Þetta gerðist í lokaumferðinni í enska | City meistari og Jóhann Berg kvaddi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. maí 2024 17:15 Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn síðasta leik fyrir Burnley í dag. getty/Nathan Stirk Alls voru 37 mörk skoruð í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Manchester City tryggði sér titilinn fjórða árið í röð og í sjötta sinn á síðustu sjö árum. Allir tíu leikirnir hófust á sama tíma, klukkan 15:00, og voru í beinni lýsingu hér á Vísi. Hana má nálgast neðst í fréttinni. Phil Foden skoraði tvö mörk þegar City sigraði West Ham United, 3-1, og tryggði sér titilinn. Rodri var einnig á skotskónum fyrir City en Mohammed Kudus skoraði mark West Ham með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Hamrarnir enduðu í 9. sæti. David Moyes stýrði þeim í síðasta sinn í dag. Arsenal gerði sitt og vann Everton, 2-1. Idrissa Gana Gueye kom Everton yfir en mörk frá Takehiro Tomiyasu og Kai Havertz tryggðu Arsenal sigurinn. Skytturnar enduðu í 2. sæti annað árið í röð en Everton varð að gera sér 15. sætið að góðu. Jürgen Klopp stýrði Liverpool í 491. og síðasta sinn þegar Liverpool bar sigurorð af Wolves, 2-0. Alexis Mac Allister og Jarrell Quansah skoruðu mörk Liverpool sem endaði í 3. sæti. Nelson Semedo var rekinn út af hjá Wolves sem lenti í 14. sæti. Manchester United vann 0-2 útisigur á Brighton. Diogo Dalot og Rasmus Højlund skoruðu mörk Rauðu djöflanna sem enduðu í 8. sæti og hafa ekki endað neðar í 34 ár. Roberto De Zerbi stýrði Brighton í síðasta sinn í dag en liðið lenti í 9. sæti. Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn síðasta leik fyrir Burnley er liðið tapaði fyrir Nottingham Forest, 1-2. Íslenski landsliðsmaðurinn kom inn á sem varamaður í hálfleik. Chris Wood skoraði bæði mörk Forest en Josh Cullen mark Burnley sem endaði í 19. sæti og féll. Forest lenti í 17. sæti og hélt sér uppi. Eftir erfitt gengi að undanförnu tryggði Tottenham sér 5. sæti deildarinnar með því að vinna fallið botnlið Sheffield United, 0-3. Dejan Kulusevski skoraði tvö mörk og Pedro Porro eitt. Moses Caicedo skoraði frá miðju þegar Chelsea vann Bournemouth, 2-1. Þetta var fimmti sigur Chelsea í röð en liðið endaði í 6. sæti. Raheem Sterling var einnig á skotskónum fyrir Chelsea en mark Bournemouth var sjálfsmark Benoits Badiashile. Bournemouth endaði í 12. sæti. Newcastle vann 2-4 sigur á Brentford og lenti í 7. sæti. Harvey Barnes, Jacob Murphy, Alexander Isak og Bruno Guimaraes skoruðu mörk Skjóranna. Vitaly Janelt og Yoane Wissa voru á skotskónum hjá Brentford sem endaði í 16. sæti. Jean-Philippe Mateta skoraði þrennu þegar Crystal Palace rústaði Aston Villa, 5-0. Eberechi Eze skoraði tvö mörk fyrir Palace sem endaði í 10. sæti eftir frábæran endasprett á tímabilinu. Strákarnir hans Olivers Glasner unnu sex af síðustu sjö leikjum sínum á tímabilinu. Villa endaði í 4. sætinu og leikur í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Raúl Jiménez skoraði tvívegis þegar Fulham lagði Luton Town að velli, 2-4. Amad Traoe og Harry Wilson skoruðu einnig fyrir Fulham sem endaði í 13. sæti. Carlton Morris (víti) og Alfie Doughty skoruðu fyrir Luton sem lenti í 18. sæti og féll.
Allir tíu leikirnir hófust á sama tíma, klukkan 15:00, og voru í beinni lýsingu hér á Vísi. Hana má nálgast neðst í fréttinni. Phil Foden skoraði tvö mörk þegar City sigraði West Ham United, 3-1, og tryggði sér titilinn. Rodri var einnig á skotskónum fyrir City en Mohammed Kudus skoraði mark West Ham með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Hamrarnir enduðu í 9. sæti. David Moyes stýrði þeim í síðasta sinn í dag. Arsenal gerði sitt og vann Everton, 2-1. Idrissa Gana Gueye kom Everton yfir en mörk frá Takehiro Tomiyasu og Kai Havertz tryggðu Arsenal sigurinn. Skytturnar enduðu í 2. sæti annað árið í röð en Everton varð að gera sér 15. sætið að góðu. Jürgen Klopp stýrði Liverpool í 491. og síðasta sinn þegar Liverpool bar sigurorð af Wolves, 2-0. Alexis Mac Allister og Jarrell Quansah skoruðu mörk Liverpool sem endaði í 3. sæti. Nelson Semedo var rekinn út af hjá Wolves sem lenti í 14. sæti. Manchester United vann 0-2 útisigur á Brighton. Diogo Dalot og Rasmus Højlund skoruðu mörk Rauðu djöflanna sem enduðu í 8. sæti og hafa ekki endað neðar í 34 ár. Roberto De Zerbi stýrði Brighton í síðasta sinn í dag en liðið lenti í 9. sæti. Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn síðasta leik fyrir Burnley er liðið tapaði fyrir Nottingham Forest, 1-2. Íslenski landsliðsmaðurinn kom inn á sem varamaður í hálfleik. Chris Wood skoraði bæði mörk Forest en Josh Cullen mark Burnley sem endaði í 19. sæti og féll. Forest lenti í 17. sæti og hélt sér uppi. Eftir erfitt gengi að undanförnu tryggði Tottenham sér 5. sæti deildarinnar með því að vinna fallið botnlið Sheffield United, 0-3. Dejan Kulusevski skoraði tvö mörk og Pedro Porro eitt. Moses Caicedo skoraði frá miðju þegar Chelsea vann Bournemouth, 2-1. Þetta var fimmti sigur Chelsea í röð en liðið endaði í 6. sæti. Raheem Sterling var einnig á skotskónum fyrir Chelsea en mark Bournemouth var sjálfsmark Benoits Badiashile. Bournemouth endaði í 12. sæti. Newcastle vann 2-4 sigur á Brentford og lenti í 7. sæti. Harvey Barnes, Jacob Murphy, Alexander Isak og Bruno Guimaraes skoruðu mörk Skjóranna. Vitaly Janelt og Yoane Wissa voru á skotskónum hjá Brentford sem endaði í 16. sæti. Jean-Philippe Mateta skoraði þrennu þegar Crystal Palace rústaði Aston Villa, 5-0. Eberechi Eze skoraði tvö mörk fyrir Palace sem endaði í 10. sæti eftir frábæran endasprett á tímabilinu. Strákarnir hans Olivers Glasner unnu sex af síðustu sjö leikjum sínum á tímabilinu. Villa endaði í 4. sætinu og leikur í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Raúl Jiménez skoraði tvívegis þegar Fulham lagði Luton Town að velli, 2-4. Amad Traoe og Harry Wilson skoruðu einnig fyrir Fulham sem endaði í 13. sæti. Carlton Morris (víti) og Alfie Doughty skoruðu fyrir Luton sem lenti í 18. sæti og féll.
Enski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira