Ó, vakna þú mín Þyrnirós! Ólafur H. Ólafsson skrifar 27. maí 2024 11:00 Ég er í raun mjög hissa á þeim fjölmörgu fylgjendum og yfirlýstum stöðföstu kjósendum fyrrverandi Forsætisráðherra, sem keppast um að mæra hana og tala um að hún hafi staðið sig svo vel í því hlutverki. En gerði hún það í raun og veru? Á hún skilið það traust sem hún leitast eftir til þess að verð næsti Forseti landsins? Svarið við þessum spurningum er mjög einfalt og STÓRT NEI! Hún stóð sig ekki vel sem yfirverkstjóri þessarar ríkisstjórnar sem helst enn þá saman vegna væntumþykju á ráðherrastólum. Það hljómar ekki sannfærandi að hún sé besti kandídatinn til þess að vera sá varnagli sem margir leitast eftir í fari Forseta landsins eigi að vera og margir telji að sé eitt að aðalhlutverkum forsetans. Það hljómar ekki sannfærandi því hún er í raun vanhæf til þess og hún er það vegna þess að hún getur ekki unnið gegn sínum eigin gjörðum. Og hvaða gjörðir eru það, spyrja eflaust margir. Það má T.d. benda á sölu bankanna, en þar voru um og yfir 80% landsmann ýmist mjög óánægð eða óánægð með þann gjörning og skilja ekki af hverju er verið að selja eitt af gulleggjum þjóðarinnar, sem geta skilað töluverðu meira samanlagt í ríkissjóð, heldur en með sölu þeirra. Annað stórt atriði sem benda mætti á er aðgerðarleysi í þágu þjónustu aldraðara, en þrátt fyrir loforðaflaumin í þágu þeirra, ber lítið á efndum þeirra loforða. Aldraðir eru orðnir langeygðir á efndum um úrbætur á þeirra málefnum, sem meðal annars eru vegna skorts á heilbrigðis og húsnæðis úrræðum fyrir þann aldursflokk. Ekki er nú hinn almenni húsnæðismarkaður hér á landi, heldur eitthvað til þess að hrópa húrra yfir, en samkvæmt nýlegum fréttum, þá eru yfir 4.000 manns á biðlista bara hjá Bjargi íbúðarfélagi, sem er lýsandi fyrir ástandið á þeim markaði. Enda margar fjölskyldur sem geta einfaldlega ekki staðið undir þeim kostnaði sem fylgir því að vera á leigumarkaði hér á landi og hvað þá að kaupa sér slíkan munað sem þak yfir höfuðið er orðið hér á landi. Óheftur aðgangur að náttúru landsins í þágu fiskeldis og þá sér í lagi Laxeldis í sjókvíum er svo enn eitt dæmið sem hægt er að nefna, en þar hefur óafturkræfur skaði verið gerður á hinum villta íslenska laxastofni, sem reka má til beinlínis slæmrar ákvörðunartöku. Þó svo að skýr dæmi voru og eru til um það að af hverju t.d. frændur okkar Norðmenn höfðu og hafa uppi Stór varnarorð um skaðsemi sjókvía í þessari starfsemi, þá var samt farið í þessar leyfisveitingar. Hér má líta á nokkur dæmi um vanhæfni fyrrum Forsætisráðherra, sem einfaldlega brást í starfi sínu sem skipstjóri í þessu sökkvandi skipi sem þessi ríkisstjórn er, en sækist samt stíft eftir því að verða næsti Forseti landsins. Nei Takk, Katrín Jakopsdóttir er EKKI minn kandidat, að því sögðu, hvað er þá hægt að gera til þess að koma í veg fyrir að hún vinni þessar kosningar, eins og stefnir í, þegar þessi orð eru rituð? Svarið felst í því að kjósa strategísk, í þessu felst að velja þann kandidat sem er hvað líklegastur til þess að fella fyrrum Forsætisráðherra og þann kandidat er t.d. hægt að velja með því að kjósa þann sem er að skora næsthæst á lista hvers og eins, í stað þess að velja þann sem er efstur á listanum. Höfundur er kjósandi í tilvonandi forsetakosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég er í raun mjög hissa á þeim fjölmörgu fylgjendum og yfirlýstum stöðföstu kjósendum fyrrverandi Forsætisráðherra, sem keppast um að mæra hana og tala um að hún hafi staðið sig svo vel í því hlutverki. En gerði hún það í raun og veru? Á hún skilið það traust sem hún leitast eftir til þess að verð næsti Forseti landsins? Svarið við þessum spurningum er mjög einfalt og STÓRT NEI! Hún stóð sig ekki vel sem yfirverkstjóri þessarar ríkisstjórnar sem helst enn þá saman vegna væntumþykju á ráðherrastólum. Það hljómar ekki sannfærandi að hún sé besti kandídatinn til þess að vera sá varnagli sem margir leitast eftir í fari Forseta landsins eigi að vera og margir telji að sé eitt að aðalhlutverkum forsetans. Það hljómar ekki sannfærandi því hún er í raun vanhæf til þess og hún er það vegna þess að hún getur ekki unnið gegn sínum eigin gjörðum. Og hvaða gjörðir eru það, spyrja eflaust margir. Það má T.d. benda á sölu bankanna, en þar voru um og yfir 80% landsmann ýmist mjög óánægð eða óánægð með þann gjörning og skilja ekki af hverju er verið að selja eitt af gulleggjum þjóðarinnar, sem geta skilað töluverðu meira samanlagt í ríkissjóð, heldur en með sölu þeirra. Annað stórt atriði sem benda mætti á er aðgerðarleysi í þágu þjónustu aldraðara, en þrátt fyrir loforðaflaumin í þágu þeirra, ber lítið á efndum þeirra loforða. Aldraðir eru orðnir langeygðir á efndum um úrbætur á þeirra málefnum, sem meðal annars eru vegna skorts á heilbrigðis og húsnæðis úrræðum fyrir þann aldursflokk. Ekki er nú hinn almenni húsnæðismarkaður hér á landi, heldur eitthvað til þess að hrópa húrra yfir, en samkvæmt nýlegum fréttum, þá eru yfir 4.000 manns á biðlista bara hjá Bjargi íbúðarfélagi, sem er lýsandi fyrir ástandið á þeim markaði. Enda margar fjölskyldur sem geta einfaldlega ekki staðið undir þeim kostnaði sem fylgir því að vera á leigumarkaði hér á landi og hvað þá að kaupa sér slíkan munað sem þak yfir höfuðið er orðið hér á landi. Óheftur aðgangur að náttúru landsins í þágu fiskeldis og þá sér í lagi Laxeldis í sjókvíum er svo enn eitt dæmið sem hægt er að nefna, en þar hefur óafturkræfur skaði verið gerður á hinum villta íslenska laxastofni, sem reka má til beinlínis slæmrar ákvörðunartöku. Þó svo að skýr dæmi voru og eru til um það að af hverju t.d. frændur okkar Norðmenn höfðu og hafa uppi Stór varnarorð um skaðsemi sjókvía í þessari starfsemi, þá var samt farið í þessar leyfisveitingar. Hér má líta á nokkur dæmi um vanhæfni fyrrum Forsætisráðherra, sem einfaldlega brást í starfi sínu sem skipstjóri í þessu sökkvandi skipi sem þessi ríkisstjórn er, en sækist samt stíft eftir því að verða næsti Forseti landsins. Nei Takk, Katrín Jakopsdóttir er EKKI minn kandidat, að því sögðu, hvað er þá hægt að gera til þess að koma í veg fyrir að hún vinni þessar kosningar, eins og stefnir í, þegar þessi orð eru rituð? Svarið felst í því að kjósa strategísk, í þessu felst að velja þann kandidat sem er hvað líklegastur til þess að fella fyrrum Forsætisráðherra og þann kandidat er t.d. hægt að velja með því að kjósa þann sem er að skora næsthæst á lista hvers og eins, í stað þess að velja þann sem er efstur á listanum. Höfundur er kjósandi í tilvonandi forsetakosningum.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar