Chelsea í viðræður um kaup á stjóra Leicester Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2024 14:30 Enzo Maresca fagnar hér sigri Leicester City í ensku b-deildinni á dögunum ásamt ungri dóttur sinni. Getty/Copa Enzo Maresca verður að öllum líkindum næsti knattspyrnustjóri Chelsea og tekur þar með við af Mauricio Pochettino sem hætti með Lundúnafélagið eftir lokaleik tímabilsins. Fabrizio Romano staðfestir það á miðlum sínum að Maresca sé klár í verkefnið og nú þurfi aðeins að ganga frá kaupverðinu. Maresca er náttúrulega knattspyrnustjóri Leicester City og kom liðinu aftur upp í ensku úrvalsdeildina á dögunum. Samkvæmt upplýsingum Romano þá fara nú viðræður í gang um kaupverðið. Chelsea vill klára þær viðræður í vikunni þannig að Maresca geti hafið störf sem fyrst. Romano segir að Maresca geri tveggja ára samning með möguleika á einu ári til viðbótar. Maresca er 44 ára gamall og lék á sínum tíma sem miðjumaður hjá félögum eins og West Bromwich Albion, Juventus, Fiorentina, Sevilla og Olympiacos svo einhver séu nefnd. Hann setti fótboltaskóna upp á hillu árið 2017. Fyrsta þjálfarareynsla hans kom hjá akademíu Manchester City en fyrsta meistaraflokksstarfið var hjá Parma árið 2021. Hann var hins vegar rekinn þaðan eftir nokkra mánuði eftir að hafa mistekist að koma liði með Gianluigi Buffon og Franco Vázquez innanborðs upp í Seríu A. Maresca var aðstoðarmaður Pep Guradiola hjá City þrennutímabilið 2022 til 2023 en tók svo liði liði Leicester City síðasta sumar. Sagan segir að hann hafi búið á æfingasvæðinu fyrstu tvo mánuðina. Hann stýrði síðan Leicester upp í úrvalsdeildina á sínu fyrsta ári en liðið vann 36 af 53 leikjum undir hans stjórn. 🔵🇮🇹 Understand Chelsea and Enzo Maresca are set to agree on contract terms.Two year deal with option for further season or three year deal, this is final detail being clarified.Maresca already said yes to Chelsea project, up to the clubs now to agree on compensation. pic.twitter.com/YXR5b2xj71— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 27, 2024 Enski boltinn Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Sjá meira
Fabrizio Romano staðfestir það á miðlum sínum að Maresca sé klár í verkefnið og nú þurfi aðeins að ganga frá kaupverðinu. Maresca er náttúrulega knattspyrnustjóri Leicester City og kom liðinu aftur upp í ensku úrvalsdeildina á dögunum. Samkvæmt upplýsingum Romano þá fara nú viðræður í gang um kaupverðið. Chelsea vill klára þær viðræður í vikunni þannig að Maresca geti hafið störf sem fyrst. Romano segir að Maresca geri tveggja ára samning með möguleika á einu ári til viðbótar. Maresca er 44 ára gamall og lék á sínum tíma sem miðjumaður hjá félögum eins og West Bromwich Albion, Juventus, Fiorentina, Sevilla og Olympiacos svo einhver séu nefnd. Hann setti fótboltaskóna upp á hillu árið 2017. Fyrsta þjálfarareynsla hans kom hjá akademíu Manchester City en fyrsta meistaraflokksstarfið var hjá Parma árið 2021. Hann var hins vegar rekinn þaðan eftir nokkra mánuði eftir að hafa mistekist að koma liði með Gianluigi Buffon og Franco Vázquez innanborðs upp í Seríu A. Maresca var aðstoðarmaður Pep Guradiola hjá City þrennutímabilið 2022 til 2023 en tók svo liði liði Leicester City síðasta sumar. Sagan segir að hann hafi búið á æfingasvæðinu fyrstu tvo mánuðina. Hann stýrði síðan Leicester upp í úrvalsdeildina á sínu fyrsta ári en liðið vann 36 af 53 leikjum undir hans stjórn. 🔵🇮🇹 Understand Chelsea and Enzo Maresca are set to agree on contract terms.Two year deal with option for further season or three year deal, this is final detail being clarified.Maresca already said yes to Chelsea project, up to the clubs now to agree on compensation. pic.twitter.com/YXR5b2xj71— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 27, 2024
Enski boltinn Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Sjá meira