Eins árs leikhússkóli fyrir ungt fólk stofnaður í Þjóðleikhúsinu Lovísa Arnardóttir skrifar 23. maí 2024 13:20 Vala Fannell er skólastjóri skólans. Mynd/Þjóðleikhúsið Þjóðleikhúsið hefur sett á laggirnar nýjan leikhússkóla fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 22 ára. Skólinn er fyrir ungt fólk með brennandi áhuga á leikhúsi, til að kynna sér leikhús frá ólíkum hliðum og efla færni sína og þekkingu. Skólinn tekur til starfa í haust og inntökuferli hefst nú í maí. Skólagjöld fyrir veturinn 2024-2025 eru kr. 75.000 á önn. Allt að 18 umsækjendur verða teknir inn ár hvert og kemur fram í tilkynningu að lögð verði áhersla á jafnrétti og fjölbreytileika í inntöku. Námið nær yfir eitt ár, haustönn hefst í byrjun september og vorönn lýkur í byrjun júní. Kennt er tvisvar í viku, tvo tíma í senn, auk heimavinnu, leikhúsferða, vinnusmiðju, heimsókna á æfingar í leikhúsinu og þriggja vikna æfingaferlis í lok vorannar. Umsóknarfrestur til 3. júní Skráning í viðtöl og inntökuprufur Leikhússkóla Þjóðleikhússins fyrir leikárið 2024-25 er hafin á leikhusid.is. Tekið verður við umsóknum frá einstaklingum fæddum á árunum 2002-2006. Umsóknarfrestur er til og með 3. júní 2024. Aðstandendur skólans. Í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu segir að í skólanum verði boðið upp á faglega eins árs leikhúsmenntun fyrir ungt fólk á aldrinum 18-22 ára. Nemendur fái í skólanum innsýn og kynningu á hinum ólíku störfum í leikhúsinu, meðal annars hönnun leikmynda, búninga, lýsingar og hljóðs, sviðstækni, sýningarstjórn, leikritun, leikstjórn og leiklist. Þannig muni nemendur öðlast víðtæka þekkingu á listforminu og fá tækifæri til að kynnast sjálfu sér sem listafólki og styrkja sýn sína, færni og áhuga. Námið er einstaklingsmiðað og byggist á að virkja sjálfstæða hugsun nemenda í skapandi samvinnu, með leiðsögn frá kennara, í faglegu umhverfi. Búa til leiksýningu Þótt svo að um sé að ræða einstaklingsmiðað nám mynda nemendur einnig leikhóp þar sem þau eiga að taka að sér ólík störf eftir áhugasviði hvers og eins. Saman vinnur hópurinn að sýningu yfir veturinn sem verður í lok vetrar sýnd í Þjóðleikhúsinu. Í gegnum námið mynda nemendur leikhóp þar sem þau taka að sér ólík störf eftir áhugasviði hvers og eins. Hópurinn vinnur að sýningu yfir veturinn, samhliða námskeiðum og fræðslu, sem í lok vetrar verður sýnd á fjölum Þjóðleikhússins. Vala stýrir Fram kemur í tilkynningu að skólastjóri og aðalkennari leikhússkólans sé Vala Fannell. Hún lærði leiklist og leikstjórn í London og lauk MA-námi í listkennslu frá LHÍ. Vala hefur kennt leiklist á öllum skólastigum og byggði upp nýja sviðslistabraut við Menntaskólann á Akureyri. Auk Völu kemur listafólk úr Þjóðleikhúsinu að kennslunni, meðal annars mun Ilmur Stefánsdóttir kenna leikmyndahönnun, Filippía I. Elísdóttir búningahönnun, Björn Bergsteinn Guðmundsson ljósahönnun, Brett Smith hljóðhönnun, Elísa Sif Hermannsdóttir sýningarstjórnun og Matthías Tryggvi Haraldsson handritaskrif. Leikhús Skóla- og menntamál Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Sjá meira
Skólinn tekur til starfa í haust og inntökuferli hefst nú í maí. Skólagjöld fyrir veturinn 2024-2025 eru kr. 75.000 á önn. Allt að 18 umsækjendur verða teknir inn ár hvert og kemur fram í tilkynningu að lögð verði áhersla á jafnrétti og fjölbreytileika í inntöku. Námið nær yfir eitt ár, haustönn hefst í byrjun september og vorönn lýkur í byrjun júní. Kennt er tvisvar í viku, tvo tíma í senn, auk heimavinnu, leikhúsferða, vinnusmiðju, heimsókna á æfingar í leikhúsinu og þriggja vikna æfingaferlis í lok vorannar. Umsóknarfrestur til 3. júní Skráning í viðtöl og inntökuprufur Leikhússkóla Þjóðleikhússins fyrir leikárið 2024-25 er hafin á leikhusid.is. Tekið verður við umsóknum frá einstaklingum fæddum á árunum 2002-2006. Umsóknarfrestur er til og með 3. júní 2024. Aðstandendur skólans. Í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu segir að í skólanum verði boðið upp á faglega eins árs leikhúsmenntun fyrir ungt fólk á aldrinum 18-22 ára. Nemendur fái í skólanum innsýn og kynningu á hinum ólíku störfum í leikhúsinu, meðal annars hönnun leikmynda, búninga, lýsingar og hljóðs, sviðstækni, sýningarstjórn, leikritun, leikstjórn og leiklist. Þannig muni nemendur öðlast víðtæka þekkingu á listforminu og fá tækifæri til að kynnast sjálfu sér sem listafólki og styrkja sýn sína, færni og áhuga. Námið er einstaklingsmiðað og byggist á að virkja sjálfstæða hugsun nemenda í skapandi samvinnu, með leiðsögn frá kennara, í faglegu umhverfi. Búa til leiksýningu Þótt svo að um sé að ræða einstaklingsmiðað nám mynda nemendur einnig leikhóp þar sem þau eiga að taka að sér ólík störf eftir áhugasviði hvers og eins. Saman vinnur hópurinn að sýningu yfir veturinn sem verður í lok vetrar sýnd í Þjóðleikhúsinu. Í gegnum námið mynda nemendur leikhóp þar sem þau taka að sér ólík störf eftir áhugasviði hvers og eins. Hópurinn vinnur að sýningu yfir veturinn, samhliða námskeiðum og fræðslu, sem í lok vetrar verður sýnd á fjölum Þjóðleikhússins. Vala stýrir Fram kemur í tilkynningu að skólastjóri og aðalkennari leikhússkólans sé Vala Fannell. Hún lærði leiklist og leikstjórn í London og lauk MA-námi í listkennslu frá LHÍ. Vala hefur kennt leiklist á öllum skólastigum og byggði upp nýja sviðslistabraut við Menntaskólann á Akureyri. Auk Völu kemur listafólk úr Þjóðleikhúsinu að kennslunni, meðal annars mun Ilmur Stefánsdóttir kenna leikmyndahönnun, Filippía I. Elísdóttir búningahönnun, Björn Bergsteinn Guðmundsson ljósahönnun, Brett Smith hljóðhönnun, Elísa Sif Hermannsdóttir sýningarstjórnun og Matthías Tryggvi Haraldsson handritaskrif.
Leikhús Skóla- og menntamál Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Sjá meira