Halla Hrund eða Katrín? Reynir Böðvarsson skrifar 19. maí 2024 11:01 Það er orðið nokkuð ljóst að þær eru tvær sem koma til með að berjast um embætti forseta Íslands. Því miður er Steinunn Ólína úr leiknum og ég held að bæði Baldur og Halla Tómasdóttir hafi ekki heldur mikla möguleika á að ná miklu meira fylgi. Baldur hefur að sjálfsögðu mikið fylgi hæfur sem hann er en ég held að stór hluti þjóðarinnar eigi erfitt með að sætta sig við sögu hans hvað varðar hernaðar og varnarmál. Hann er augljóslega stuðningsmaður stefnu stjórnvalda undanfarin ár hvað varðar aukna þátttöku Íslands í Nato sem er náttúrulega hernaðarbandalag. Halla Tómasdóttir er auðvitað frambærilegur kandídat sem margir hrífast að, hún hefur aukið fylgi sitt markvert síðustu vikur, en hún á sér mögulegt fylgi aðeins meðal þess hluta þjóðarinnar sem sætta sig við hugmyndir Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar þegar kemur að þjóðfélagsgerðinni. Nýfrjálshyggjan og einstaklingshyggja sett framar samstöðu og samvinnu þótt mikilvægi samstöðu sé allavega í orði hampað. Ég held að bæði Baldur og Halla Tómasdóttir hafi nálgast maximum í skoðunarkönnunum og geti ekki fengið kosningaúrslit langt yfir því sem sést þar. Því eru þær tvær eftir að mínu mati sem hafa raunverulega möguleika á að vinna þessar kosningar, Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir. Það kæmi mér á óvart ef önnurhvor þeirra yrði ekki kosin sem forseti lýðveldisins. Það er náttúrulega einstakt að hafa tvo svona frambærilega kandídata að velja á milli. Manni verður hugsað til BNA og forsetakosninganna þar. Donald Trump og Biden. Af einhverjum ástæðum hefur þeim ekki tekist að kjósa til dæmis Bernie Sanders í það embætti, að mínu mati frambærilegasta kandídat þar. Við höfum nú í okkar forsetakosningum frábæra kandídata að velja á milli og þá kemur að okkur að velja. Er það bakgrunnur þeirra, starfsferill eða persónuleiki sem við leggjum áherslu á eða bara eitthvað allt annað. Ég veit ekki hvað ykkur finnst, ég mundi sætta mig vel við báða þessa kandidata, Höllu Hrund og Katrínu. Ég hef auðvitað eins og margir fyrrum kjósenda VG verið vonsvikin yfir því að Katrín og VG fóru í samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Ég tel einfaldlega Sjálfstæðisflokkinn ekki stjórnhæfann vegna spillingar. þrátt fyrir þetta tel ég Katrínu mjög hæfa sem húsbóndi á Bessastöðum og auðvitað mundi hún vera okkur til sóma á erlendri grundu eins og hingað til. Það sem gerir að ég vill Höllu Hrund á Bessastaði er fremst hennar persónuleiki og einnig hennar augljósi vilji að vinna að almannahag og sjálfbærni í nýtingu auðlinda. Hún hefur sýnt það í verki sem orkumálastjóri og verið óhrædd við að fara jafnvel í þeim málum gegn vilja ráðherra málaflokksins. Þetta er held ég sjaldgæft og sýnir að hún hefur bein í nefinu og lætur ekki að stjórn. Ég held þó að hún muni láta að stjórn þjóðarviljans kæmi til klofnings á milli hans og þings og eða ríkisstjórnar. Halla Hrund er einfaldlega með svo sterka sjálfsmeðvitund og réttlætiskennd að hún kemur til með að þora ef aðstæður krefja. Sem betur fer kemur líklega ekki til þessa og þá er yfirlýstur vilji hennar til þess að sameina fólk í verkefnum út um allt land og á ýmsum sviðum sem sannarlega er trúverðugt þegar maður horfir á starfsferil hennar, bæði innanlands og utan. Ég tel einnig ómældar kost liggja í því að hún hafi búið og starfað erlendis í mörg ár og vakið eftirtekt fyrir störf sín á alþjóða vettvangi. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það er orðið nokkuð ljóst að þær eru tvær sem koma til með að berjast um embætti forseta Íslands. Því miður er Steinunn Ólína úr leiknum og ég held að bæði Baldur og Halla Tómasdóttir hafi ekki heldur mikla möguleika á að ná miklu meira fylgi. Baldur hefur að sjálfsögðu mikið fylgi hæfur sem hann er en ég held að stór hluti þjóðarinnar eigi erfitt með að sætta sig við sögu hans hvað varðar hernaðar og varnarmál. Hann er augljóslega stuðningsmaður stefnu stjórnvalda undanfarin ár hvað varðar aukna þátttöku Íslands í Nato sem er náttúrulega hernaðarbandalag. Halla Tómasdóttir er auðvitað frambærilegur kandídat sem margir hrífast að, hún hefur aukið fylgi sitt markvert síðustu vikur, en hún á sér mögulegt fylgi aðeins meðal þess hluta þjóðarinnar sem sætta sig við hugmyndir Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar þegar kemur að þjóðfélagsgerðinni. Nýfrjálshyggjan og einstaklingshyggja sett framar samstöðu og samvinnu þótt mikilvægi samstöðu sé allavega í orði hampað. Ég held að bæði Baldur og Halla Tómasdóttir hafi nálgast maximum í skoðunarkönnunum og geti ekki fengið kosningaúrslit langt yfir því sem sést þar. Því eru þær tvær eftir að mínu mati sem hafa raunverulega möguleika á að vinna þessar kosningar, Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir. Það kæmi mér á óvart ef önnurhvor þeirra yrði ekki kosin sem forseti lýðveldisins. Það er náttúrulega einstakt að hafa tvo svona frambærilega kandídata að velja á milli. Manni verður hugsað til BNA og forsetakosninganna þar. Donald Trump og Biden. Af einhverjum ástæðum hefur þeim ekki tekist að kjósa til dæmis Bernie Sanders í það embætti, að mínu mati frambærilegasta kandídat þar. Við höfum nú í okkar forsetakosningum frábæra kandídata að velja á milli og þá kemur að okkur að velja. Er það bakgrunnur þeirra, starfsferill eða persónuleiki sem við leggjum áherslu á eða bara eitthvað allt annað. Ég veit ekki hvað ykkur finnst, ég mundi sætta mig vel við báða þessa kandidata, Höllu Hrund og Katrínu. Ég hef auðvitað eins og margir fyrrum kjósenda VG verið vonsvikin yfir því að Katrín og VG fóru í samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Ég tel einfaldlega Sjálfstæðisflokkinn ekki stjórnhæfann vegna spillingar. þrátt fyrir þetta tel ég Katrínu mjög hæfa sem húsbóndi á Bessastöðum og auðvitað mundi hún vera okkur til sóma á erlendri grundu eins og hingað til. Það sem gerir að ég vill Höllu Hrund á Bessastaði er fremst hennar persónuleiki og einnig hennar augljósi vilji að vinna að almannahag og sjálfbærni í nýtingu auðlinda. Hún hefur sýnt það í verki sem orkumálastjóri og verið óhrædd við að fara jafnvel í þeim málum gegn vilja ráðherra málaflokksins. Þetta er held ég sjaldgæft og sýnir að hún hefur bein í nefinu og lætur ekki að stjórn. Ég held þó að hún muni láta að stjórn þjóðarviljans kæmi til klofnings á milli hans og þings og eða ríkisstjórnar. Halla Hrund er einfaldlega með svo sterka sjálfsmeðvitund og réttlætiskennd að hún kemur til með að þora ef aðstæður krefja. Sem betur fer kemur líklega ekki til þessa og þá er yfirlýstur vilji hennar til þess að sameina fólk í verkefnum út um allt land og á ýmsum sviðum sem sannarlega er trúverðugt þegar maður horfir á starfsferil hennar, bæði innanlands og utan. Ég tel einnig ómældar kost liggja í því að hún hafi búið og starfað erlendis í mörg ár og vakið eftirtekt fyrir störf sín á alþjóða vettvangi. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun