Afturbatapíka í skilgreiningu HKL Steingrímur Gunnarsson skrifar 27. maí 2024 12:30 Það þekkja eflaust margir til skilgreiningar Halldórs Kiljans á nafnorðinu afturbatapíka, en til upprifjunar fyrir þá sem ekki þekkja til er skilgreining hans á þá leið að stúlka, sem hefur látið fallerast, öðlist aftur meydóminn eftir sjö ára karlabindindi. Nútildags gengur það hraðar fyrir sig og ferskasta dæmið er þegar nýjasti fyrrverandi forsætisráðherrann okkar stígur uppúr ráðherrastól sínum og fer lóðbeint í forsetaframboð eftir að flokkur hennar hafi í tvígang fallerast með stjórnarbatteríi Sjálfstæðisflokksins, sem nú gerir flest til að koma frambjóðanda sínum á Bessastaði. Skrýtið pólítískt bandalag það. Það má spyrja sig hvort fólk „fatti jókinn“ og átti sig á því sem að baki býr? Og þá kemur uppí hugann saga, sem móðurbróðir minn sagði mér úr æsku sinni. Eitt sinn voru þeir, eldri bróðir hans og hann, að skoða saman myndabók og á einni myndinni var stór og fallegur kastali í bakgrunni og fyrir framan hann stóð stæðilegur varðhundur. Þá spyr sá yngri þann eldri hvort þessi hundur sé tík. Sá eldri svarar, jú, rétt er það, en þetta væri nú ekki nein venjuleg tík, því þetta væri pólí-tík. Þó drengirnir væru ungir að árum, þá voru þeir vanir að hlusta á umræður um stjórnmál á heimilinu þar sem faðir þeirra var alþingismaður. Nú fara í hönd forsetakosningar og jafnt í gríni sem alvöru skulum við hafa í huga skilgreininingu HKL á þessu ágæta nafnorði, sem er í titli pistilsins og horfa til annarra frambjóðenda. Með vinsemd, Höfundur er leiðsögumaður, Cand.mag., MA í alþjóðasamskiptum og fyrrum kjósandi VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Það þekkja eflaust margir til skilgreiningar Halldórs Kiljans á nafnorðinu afturbatapíka, en til upprifjunar fyrir þá sem ekki þekkja til er skilgreining hans á þá leið að stúlka, sem hefur látið fallerast, öðlist aftur meydóminn eftir sjö ára karlabindindi. Nútildags gengur það hraðar fyrir sig og ferskasta dæmið er þegar nýjasti fyrrverandi forsætisráðherrann okkar stígur uppúr ráðherrastól sínum og fer lóðbeint í forsetaframboð eftir að flokkur hennar hafi í tvígang fallerast með stjórnarbatteríi Sjálfstæðisflokksins, sem nú gerir flest til að koma frambjóðanda sínum á Bessastaði. Skrýtið pólítískt bandalag það. Það má spyrja sig hvort fólk „fatti jókinn“ og átti sig á því sem að baki býr? Og þá kemur uppí hugann saga, sem móðurbróðir minn sagði mér úr æsku sinni. Eitt sinn voru þeir, eldri bróðir hans og hann, að skoða saman myndabók og á einni myndinni var stór og fallegur kastali í bakgrunni og fyrir framan hann stóð stæðilegur varðhundur. Þá spyr sá yngri þann eldri hvort þessi hundur sé tík. Sá eldri svarar, jú, rétt er það, en þetta væri nú ekki nein venjuleg tík, því þetta væri pólí-tík. Þó drengirnir væru ungir að árum, þá voru þeir vanir að hlusta á umræður um stjórnmál á heimilinu þar sem faðir þeirra var alþingismaður. Nú fara í hönd forsetakosningar og jafnt í gríni sem alvöru skulum við hafa í huga skilgreininingu HKL á þessu ágæta nafnorði, sem er í titli pistilsins og horfa til annarra frambjóðenda. Með vinsemd, Höfundur er leiðsögumaður, Cand.mag., MA í alþjóðasamskiptum og fyrrum kjósandi VG.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar