McIlroy í baráttunni þrátt fyrir yfirvonandi skilnað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. maí 2024 22:36 Xander Schauffele leiðir að loknum fyrsta hring á PGA-meistaramótinu. Patrick Smith/Getty Images Xander Schauffele leiðir eftir fyrsta hring PGA-meistaramótsins í golfi sem nú fer fram á Valhalla-golfvellinum í Louisville. Rory McIlroy er í toppbaráttunni þrátt fyrir þær fregnir að hann sé að skilja við konu sína. Schauffele lék manna best á fyrsta hring mótsins en hann lék fyrstu 18 holur mótsins á samtals 9 höggum undir pari. Frábær árangur hjá þessum þrítuga Bandaríkjamanni sem hefur unnið sjö mót á ferlinum til þessa og er sem stendur í 3. sæti heimslistans í golfi. It was a record-setting day for Xander Schauffele as he shot 62 in the first round of the 2024 PGA Championship!— PGA Championship (@PGAChampionship) May 16, 2024 Samlandar hans Sahith Theegala og Tony Finau eru jafnir í 2. sæti á sex höggum undir pari en hvorugur er á topp 10 lista PGA-mótaraðarinnar og verður forvitnilegt að sjá hvort þeir haldi dampi á morgun. Þar á eftir kemur Norður-Írinn Rory og hinn lítt þekkti Robert MacIntyre frá Skotlandi en sá situr í 84. sæti PGA-listans. Rory hefur einokað fyrirsagnirnar í aðdraganda mótsins en eins og Vísir greindi frá er hann nýbúinn að sækja skilnað frá eiginkonu sinni Ericu Stoll. Hann neitaði þó að svara spurningum um skilnaðinn á blaðamannafundi fyrir keppni dagsins. Norður-Írinn vann síðasa PGA-mótið sem fram fór á Valhalla-vellinum en það var fyrir áratug síðan. Hann vonast án efa til að endurtaka leikinn í ár. Annar dagar PGA-meistaramótsins hefst klukkan 18.00 og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 4. Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Schauffele lék manna best á fyrsta hring mótsins en hann lék fyrstu 18 holur mótsins á samtals 9 höggum undir pari. Frábær árangur hjá þessum þrítuga Bandaríkjamanni sem hefur unnið sjö mót á ferlinum til þessa og er sem stendur í 3. sæti heimslistans í golfi. It was a record-setting day for Xander Schauffele as he shot 62 in the first round of the 2024 PGA Championship!— PGA Championship (@PGAChampionship) May 16, 2024 Samlandar hans Sahith Theegala og Tony Finau eru jafnir í 2. sæti á sex höggum undir pari en hvorugur er á topp 10 lista PGA-mótaraðarinnar og verður forvitnilegt að sjá hvort þeir haldi dampi á morgun. Þar á eftir kemur Norður-Írinn Rory og hinn lítt þekkti Robert MacIntyre frá Skotlandi en sá situr í 84. sæti PGA-listans. Rory hefur einokað fyrirsagnirnar í aðdraganda mótsins en eins og Vísir greindi frá er hann nýbúinn að sækja skilnað frá eiginkonu sinni Ericu Stoll. Hann neitaði þó að svara spurningum um skilnaðinn á blaðamannafundi fyrir keppni dagsins. Norður-Írinn vann síðasa PGA-mótið sem fram fór á Valhalla-vellinum en það var fyrir áratug síðan. Hann vonast án efa til að endurtaka leikinn í ár. Annar dagar PGA-meistaramótsins hefst klukkan 18.00 og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 4.
Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira