Klopp: Ulla konan mín mun segja mér hvað við erum að fara að gera Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2024 12:32 Það voru öll augu á Jürgen Klopp í lokaleiknum hans sem knattspyrnustjóri Liverpool á Anfield í gær. Getty/Nick Taylor Jürgen Klopp kvaddi Liverpool í gær og fullvissaði alla um það að hann væri með engin plön um endurkomu í þjálfun. Síðasti leikur Liverpool undir stjórn Þjóðverjans var 2-0 sigur á Wolves. Klopp hélt kveðjuræðu eftir leikinn fyrir framan stuðningsfólk félagsins sem troðfyllti Anfield á þessum stóru tímamótum. Klopp and Ulla ❤️ Thank you for keeping him here one more year, Ulla. pic.twitter.com/e1PXKtgmX5— Anfield Edition (@AnfieldEdition) May 19, 2024 Þar talaði Klopp meðal annars um bjarta framtíð Liverpool liðsins og fékk allan leikvanginn til að syngja með sér söng um nýja knattspyrnustjórann Arne Slot. „Nú tekur bara við einkalíf hjá okkur og ég planaði ekki neitt af því að ég var að klára vinnu mína hér,“ sagði Klopp á blaðamannafundi. „Líklegast mun Ulla [Sandrock, eiginkona hans] segja mér hvert við erum að fara en ég mun glaður fylgja henni þangað,“ sagði Klopp sem tók meðal annars mynd af blaðamönnunum á síðasta fundi sínum. Það var létt yfir þýska stjóranum. 📸 What the media see ➡️ What Jurgen sees! pic.twitter.com/WvSb9dLoJw— This Is Anfield (@thisisanfield) May 19, 2024 „Ég veit ekki af hverju það trúir því enginn að ég verði líklegast ekki knattspyrnustjóri aftur en skil það samt því þetta er eins og eiturlyf. Allir vilja alltaf koma til baka og allir vilja vinna þar til þeir eru orðnir sjötíu og eitthvað,“ sagði Klopp. „Annað fólk getur gert þetta öðruvísi en ég. Ég þarf að vera í þessum af fullum krafti. Það verður að vera neisti og það verður að vera orka. Eins og er þá er tankurinn minn tómur,“ sagði Klopp. „Það eru augljóslega störf í boði þarna út. Það verða því vissulega tækifæri en ég sit ekki hér og hugsa: Kannski býðst eitthvað eftir eitt ár og ég stekk á það,“ sagði Klopp. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=jUMdhlAkzlc">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjá meira
Síðasti leikur Liverpool undir stjórn Þjóðverjans var 2-0 sigur á Wolves. Klopp hélt kveðjuræðu eftir leikinn fyrir framan stuðningsfólk félagsins sem troðfyllti Anfield á þessum stóru tímamótum. Klopp and Ulla ❤️ Thank you for keeping him here one more year, Ulla. pic.twitter.com/e1PXKtgmX5— Anfield Edition (@AnfieldEdition) May 19, 2024 Þar talaði Klopp meðal annars um bjarta framtíð Liverpool liðsins og fékk allan leikvanginn til að syngja með sér söng um nýja knattspyrnustjórann Arne Slot. „Nú tekur bara við einkalíf hjá okkur og ég planaði ekki neitt af því að ég var að klára vinnu mína hér,“ sagði Klopp á blaðamannafundi. „Líklegast mun Ulla [Sandrock, eiginkona hans] segja mér hvert við erum að fara en ég mun glaður fylgja henni þangað,“ sagði Klopp sem tók meðal annars mynd af blaðamönnunum á síðasta fundi sínum. Það var létt yfir þýska stjóranum. 📸 What the media see ➡️ What Jurgen sees! pic.twitter.com/WvSb9dLoJw— This Is Anfield (@thisisanfield) May 19, 2024 „Ég veit ekki af hverju það trúir því enginn að ég verði líklegast ekki knattspyrnustjóri aftur en skil það samt því þetta er eins og eiturlyf. Allir vilja alltaf koma til baka og allir vilja vinna þar til þeir eru orðnir sjötíu og eitthvað,“ sagði Klopp. „Annað fólk getur gert þetta öðruvísi en ég. Ég þarf að vera í þessum af fullum krafti. Það verður að vera neisti og það verður að vera orka. Eins og er þá er tankurinn minn tómur,“ sagði Klopp. „Það eru augljóslega störf í boði þarna út. Það verða því vissulega tækifæri en ég sit ekki hér og hugsa: Kannski býðst eitthvað eftir eitt ár og ég stekk á það,“ sagði Klopp. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=jUMdhlAkzlc">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjá meira