður gott siðferði, og ábyrgir stjórnarhættir. Þegar Halla hóf sín störf hjá B Team voru Gro Harlem Bruntland fyrrum forsætisráðherra Noregs og Mary Robinson fyrrverandi foseti Írlands báðar í stjórn teymisins. Þá hafði Gro Harlem lengi verið ein af stóru fyrirmyndum mínum . Mér fannst spennandi að Halla Tómasdóttir færi að vinna með þessum öflugu forystukonum auk fleiri slíkum og ég trúi að vinnan í B Team og samvinnan með öllu því öfluga forystufólki sem þar starfar sé ómetanleg reynsla og veganesti í starf forseta. Frumkvöðull Halla Tómasdóttir ólst upp á Kársnesinu í Kópavogi. Hún fékk gott veganesti að heiman og varð rekstrarhagfræðingur og fyrirlesari. Í henni bjó frumkvöðull sem átti ríkan þátt í að HR varð til, að fjármálafyrirtæki kvenna varð til, að Auður í krafti kvenna varð til, að þjóðfundurinn varð til. Hún hefur búið bæði heima og erlendis og öðlast mikilvæga þekkingu og víðsýni á síðari árum. Þjóðfélagið okkar er gjörbreytt. Mismunun eykst og mikil átök um gildi. Þörfin fyrir sterkar og góðar fyrirmyndir er rík. Mig langar til að í þessum forsetakosningum fáum við reynslumikla og víðsýna konu sem forseta á Bessasataði. Halla Tómasdóttir er þessi víðsýna kona og sterka fyrirmynd sem við þurfum núna á Bessastaði. Höfundur er fyrrverandi þingkona.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar