Góð gildi og staðfesta Höllu Hrundar Margrét Reynisdóttir skrifar 19. maí 2024 13:31 Þegar sú hugmynd kom upp að skora á Höllu Hrund Logadóttur í forsetaframboð, var mín fyrsta hugsun hvílík gjöf það yrði til okkar Íslendinga gæfi hún kost á sér. Halla Hrund hefur alla þá kosti sem prýtt getur góðan forseta. Hún hefur að bera þá staðfestu, heiðarleika og sameiningarmátt sem þarf í þetta mikilvæga embætti. Hún hefur aldrei verið tengd stjórnmálum og sækir fylgi sitt til ólíkra hópa. Flestir þekkja hana sem skelegga orkumálastjórann okkar og treysti ég henni best allra frambjóðenda til að standa vörð um auðlindir og hagsmuni okkar Íslendinga og tala máli okkar á erlendri grundu. Hún hefur vissulega reynslumikil, með góða menntun og glæsta ferilskrá. Að auki er hún mikill mannþekkjari, með mikla tilfinningagreind, snögg að lesa í aðstæður og draga skynsamlegar ályktanir. Þrátt fyrir alþýðleika og einlægni lætur Halla Hrund ekki spila með sig eða segja sér fyrir verkum. Hún sér í gegnum allt fals og tækifærismennsku og tekur vel ígrundaðar ákvarðanir með heildarhagsmuni í huga. Það hefur hún sýnt í starfi sínu sem orkumálastjóri að hún er fulltrúi fólksins og talar fyrir skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda. Samvinna og þátttaka eru henni ofarlega í huga og hefur hún sýnt það glöggt í verkum sínum. Verkefnið Girls for Girls (stelpur fyrir stelpur) stofnaði hún ásamt öðrum kennurum við Harward háskóla og hafa þúsundir kvenna um allan heim notið góðs af því. Hún hefur starfað sem meðstofnandi og framkvæmdastjóri við Miðstöð norðurslóða (Arctic Initiative) við Harward. Framsýni hennar og jákvæðni gerir einnig það að verkum að hún sér nýjan vinkil á hlutunum sem öðrum er hulinn og kemur ætíð auga á tækifæri til framfara. Hún siglir verkefnum í höfn og gerir það vel. Sjálf hef ég þekkt Höllu Hrund í áratugi. Staðfesta hennar er áberandi, hún er traustur vinur og hreinskilinn, ekki aðeins þegar vel árar en líka þegar á móti blæs. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd og er ekki fyrir tilgerð eða innihaldslaust orðagjálfur. Það sem einkennir Höllu Hrund dagsdaglega er mikil orka, einlægni og góð nærvera. Hún á afar auðvelt með láta fólki líða vel, mætir því þar sem það er statt og hefur almennt lítinn áhuga á sjálfri sér. Það á hún sameiginlegt með eiginmanni sínum, Kristjáni Frey, en þau eru afar samhent og alþýðleg hjón. Halla Hrund hefur sterkt bein í nefinu og hefur sýnt fádæma styrk og yfirvegun bæði sem orkumálastjóri og í lífsins ólgusjó. Hún hefur þá náðargáfu að draga fram það besta í hverjum og einum, líkt og einkennir góðan þjóðarleiðtoga. Svo er hún bara svo skemmtileg. Ég vona einlæglega að Íslendingum beri sú gæfa að kjósa Höllu Hrund til forseta. Hjarta hennar slær svo sannarlega fyrir Ísland og Íslendinga. Höfundur er grunnskólakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Þegar sú hugmynd kom upp að skora á Höllu Hrund Logadóttur í forsetaframboð, var mín fyrsta hugsun hvílík gjöf það yrði til okkar Íslendinga gæfi hún kost á sér. Halla Hrund hefur alla þá kosti sem prýtt getur góðan forseta. Hún hefur að bera þá staðfestu, heiðarleika og sameiningarmátt sem þarf í þetta mikilvæga embætti. Hún hefur aldrei verið tengd stjórnmálum og sækir fylgi sitt til ólíkra hópa. Flestir þekkja hana sem skelegga orkumálastjórann okkar og treysti ég henni best allra frambjóðenda til að standa vörð um auðlindir og hagsmuni okkar Íslendinga og tala máli okkar á erlendri grundu. Hún hefur vissulega reynslumikil, með góða menntun og glæsta ferilskrá. Að auki er hún mikill mannþekkjari, með mikla tilfinningagreind, snögg að lesa í aðstæður og draga skynsamlegar ályktanir. Þrátt fyrir alþýðleika og einlægni lætur Halla Hrund ekki spila með sig eða segja sér fyrir verkum. Hún sér í gegnum allt fals og tækifærismennsku og tekur vel ígrundaðar ákvarðanir með heildarhagsmuni í huga. Það hefur hún sýnt í starfi sínu sem orkumálastjóri að hún er fulltrúi fólksins og talar fyrir skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda. Samvinna og þátttaka eru henni ofarlega í huga og hefur hún sýnt það glöggt í verkum sínum. Verkefnið Girls for Girls (stelpur fyrir stelpur) stofnaði hún ásamt öðrum kennurum við Harward háskóla og hafa þúsundir kvenna um allan heim notið góðs af því. Hún hefur starfað sem meðstofnandi og framkvæmdastjóri við Miðstöð norðurslóða (Arctic Initiative) við Harward. Framsýni hennar og jákvæðni gerir einnig það að verkum að hún sér nýjan vinkil á hlutunum sem öðrum er hulinn og kemur ætíð auga á tækifæri til framfara. Hún siglir verkefnum í höfn og gerir það vel. Sjálf hef ég þekkt Höllu Hrund í áratugi. Staðfesta hennar er áberandi, hún er traustur vinur og hreinskilinn, ekki aðeins þegar vel árar en líka þegar á móti blæs. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd og er ekki fyrir tilgerð eða innihaldslaust orðagjálfur. Það sem einkennir Höllu Hrund dagsdaglega er mikil orka, einlægni og góð nærvera. Hún á afar auðvelt með láta fólki líða vel, mætir því þar sem það er statt og hefur almennt lítinn áhuga á sjálfri sér. Það á hún sameiginlegt með eiginmanni sínum, Kristjáni Frey, en þau eru afar samhent og alþýðleg hjón. Halla Hrund hefur sterkt bein í nefinu og hefur sýnt fádæma styrk og yfirvegun bæði sem orkumálastjóri og í lífsins ólgusjó. Hún hefur þá náðargáfu að draga fram það besta í hverjum og einum, líkt og einkennir góðan þjóðarleiðtoga. Svo er hún bara svo skemmtileg. Ég vona einlæglega að Íslendingum beri sú gæfa að kjósa Höllu Hrund til forseta. Hjarta hennar slær svo sannarlega fyrir Ísland og Íslendinga. Höfundur er grunnskólakennari
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar