Halla Hrund - ein af okkur Hjálmar Gíslason skrifar 20. maí 2024 14:30 Fyrir nokkrum árum var ég svo heppinn að kynnast Höllu Hrund Logadóttur. Við tilheyrðum þá bæði litlum hópi aðfluttra Íslendinga í Boston í Bandaríkjunum. Það fyrsta sem ég tók eftir í fari hennar var það sem svo margir landsmenn hafa fengið að kynnast undanfarnar vikur í samkomuhúsum og félagsheimilum, á vinnustöðum og elliheimilum, í fjallgöngum, reiðtúrum og öðrum samkomum: Þessi smitandi gleði, jákvæðni, greind og einlægni sem Halla Hrund geislar frá sér hvar sem hún kemur. Síðan hef ég fylgst með henni þar sem hún hefur tekið að sér hvert verkefnið á fætur öðru: frá því að setja á fót stofnun við Harvardháskóla yfir í að leiða umdeildan málaflokk á Íslandi af röggsemi en auðmýkt; stofna til alþjóðlegs jafnréttisátaks og leiða umfjöllun um snjalltækjanotkun og fjölskyldusamveru á Íslandi; sinna smalamennsku og vera dóttur sinni innan handar í að æfa og leika aðalhlutverkið í risastórri leiksýningu. Allt þetta - stundum í einu - og samt tími fyrir fjölskyldu og vini, gaman, alvöru og framtakssemi. Orkuskiptin væru ekki vandamál ef við gætum virkjað orkuna sem býr í Höllu Hrund! Núna býðst okkur einmitt að nýta þessa orku í þágu okkar allra. Við skulum grípa það tækifæri. Forsetaembættið er einstakt. Þetta er eina opinbera hlutverkið þar sem við kjósum ekki flokk eða stefnu, heldur einstakling. Það eru í raun ekki skoðanir viðkomandi sem við þurfum að meta, heldur mannkostirnir. Við þurfum manneskju sem hefur prinsipp og getur staðið á sínu jafnvel þó á móti blási, en sem að sama skapi manneskju sem hefur ekki þegar skipað sér í ákveðinn flokk eða fylkingu. Ef á reynir, þarf forsetinn einmitt að geta sett sínar eigin skoðanir til hliðar, draga ólík sjónarmið að borðinu, fá fólk til að vinna saman og miðla málum. Fátt ferst Höllu Hrund betur úr hendi en einmitt að draga fram það besta í öðrum og fá ólíkt fólk með sér í átak eða ævintýri. Í daglegum störfum forseta eru það samt aðrir og hversdagslegari eiginleikar sem skipta mestu máli: Hæfileikar til að ná til allra. Jákvæðni, umhyggja og einlægur áhugi á fólki í kringum sig. Drifkraftur og hvatning. Þessa mannkosti hefur Halla Hrund alla til að bera og þeir munu gera hana frábærum forseta. Í aðdraganda kosninganna höfum við fengið að sjá marga kosti Höllu Hrundar, en það hefur líka sést hvar blómstrar hvað mest: Þegar hún er hún sjálf og fólk fær að kynnast henni í hversdeginum. Ein á einn eða ein með hópi. Við erum heppin að svo margt frambærilegt fólk bjóði sig fram í hlutverk forseta. Þau sem hafa leitt í skoðanakönnunum síðustu vikurnar yrðu öll góð í þessu hlutverki, en ekkert þeirra hefur breiddina sem Halla Hrund hefur. Halla Hrund er allt í senn. Hún er “sérfræðingur að sunnan” og sveitamanneskja, heimsborgari og Árbæingur, framakona og fjölskyldumanneskja. Það skiptir ekki máli hvort hún situr til borðs með framkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna eða með kaffibrúsa og kleinu á þúfu á fjöllum; hvort hún er innflytjandi í ókunnugu landi eða gestgjafi í okkar eigin - hún er alltaf ein af hópnum og hópurinn nýtur sín með henni. Ég held að við getum öll séð sjálf okkur að einhverju leyti í Höllu Hrund. Hún er nefnilega ein af okkur og í gegnum hana getum við séð okkur sem eina heild. Þess vegna ætla ég að kjósa Höllu Hrund Logadóttur og tel að hún verði kjörin - bókstaflega - sem næsti forseti Íslands. Höfundur starfar að nýsköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum var ég svo heppinn að kynnast Höllu Hrund Logadóttur. Við tilheyrðum þá bæði litlum hópi aðfluttra Íslendinga í Boston í Bandaríkjunum. Það fyrsta sem ég tók eftir í fari hennar var það sem svo margir landsmenn hafa fengið að kynnast undanfarnar vikur í samkomuhúsum og félagsheimilum, á vinnustöðum og elliheimilum, í fjallgöngum, reiðtúrum og öðrum samkomum: Þessi smitandi gleði, jákvæðni, greind og einlægni sem Halla Hrund geislar frá sér hvar sem hún kemur. Síðan hef ég fylgst með henni þar sem hún hefur tekið að sér hvert verkefnið á fætur öðru: frá því að setja á fót stofnun við Harvardháskóla yfir í að leiða umdeildan málaflokk á Íslandi af röggsemi en auðmýkt; stofna til alþjóðlegs jafnréttisátaks og leiða umfjöllun um snjalltækjanotkun og fjölskyldusamveru á Íslandi; sinna smalamennsku og vera dóttur sinni innan handar í að æfa og leika aðalhlutverkið í risastórri leiksýningu. Allt þetta - stundum í einu - og samt tími fyrir fjölskyldu og vini, gaman, alvöru og framtakssemi. Orkuskiptin væru ekki vandamál ef við gætum virkjað orkuna sem býr í Höllu Hrund! Núna býðst okkur einmitt að nýta þessa orku í þágu okkar allra. Við skulum grípa það tækifæri. Forsetaembættið er einstakt. Þetta er eina opinbera hlutverkið þar sem við kjósum ekki flokk eða stefnu, heldur einstakling. Það eru í raun ekki skoðanir viðkomandi sem við þurfum að meta, heldur mannkostirnir. Við þurfum manneskju sem hefur prinsipp og getur staðið á sínu jafnvel þó á móti blási, en sem að sama skapi manneskju sem hefur ekki þegar skipað sér í ákveðinn flokk eða fylkingu. Ef á reynir, þarf forsetinn einmitt að geta sett sínar eigin skoðanir til hliðar, draga ólík sjónarmið að borðinu, fá fólk til að vinna saman og miðla málum. Fátt ferst Höllu Hrund betur úr hendi en einmitt að draga fram það besta í öðrum og fá ólíkt fólk með sér í átak eða ævintýri. Í daglegum störfum forseta eru það samt aðrir og hversdagslegari eiginleikar sem skipta mestu máli: Hæfileikar til að ná til allra. Jákvæðni, umhyggja og einlægur áhugi á fólki í kringum sig. Drifkraftur og hvatning. Þessa mannkosti hefur Halla Hrund alla til að bera og þeir munu gera hana frábærum forseta. Í aðdraganda kosninganna höfum við fengið að sjá marga kosti Höllu Hrundar, en það hefur líka sést hvar blómstrar hvað mest: Þegar hún er hún sjálf og fólk fær að kynnast henni í hversdeginum. Ein á einn eða ein með hópi. Við erum heppin að svo margt frambærilegt fólk bjóði sig fram í hlutverk forseta. Þau sem hafa leitt í skoðanakönnunum síðustu vikurnar yrðu öll góð í þessu hlutverki, en ekkert þeirra hefur breiddina sem Halla Hrund hefur. Halla Hrund er allt í senn. Hún er “sérfræðingur að sunnan” og sveitamanneskja, heimsborgari og Árbæingur, framakona og fjölskyldumanneskja. Það skiptir ekki máli hvort hún situr til borðs með framkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna eða með kaffibrúsa og kleinu á þúfu á fjöllum; hvort hún er innflytjandi í ókunnugu landi eða gestgjafi í okkar eigin - hún er alltaf ein af hópnum og hópurinn nýtur sín með henni. Ég held að við getum öll séð sjálf okkur að einhverju leyti í Höllu Hrund. Hún er nefnilega ein af okkur og í gegnum hana getum við séð okkur sem eina heild. Þess vegna ætla ég að kjósa Höllu Hrund Logadóttur og tel að hún verði kjörin - bókstaflega - sem næsti forseti Íslands. Höfundur starfar að nýsköpun.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun