Ó, vakna þú mín Þyrnirós! Ólafur H. Ólafsson skrifar 27. maí 2024 11:00 Ég er í raun mjög hissa á þeim fjölmörgu fylgjendum og yfirlýstum stöðföstu kjósendum fyrrverandi Forsætisráðherra, sem keppast um að mæra hana og tala um að hún hafi staðið sig svo vel í því hlutverki. En gerði hún það í raun og veru? Á hún skilið það traust sem hún leitast eftir til þess að verð næsti Forseti landsins? Svarið við þessum spurningum er mjög einfalt og STÓRT NEI! Hún stóð sig ekki vel sem yfirverkstjóri þessarar ríkisstjórnar sem helst enn þá saman vegna væntumþykju á ráðherrastólum. Það hljómar ekki sannfærandi að hún sé besti kandídatinn til þess að vera sá varnagli sem margir leitast eftir í fari Forseta landsins eigi að vera og margir telji að sé eitt að aðalhlutverkum forsetans. Það hljómar ekki sannfærandi því hún er í raun vanhæf til þess og hún er það vegna þess að hún getur ekki unnið gegn sínum eigin gjörðum. Og hvaða gjörðir eru það, spyrja eflaust margir. Það má T.d. benda á sölu bankanna, en þar voru um og yfir 80% landsmann ýmist mjög óánægð eða óánægð með þann gjörning og skilja ekki af hverju er verið að selja eitt af gulleggjum þjóðarinnar, sem geta skilað töluverðu meira samanlagt í ríkissjóð, heldur en með sölu þeirra. Annað stórt atriði sem benda mætti á er aðgerðarleysi í þágu þjónustu aldraðara, en þrátt fyrir loforðaflaumin í þágu þeirra, ber lítið á efndum þeirra loforða. Aldraðir eru orðnir langeygðir á efndum um úrbætur á þeirra málefnum, sem meðal annars eru vegna skorts á heilbrigðis og húsnæðis úrræðum fyrir þann aldursflokk. Ekki er nú hinn almenni húsnæðismarkaður hér á landi, heldur eitthvað til þess að hrópa húrra yfir, en samkvæmt nýlegum fréttum, þá eru yfir 4.000 manns á biðlista bara hjá Bjargi íbúðarfélagi, sem er lýsandi fyrir ástandið á þeim markaði. Enda margar fjölskyldur sem geta einfaldlega ekki staðið undir þeim kostnaði sem fylgir því að vera á leigumarkaði hér á landi og hvað þá að kaupa sér slíkan munað sem þak yfir höfuðið er orðið hér á landi. Óheftur aðgangur að náttúru landsins í þágu fiskeldis og þá sér í lagi Laxeldis í sjókvíum er svo enn eitt dæmið sem hægt er að nefna, en þar hefur óafturkræfur skaði verið gerður á hinum villta íslenska laxastofni, sem reka má til beinlínis slæmrar ákvörðunartöku. Þó svo að skýr dæmi voru og eru til um það að af hverju t.d. frændur okkar Norðmenn höfðu og hafa uppi Stór varnarorð um skaðsemi sjókvía í þessari starfsemi, þá var samt farið í þessar leyfisveitingar. Hér má líta á nokkur dæmi um vanhæfni fyrrum Forsætisráðherra, sem einfaldlega brást í starfi sínu sem skipstjóri í þessu sökkvandi skipi sem þessi ríkisstjórn er, en sækist samt stíft eftir því að verða næsti Forseti landsins. Nei Takk, Katrín Jakopsdóttir er EKKI minn kandidat, að því sögðu, hvað er þá hægt að gera til þess að koma í veg fyrir að hún vinni þessar kosningar, eins og stefnir í, þegar þessi orð eru rituð? Svarið felst í því að kjósa strategísk, í þessu felst að velja þann kandidat sem er hvað líklegastur til þess að fella fyrrum Forsætisráðherra og þann kandidat er t.d. hægt að velja með því að kjósa þann sem er að skora næsthæst á lista hvers og eins, í stað þess að velja þann sem er efstur á listanum. Höfundur er kjósandi í tilvonandi forsetakosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er í raun mjög hissa á þeim fjölmörgu fylgjendum og yfirlýstum stöðföstu kjósendum fyrrverandi Forsætisráðherra, sem keppast um að mæra hana og tala um að hún hafi staðið sig svo vel í því hlutverki. En gerði hún það í raun og veru? Á hún skilið það traust sem hún leitast eftir til þess að verð næsti Forseti landsins? Svarið við þessum spurningum er mjög einfalt og STÓRT NEI! Hún stóð sig ekki vel sem yfirverkstjóri þessarar ríkisstjórnar sem helst enn þá saman vegna væntumþykju á ráðherrastólum. Það hljómar ekki sannfærandi að hún sé besti kandídatinn til þess að vera sá varnagli sem margir leitast eftir í fari Forseta landsins eigi að vera og margir telji að sé eitt að aðalhlutverkum forsetans. Það hljómar ekki sannfærandi því hún er í raun vanhæf til þess og hún er það vegna þess að hún getur ekki unnið gegn sínum eigin gjörðum. Og hvaða gjörðir eru það, spyrja eflaust margir. Það má T.d. benda á sölu bankanna, en þar voru um og yfir 80% landsmann ýmist mjög óánægð eða óánægð með þann gjörning og skilja ekki af hverju er verið að selja eitt af gulleggjum þjóðarinnar, sem geta skilað töluverðu meira samanlagt í ríkissjóð, heldur en með sölu þeirra. Annað stórt atriði sem benda mætti á er aðgerðarleysi í þágu þjónustu aldraðara, en þrátt fyrir loforðaflaumin í þágu þeirra, ber lítið á efndum þeirra loforða. Aldraðir eru orðnir langeygðir á efndum um úrbætur á þeirra málefnum, sem meðal annars eru vegna skorts á heilbrigðis og húsnæðis úrræðum fyrir þann aldursflokk. Ekki er nú hinn almenni húsnæðismarkaður hér á landi, heldur eitthvað til þess að hrópa húrra yfir, en samkvæmt nýlegum fréttum, þá eru yfir 4.000 manns á biðlista bara hjá Bjargi íbúðarfélagi, sem er lýsandi fyrir ástandið á þeim markaði. Enda margar fjölskyldur sem geta einfaldlega ekki staðið undir þeim kostnaði sem fylgir því að vera á leigumarkaði hér á landi og hvað þá að kaupa sér slíkan munað sem þak yfir höfuðið er orðið hér á landi. Óheftur aðgangur að náttúru landsins í þágu fiskeldis og þá sér í lagi Laxeldis í sjókvíum er svo enn eitt dæmið sem hægt er að nefna, en þar hefur óafturkræfur skaði verið gerður á hinum villta íslenska laxastofni, sem reka má til beinlínis slæmrar ákvörðunartöku. Þó svo að skýr dæmi voru og eru til um það að af hverju t.d. frændur okkar Norðmenn höfðu og hafa uppi Stór varnarorð um skaðsemi sjókvía í þessari starfsemi, þá var samt farið í þessar leyfisveitingar. Hér má líta á nokkur dæmi um vanhæfni fyrrum Forsætisráðherra, sem einfaldlega brást í starfi sínu sem skipstjóri í þessu sökkvandi skipi sem þessi ríkisstjórn er, en sækist samt stíft eftir því að verða næsti Forseti landsins. Nei Takk, Katrín Jakopsdóttir er EKKI minn kandidat, að því sögðu, hvað er þá hægt að gera til þess að koma í veg fyrir að hún vinni þessar kosningar, eins og stefnir í, þegar þessi orð eru rituð? Svarið felst í því að kjósa strategísk, í þessu felst að velja þann kandidat sem er hvað líklegastur til þess að fella fyrrum Forsætisráðherra og þann kandidat er t.d. hægt að velja með því að kjósa þann sem er að skora næsthæst á lista hvers og eins, í stað þess að velja þann sem er efstur á listanum. Höfundur er kjósandi í tilvonandi forsetakosningum.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun