Grípum gullið tækifæri og sendum heiminum skýr skilaboð…aftur Svandís Ingimundardóttir skrifar 23. maí 2024 11:01 Árið 1980 var Vigdís Finnbogadóttir kjörin forseti Íslands og það var í fyrsta sinn sem kona var kjörin forseti í lýðræðislegum kosningum í heiminum. Ég held að áhrif þessa einstaka heimsviðburðar verði seint ofmetinn. Margir hér heima á Fróni fundu því ýmislegt til foráttu að einstæð móðir settist í forsetaembætti og tíndu margt til í því samhengi sem okkur finnst hreint með ólíkindum í dag og sem betur fer nógu mörgum þá líka. Þær úrtöluraddir hljóðnuðu fljótt og við fengum forseta sem setti mark sitt á mann-/kvenkynssöguna og gerði okkur Íslendinga að stoltri þjóð með framgöngu sinni hvert sem hún fór, innanlands jafnt sem utanlands. Í ár, á 80 ára afmæli lýðveldisins, fáum við Íslendingar annað slíkt tækifæri til þess að láta að okkur kveða á heimsvísu. Við fáum gullið tækifæri til þess að senda umheiminum skýr skilaboð og undirstrika mikilvægi jafnréttis, lýðræðis, manngildis og fjölbreytni. Sumir vilja meina að rödd Íslands sé of veikburða í stóra samhenginu en kjör Vigdísar ætti að vera nóg til að sannfæra okkur um hið gagnstæða. Ísland var jafnframt fyrsta vestræna ríkið í heiminum til þess að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu. Í dag sjáum við önnur vestræn ríki vera að átta sig á mikilvægi þessarar yfirlýsingar og fylgja í kjölfar okkar Íslendinga, þó alltof seint sé. Við höfum svo sannarlega rödd í alþjóðlegu samhengi og alla burði til þess að vera stolt af því, þó fámenn séum. Við skulum ekki gera lítið úr þeim áhrifum sem við getum haft til góðs á heiminn í kringum okkur. Látum ekki tækifærin renna okkur úr greipum líkt og við gerðum í Eurovision. Hugsið ykkur þau margfeldisáhrif sem það hefði haft út um allan heim ef Ísland hefði séð til þess að palestínska fánanum hefði verið veifað um salinn í Malmö. Baldur Þórhallsson ber af sér einstaklega góðan þokka. Þó ég hafi ekki haft af honum persónuleg kynni hef ég bæði fylgst með honum sem kennara við Háskóla Íslands, hlustað á hann fjalla um sitt sérsvið af yfirgripsmikilli þekkingu og dýpt og fylgst með heiðarlegri og einlægri kosningabaráttu hans og eiginmanns hans undanfarnar vikur. Baldur er einn okkar helsti sérfræðingur þegar kemur að stöðu, hlutverki og mikilvægi smáríkja í samskiptum þjóða, í utanríkisstefnu Íslands, Evrópufræðum og alþjóðasamskiptum. Þvílíkur fengur sem af því yrði að fá hann á Bessastaði. Hvað þá nú þegar ástandið í heiminum er svo ógnvænlegt að það er farið hafa áhrif á viðbúnað hjá okkar næstu nágrönnum á Norðurlöndum. Á sama tíma hafa áunnin mannréttindi fólks, sem við hér teljum bæði sjálfsögð og eðlileg verið hrifsuð til baka af stjórnvöldum sem aðhyllast öfgafulla þjóðernisstefnu og einræðistilburði. Þetta er að gerast í Evrópulöndum jafnt sem annars staðar í heiminum og við getum og eigum að nýta tækifæri okkar til áhrifa. Baldur, og eigimaður hans Felix, hafa verið í framvarðasveit réttindabaráttu samkynhneigðra í áratugi. Baldur var einn af stofnendum Félags samkynhneigðra stúdenta við HÍ og stýrði auk þess Mannréttindaskrifstofu Íslands í 2 ár svo fátt eitt sé nefnt. Við lifum einstaklega viðsjárverða tíma og þurfum að hugsa lengra og víðar en einvörðungu um okkar litla Ísland þegar við fáum, í annað skipti á 44 árum, gullið tækifæri eins og þetta til þess að senda umheiminum skýr skilaboð um það sem við viljum standa vörð um. Við viljum lýðræði og mannréttindi fyrir alla, við viljum réttsýnan og fjölhæfan forseta sem borið getur hróður okkar Íslendinga og áherslur út í alþjóðasamfélagið, við viljum forseta sem talar fyrir mikilvægi fjölskyldunnar, talar fyrir mannréttindum, talar fyrir landsbyggðargildum og mikilvægi radda barna og ungmenna en síðast en ekki síst fyrir samstöðumætti þjóðarinnar. Ég vil Baldur á Bessastaði! Höfundur hefur starfað að skólamálum mestalla ævina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Árið 1980 var Vigdís Finnbogadóttir kjörin forseti Íslands og það var í fyrsta sinn sem kona var kjörin forseti í lýðræðislegum kosningum í heiminum. Ég held að áhrif þessa einstaka heimsviðburðar verði seint ofmetinn. Margir hér heima á Fróni fundu því ýmislegt til foráttu að einstæð móðir settist í forsetaembætti og tíndu margt til í því samhengi sem okkur finnst hreint með ólíkindum í dag og sem betur fer nógu mörgum þá líka. Þær úrtöluraddir hljóðnuðu fljótt og við fengum forseta sem setti mark sitt á mann-/kvenkynssöguna og gerði okkur Íslendinga að stoltri þjóð með framgöngu sinni hvert sem hún fór, innanlands jafnt sem utanlands. Í ár, á 80 ára afmæli lýðveldisins, fáum við Íslendingar annað slíkt tækifæri til þess að láta að okkur kveða á heimsvísu. Við fáum gullið tækifæri til þess að senda umheiminum skýr skilaboð og undirstrika mikilvægi jafnréttis, lýðræðis, manngildis og fjölbreytni. Sumir vilja meina að rödd Íslands sé of veikburða í stóra samhenginu en kjör Vigdísar ætti að vera nóg til að sannfæra okkur um hið gagnstæða. Ísland var jafnframt fyrsta vestræna ríkið í heiminum til þess að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu. Í dag sjáum við önnur vestræn ríki vera að átta sig á mikilvægi þessarar yfirlýsingar og fylgja í kjölfar okkar Íslendinga, þó alltof seint sé. Við höfum svo sannarlega rödd í alþjóðlegu samhengi og alla burði til þess að vera stolt af því, þó fámenn séum. Við skulum ekki gera lítið úr þeim áhrifum sem við getum haft til góðs á heiminn í kringum okkur. Látum ekki tækifærin renna okkur úr greipum líkt og við gerðum í Eurovision. Hugsið ykkur þau margfeldisáhrif sem það hefði haft út um allan heim ef Ísland hefði séð til þess að palestínska fánanum hefði verið veifað um salinn í Malmö. Baldur Þórhallsson ber af sér einstaklega góðan þokka. Þó ég hafi ekki haft af honum persónuleg kynni hef ég bæði fylgst með honum sem kennara við Háskóla Íslands, hlustað á hann fjalla um sitt sérsvið af yfirgripsmikilli þekkingu og dýpt og fylgst með heiðarlegri og einlægri kosningabaráttu hans og eiginmanns hans undanfarnar vikur. Baldur er einn okkar helsti sérfræðingur þegar kemur að stöðu, hlutverki og mikilvægi smáríkja í samskiptum þjóða, í utanríkisstefnu Íslands, Evrópufræðum og alþjóðasamskiptum. Þvílíkur fengur sem af því yrði að fá hann á Bessastaði. Hvað þá nú þegar ástandið í heiminum er svo ógnvænlegt að það er farið hafa áhrif á viðbúnað hjá okkar næstu nágrönnum á Norðurlöndum. Á sama tíma hafa áunnin mannréttindi fólks, sem við hér teljum bæði sjálfsögð og eðlileg verið hrifsuð til baka af stjórnvöldum sem aðhyllast öfgafulla þjóðernisstefnu og einræðistilburði. Þetta er að gerast í Evrópulöndum jafnt sem annars staðar í heiminum og við getum og eigum að nýta tækifæri okkar til áhrifa. Baldur, og eigimaður hans Felix, hafa verið í framvarðasveit réttindabaráttu samkynhneigðra í áratugi. Baldur var einn af stofnendum Félags samkynhneigðra stúdenta við HÍ og stýrði auk þess Mannréttindaskrifstofu Íslands í 2 ár svo fátt eitt sé nefnt. Við lifum einstaklega viðsjárverða tíma og þurfum að hugsa lengra og víðar en einvörðungu um okkar litla Ísland þegar við fáum, í annað skipti á 44 árum, gullið tækifæri eins og þetta til þess að senda umheiminum skýr skilaboð um það sem við viljum standa vörð um. Við viljum lýðræði og mannréttindi fyrir alla, við viljum réttsýnan og fjölhæfan forseta sem borið getur hróður okkar Íslendinga og áherslur út í alþjóðasamfélagið, við viljum forseta sem talar fyrir mikilvægi fjölskyldunnar, talar fyrir mannréttindum, talar fyrir landsbyggðargildum og mikilvægi radda barna og ungmenna en síðast en ekki síst fyrir samstöðumætti þjóðarinnar. Ég vil Baldur á Bessastaði! Höfundur hefur starfað að skólamálum mestalla ævina.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun