Mesti stjórnmálamaðurinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 18. maí 2024 11:01 Mikil áherzla hefur verið lögð á það af hálfu Höllu Hrundar Logadóttur að ekki sé rétt að kjósa fyrrverandi stjórnmálamann sem forseta. Þeim orðum hefur ljóslega fyrst og fremst verið beint að Katrínu Jakobsdóttur þó fleiri frambjóðendur hafi einnig tekið þátt í stjórnmálum. Þannig er Baldur Þórhallsson til að mynda fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar og Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur. Hins vegar er það alls ekki svo að Halla Hrund hafi sjálf aldrei tekið þátt í stjórnmálastarfi þó mikil áherzla sé greinilega lögð á það að draga upp þá mynd. Til að mynda hafa þannig bæði hún og Kristján eiginmaður hennar verið á meðal pistlahöfunda á vefritinu Deiglan sem haldið hefur verið úti um árabil af lykilfólki í þeim armi Sjálfstæðisflokksins sem lengi var kenndur við Geir Haarde, fyrrverandi formann flokksins. Tala út í eitt en segja ekki neitt Hins vegar fer fátt sennilega meira í taugarnar á kjósendum í fari ýmissra stjórnmálamanna en þegar þeir tala út í eitt en segja í raun ekki neitt. Koma sér hjá því að svara spurningum og fara þess í stað að ræða eitthvað allt annað sem hentar þeim betur. Að því leyti má færa gild rök fyrir því að Halla Hrund sé mesti stjórnmálamaðurinn af þeim sem gefið hafa kost á sér í forsetakosningunum. Í neikvæðum skilningi þess orðs. Meðal þess sem Halla Hrund hefur komið sér ítrekað hjá því að svara er hvort hún sé hlynnt eða andvíg því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þá hefur hún enn fremur ítrekað reynt að koma sér hjá því að svara fyrir þá vægast sagt furðulegu stjórnsýslu að undirrita viljayfirlýsingu með loftlagsráðherra Argentínu, fyrrverandi skólasystur sína í Harvard-háskóla, án nokkurs eðlilegs samráðs við hérlend stjórnvöld. Þarf að geta sýnt tennurnar á móti Hitt er svo annað mál að reynsla af stjórnmálum, svo ekki sé talað um mikil reynsla í þeim efnum líkt og Katrín Jakobsdóttir býr yfir, getur reynzt afar dýrmæt í embætti forseta lýðveldisins. Forsetinn þarf þannig að eiga í ýmsum samskiptum við stjórnmálamenn og getur jafnvel staðið frammi fyrir mjög erfiðum áskorunum við slíkar aðstæður. Þá kemur sér eðli málsins samkvæmt afar vel að vera vel veðraður í þeim efnum. Fullyrða má að Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti lýðveldisins, hefði seint vísað Icesave-samningunum í þjóðaratkvæði ef ekki hefði verið fyrir mikla reynslu hans úr heimi stjórnmálanna. Það skiptir máli að kunna mannganginn í þeim efnum, vera með þykkan pólitískan skráp og kippa sér ekki upp við það þó stjórnmálamenn sýni tennurnar. Við þær aðstæður þarf forsetinn einfaldlega að geta sýnt tennurnar á móti. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Mikil áherzla hefur verið lögð á það af hálfu Höllu Hrundar Logadóttur að ekki sé rétt að kjósa fyrrverandi stjórnmálamann sem forseta. Þeim orðum hefur ljóslega fyrst og fremst verið beint að Katrínu Jakobsdóttur þó fleiri frambjóðendur hafi einnig tekið þátt í stjórnmálum. Þannig er Baldur Þórhallsson til að mynda fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar og Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur. Hins vegar er það alls ekki svo að Halla Hrund hafi sjálf aldrei tekið þátt í stjórnmálastarfi þó mikil áherzla sé greinilega lögð á það að draga upp þá mynd. Til að mynda hafa þannig bæði hún og Kristján eiginmaður hennar verið á meðal pistlahöfunda á vefritinu Deiglan sem haldið hefur verið úti um árabil af lykilfólki í þeim armi Sjálfstæðisflokksins sem lengi var kenndur við Geir Haarde, fyrrverandi formann flokksins. Tala út í eitt en segja ekki neitt Hins vegar fer fátt sennilega meira í taugarnar á kjósendum í fari ýmissra stjórnmálamanna en þegar þeir tala út í eitt en segja í raun ekki neitt. Koma sér hjá því að svara spurningum og fara þess í stað að ræða eitthvað allt annað sem hentar þeim betur. Að því leyti má færa gild rök fyrir því að Halla Hrund sé mesti stjórnmálamaðurinn af þeim sem gefið hafa kost á sér í forsetakosningunum. Í neikvæðum skilningi þess orðs. Meðal þess sem Halla Hrund hefur komið sér ítrekað hjá því að svara er hvort hún sé hlynnt eða andvíg því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þá hefur hún enn fremur ítrekað reynt að koma sér hjá því að svara fyrir þá vægast sagt furðulegu stjórnsýslu að undirrita viljayfirlýsingu með loftlagsráðherra Argentínu, fyrrverandi skólasystur sína í Harvard-háskóla, án nokkurs eðlilegs samráðs við hérlend stjórnvöld. Þarf að geta sýnt tennurnar á móti Hitt er svo annað mál að reynsla af stjórnmálum, svo ekki sé talað um mikil reynsla í þeim efnum líkt og Katrín Jakobsdóttir býr yfir, getur reynzt afar dýrmæt í embætti forseta lýðveldisins. Forsetinn þarf þannig að eiga í ýmsum samskiptum við stjórnmálamenn og getur jafnvel staðið frammi fyrir mjög erfiðum áskorunum við slíkar aðstæður. Þá kemur sér eðli málsins samkvæmt afar vel að vera vel veðraður í þeim efnum. Fullyrða má að Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti lýðveldisins, hefði seint vísað Icesave-samningunum í þjóðaratkvæði ef ekki hefði verið fyrir mikla reynslu hans úr heimi stjórnmálanna. Það skiptir máli að kunna mannganginn í þeim efnum, vera með þykkan pólitískan skráp og kippa sér ekki upp við það þó stjórnmálamenn sýni tennurnar. Við þær aðstæður þarf forsetinn einfaldlega að geta sýnt tennurnar á móti. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun