Við eigum skilið Höllu Tómasdóttur! Thor Ólafsson skrifar 27. maí 2024 16:46 Forseta sem er hugrakkur og berst ástríðufullur fyrir betri heimi. Í rúm 20 ár hef ég stutt við leiðtoga í vel á fjórða tug landa. Starf mitt hefur falist í því að stúdera með þeim hvað góður leiðtogi er og í því að vera til staðar fyrir þá þegar þeir vaxa og þroskast í sínu hlutverki. Á þessum tíma hef ég fengið þó nokkra innsýn í helstu persónueiginleika öflugra leiðtoga. Í þeim kosningum sem framundan eru, búum við Íslendingar sem betur fer við betra val en t.d. nágrannar okkar í USA. Við erum heppin með það að okkur bjóðast all nokkrir álitlegir frambjóðendur. En atkvæði okkar eigum við samt sem áður að greiða þeim sem við teljum bestan. Þann sem við teljum öflugasta leiðtogann. Og út frá reynslu minni af leiðtogum er mitt val Halla Tómasdóttir. Ástæðan er sú að bestu leiðtogarnir búa yfir eftirfarandi eiginleikum: Þeir brenna svo fyrir baráttumálum sínum, að þeirra eigin egó víkur til hliðar. Þetta lýsir sér til dæmis þannig að þrátt fyrir eigið óöryggi og mögulegar efasemdar raddir um eigið ágæti, finna þeir sig tilknúna að taka til máls og berjast fyrir sínum málstað. Þetta lýsir sér líka í því að þeir hafa hugrekkið til að vera ósammála öðrum, eða til að veita skýr svör við erfiðum spurningum (fara ekki undan í flæmingi). Og þetta lýsir sér líka í því að þeir brenna svo fyrir sínum málstað að fölskvalaus ástríða þeirra kveikir í öðrum. Það er ekki að ástæðulausu að Halla Tómasdóttir var talin sigurvegari kappræðnanna í sjónvarpinu. Þar gátu íslendingar séð alla þessa kosti skýrt og greinilega (horfið endilega á þessar kappræður ef þið hafið ekki séð þær). Ef við skoðum aðeins sögu Höllu, þá er hún píparadóttir úr Kópavoginum, úr fjölskyldu sem átti á köflum við fjárhagslegt óöryggi að stríða. Rétt rúmlega tvítug fer hún þó brött til Bandaríkjanna í nám, nær frábærum árangri og heillar bæði kennara og vinnuveitendur. Ferill hennar hefur síðan þá verið ótrúlega farsæll og þó að við íslendingar höfum ekki borið gæfu til að velja hana sem forseta árið 2016, hafa aðrir erlendis komið auga á hennar óvéfengjanlegu leiðtogahæfileika. Til dæmis var hún valin til að tala á aðalsviði TED.COM, sem er mikill heiður. Þar stóð hún sig svo vel að henni var boðið aftur og aftur. Það er nánast einsdæmi. Eins sáu áhrifamiklir aðilar, sem vildu bæta heiminn, réttu hæfileikana í henni og báðu hana um að verða forstjóra The B Team. Því starfi hefur Halla gegnt í 6 ár og brennur fyrir því að sannfæra bæði stjórnmálamenn og ráðamenn í atvinnulífinu um að breyta hugarfarinu á bak við rekstur fyrirtækja með þeim hætti að hagnaðarsjónarmið sé ekki allsráðandi. Hún berst fyrir nýrri skilgreiningu á langtíma velgengni fyrirtækja þar sem allir hagaðilar fái að njóta. Fyrir mér er það einmitt sú ástríða sem ég vil sjá í forseta landsins. Í samtölum mínum við Höllu Tómasar hef ég sannfærst um að við íslendingar þurfum á hennar leiðtogahæfileikum að halda. Hún mun ekki hygla ákveðnum stjórnálaflokkum eða stefnum. Sannfæring hennar leyfir ekki slíka meðvirkni og í stað þess mun hennar innri áttaviti krefjast þess að hún styðji eingöngu við það sem er rétt fyrir íslensku þjóðina. Ég veit að Halla mun verja langtíma hag okkar íslendinga og vera skær og öflug rödd okkar litla lands í stórum heimi. Hún er leiðtogi sem allir kjósendur ættu að kynna sér vel því hún hefur nú þegar augu og eyru áhrifafólks um allan heim. Ég persónulega er viss í minni sök. Ég er stoltur af því að velja Höllu Tómasar sem minn forseta. Höfundur þessarar greinar hefur í rúm 20 ár starfað sem stjórnendaþjálfari fyrir mörg af stærstu fyritækjum heims, stofnanir og samtök, í á fjórða tug landa í 5 heimsálfum. Árið 2022 gaf hann út metsölubókina Beyond Ego – The Inner Compass of Conscious Leadership. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Forseta sem er hugrakkur og berst ástríðufullur fyrir betri heimi. Í rúm 20 ár hef ég stutt við leiðtoga í vel á fjórða tug landa. Starf mitt hefur falist í því að stúdera með þeim hvað góður leiðtogi er og í því að vera til staðar fyrir þá þegar þeir vaxa og þroskast í sínu hlutverki. Á þessum tíma hef ég fengið þó nokkra innsýn í helstu persónueiginleika öflugra leiðtoga. Í þeim kosningum sem framundan eru, búum við Íslendingar sem betur fer við betra val en t.d. nágrannar okkar í USA. Við erum heppin með það að okkur bjóðast all nokkrir álitlegir frambjóðendur. En atkvæði okkar eigum við samt sem áður að greiða þeim sem við teljum bestan. Þann sem við teljum öflugasta leiðtogann. Og út frá reynslu minni af leiðtogum er mitt val Halla Tómasdóttir. Ástæðan er sú að bestu leiðtogarnir búa yfir eftirfarandi eiginleikum: Þeir brenna svo fyrir baráttumálum sínum, að þeirra eigin egó víkur til hliðar. Þetta lýsir sér til dæmis þannig að þrátt fyrir eigið óöryggi og mögulegar efasemdar raddir um eigið ágæti, finna þeir sig tilknúna að taka til máls og berjast fyrir sínum málstað. Þetta lýsir sér líka í því að þeir hafa hugrekkið til að vera ósammála öðrum, eða til að veita skýr svör við erfiðum spurningum (fara ekki undan í flæmingi). Og þetta lýsir sér líka í því að þeir brenna svo fyrir sínum málstað að fölskvalaus ástríða þeirra kveikir í öðrum. Það er ekki að ástæðulausu að Halla Tómasdóttir var talin sigurvegari kappræðnanna í sjónvarpinu. Þar gátu íslendingar séð alla þessa kosti skýrt og greinilega (horfið endilega á þessar kappræður ef þið hafið ekki séð þær). Ef við skoðum aðeins sögu Höllu, þá er hún píparadóttir úr Kópavoginum, úr fjölskyldu sem átti á köflum við fjárhagslegt óöryggi að stríða. Rétt rúmlega tvítug fer hún þó brött til Bandaríkjanna í nám, nær frábærum árangri og heillar bæði kennara og vinnuveitendur. Ferill hennar hefur síðan þá verið ótrúlega farsæll og þó að við íslendingar höfum ekki borið gæfu til að velja hana sem forseta árið 2016, hafa aðrir erlendis komið auga á hennar óvéfengjanlegu leiðtogahæfileika. Til dæmis var hún valin til að tala á aðalsviði TED.COM, sem er mikill heiður. Þar stóð hún sig svo vel að henni var boðið aftur og aftur. Það er nánast einsdæmi. Eins sáu áhrifamiklir aðilar, sem vildu bæta heiminn, réttu hæfileikana í henni og báðu hana um að verða forstjóra The B Team. Því starfi hefur Halla gegnt í 6 ár og brennur fyrir því að sannfæra bæði stjórnmálamenn og ráðamenn í atvinnulífinu um að breyta hugarfarinu á bak við rekstur fyrirtækja með þeim hætti að hagnaðarsjónarmið sé ekki allsráðandi. Hún berst fyrir nýrri skilgreiningu á langtíma velgengni fyrirtækja þar sem allir hagaðilar fái að njóta. Fyrir mér er það einmitt sú ástríða sem ég vil sjá í forseta landsins. Í samtölum mínum við Höllu Tómasar hef ég sannfærst um að við íslendingar þurfum á hennar leiðtogahæfileikum að halda. Hún mun ekki hygla ákveðnum stjórnálaflokkum eða stefnum. Sannfæring hennar leyfir ekki slíka meðvirkni og í stað þess mun hennar innri áttaviti krefjast þess að hún styðji eingöngu við það sem er rétt fyrir íslensku þjóðina. Ég veit að Halla mun verja langtíma hag okkar íslendinga og vera skær og öflug rödd okkar litla lands í stórum heimi. Hún er leiðtogi sem allir kjósendur ættu að kynna sér vel því hún hefur nú þegar augu og eyru áhrifafólks um allan heim. Ég persónulega er viss í minni sök. Ég er stoltur af því að velja Höllu Tómasar sem minn forseta. Höfundur þessarar greinar hefur í rúm 20 ár starfað sem stjórnendaþjálfari fyrir mörg af stærstu fyritækjum heims, stofnanir og samtök, í á fjórða tug landa í 5 heimsálfum. Árið 2022 gaf hann út metsölubókina Beyond Ego – The Inner Compass of Conscious Leadership.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar