Hefur allt til brunns að bera Árný Björg Blandon skrifar 27. maí 2024 15:02 Ég ákvað fyrir þessar forsetakosningar að kynna mér allar hliðar á öllum frambjóðendum, hlusta, lesa og skoða með opnum hug. Ég var ekki að rýna sérstaklega í þeirra persónulegu skoðanir heldur einfaldlega hæfni þeirra til þess að gegna forsetaembættinu. Þetta hef ég samviskusamlega gert og komist að niðurstöðu um það, eftir að hafa rýnt í allt og alla, hvaða frambjóðanda ég vil sjá sem forseta á Bessastöðum. Það er hún Katrín Jakobsdóttir. Ég vissi vel að ég fengi ádeilur og krítík fyrir það. Þegar maður hins vegar veit að hjartað slær fyrir réttan forsetaframbjóðanda skiptir það engu máli. Þetta er mitt val, ég stend við það enda sjálfsagt og eðlilegt að fá að kjósa þann einstakling sem manni finnst skara framúr. Katrín hefur sannarlega verið umdeild enda þurft að standa í ströngu og taka ýmsar erfiðar ákvarðanir. Oft hefur verið vont að lesa og heyra henni vera kennt um ýmislegt úr hennar fortíð á þingi, í ríkisstjórn og sem forsætisráðherra. En ég vil bara minna okkur öll á það að hún var þar ekki ein að störfum. Ég hef unnið á vinnustað þar sem engu var hægt að koma í framkvæmd vegna tiltekins samstarfsmanns og ég valdi þann kost að hætta því ég gat ekki horft upp á óreiðuna. Mér flaug í hug að mögulega hafi Katrín hugsað stöðuna þannig. Allavega hefur hún lagt stjórnmálin til hliðar með afgerandi hætti til að sinna öðrum hugðarefnum. Ég veit af afspurn að hún er hlý og nægjusöm enda kemur hún þannig fyrir. Full af orku og gífurlegri þekkingu sem ég veit að við munum njóta góðs af verði hún kosin forseti Íslands. Katrín hefur að mínu mati allt til brunns að bera sem hún þarf til að verða sá þjóðhöfðingi sem við þurfum á að halda, bæði innanlands og utan. Höfundur starfar við þýðingar og ritvinnslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Árný Björg Blandon Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Skoðun Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Sjá meira
Ég ákvað fyrir þessar forsetakosningar að kynna mér allar hliðar á öllum frambjóðendum, hlusta, lesa og skoða með opnum hug. Ég var ekki að rýna sérstaklega í þeirra persónulegu skoðanir heldur einfaldlega hæfni þeirra til þess að gegna forsetaembættinu. Þetta hef ég samviskusamlega gert og komist að niðurstöðu um það, eftir að hafa rýnt í allt og alla, hvaða frambjóðanda ég vil sjá sem forseta á Bessastöðum. Það er hún Katrín Jakobsdóttir. Ég vissi vel að ég fengi ádeilur og krítík fyrir það. Þegar maður hins vegar veit að hjartað slær fyrir réttan forsetaframbjóðanda skiptir það engu máli. Þetta er mitt val, ég stend við það enda sjálfsagt og eðlilegt að fá að kjósa þann einstakling sem manni finnst skara framúr. Katrín hefur sannarlega verið umdeild enda þurft að standa í ströngu og taka ýmsar erfiðar ákvarðanir. Oft hefur verið vont að lesa og heyra henni vera kennt um ýmislegt úr hennar fortíð á þingi, í ríkisstjórn og sem forsætisráðherra. En ég vil bara minna okkur öll á það að hún var þar ekki ein að störfum. Ég hef unnið á vinnustað þar sem engu var hægt að koma í framkvæmd vegna tiltekins samstarfsmanns og ég valdi þann kost að hætta því ég gat ekki horft upp á óreiðuna. Mér flaug í hug að mögulega hafi Katrín hugsað stöðuna þannig. Allavega hefur hún lagt stjórnmálin til hliðar með afgerandi hætti til að sinna öðrum hugðarefnum. Ég veit af afspurn að hún er hlý og nægjusöm enda kemur hún þannig fyrir. Full af orku og gífurlegri þekkingu sem ég veit að við munum njóta góðs af verði hún kosin forseti Íslands. Katrín hefur að mínu mati allt til brunns að bera sem hún þarf til að verða sá þjóðhöfðingi sem við þurfum á að halda, bæði innanlands og utan. Höfundur starfar við þýðingar og ritvinnslu.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun