Forsetakosningar: Menningarlegt forræði fjórða valdsins Meyvant Þórólfsson skrifar 28. maí 2024 11:15 Með orðræðugreiningu leitast menn við að greina undirliggjandi merkingu texta og myndmáls. Edward W. Said beitti henni til dæmis við að varpa ljósi á svokallað menningarlegt forræði og hvernig aldagömul menning Austurlanda var túlkuð út frá vestrænum viðmiðum. Í gegnum menningarlegt forræði nýtir sá er valdið hefur (rétttrúnaðarelítan) stöðu sína til að laga hlutina að eigin normum og gildum. Rannsóknir Said náðu til stórs samhengis, en greining orðræðu á ekki síður við um þröngt samhengi og birtingarmyndirnar geta verið ólíkar. Greiningin snýst þó alltaf um að rannsaka texta, myndmál, hugleiðingar, samtöl eða spjall og glöggrýna þannig hina undirliggjandi merkingu og boðskap orðræðunnar. Hún nær jafnt til þess sem rætt er og þess sem ekki er rætt. Hún á m.ö.o. líka við um það sem er sniðgengið og fær jafnvel vísvitandi ekki rými í orðræðunni, þrátt fyrir að eiga þar heima. Margt í orðræðu fjölmiðla í aðdraganda forsetakosninga 2024 væri verðugt að greina í slíku ljósi. Viðhorfsmótun fyrirtækja sem gefa sig út fyrir að framkvæma hlutlausar skoðanakannanir og fleiri aðilar eru þar ekki undanskildir. Sprengisandur Hálftíma spjall á Sprengisandi sunnudaginn 26. maí um forsetaframbjóðendur væri verðugt verkefni í orðræðugreiningu fyrir manneskju er hefði til þess kunnáttu, þekkingu og þolinmæði. Viðmælendur ræddu vítt og breitt um alla frambjóðendur nema einn. Fjallað var í góðlátlegu gríni um „2% fólkið“, sem ferðaðist um landið eins og uppistandshópur og skemmti sér saman. Ein úr þeim hópi fékk lof fyrir að mæta til dyranna eins og hún væri „klædd“ í þess orðs merkingu og einn viðmælenda sagðist kunna lagið sem frægi grínistinn í hópnum hefði nýlega gefið út. Orðaflaumurinn var drjúgur og allt bar að sama brunni. Einn frambjóðandi fékk langmest rými og jákvæðustu umræðuna, þ.e. fyrrverandi forsætisráðherra; Höllurnar fengu líka nokkuð uppbyggilega athygli. En frambjóðandann Arnar Þór Jónsson nefndu gestir Srengisands þennan morgun aldrei á nafn - það er mikilvæg niðurstaða orðræðugreiningar þegar menn eða málefni eru sniðgengin. Vekja má athygli á að fagleg vinnubrögð við orðræðugreiningu fela það líka í sér að skoða allt samhengið hlutlaust, einnig bakgrunn og aðstæður þeirra sem tjá sig og þeirra sem um er rætt eða ekki rætt, allt sem kann að skýra samhengi orðræðunnar. Pólitísk fyrri orðræða og skrif gestanna skýra til dæmis ýmislegt, sbr. fyrri skrif Viktors Orra Valgarðssonar, sem var meðal þriggja viðmælenda. Pistill Kolbrúnar Fjórða valdið er lúmskt og birtist okkur þar sem minnst varir. Kolbrún Bergþórsdóttir kom þannig á óvart í óhönduglegum sunnudagspistli Mbl. 26. maí sl. Þar lagði hún sig fram um að bæta enn við þann óverðskuldaða óhróður sem hefur dunið á Arnari Þór Jónssyni úr ýmsum áttum. Það er engu líkara en í gangi séu samantekin ráð um að gera Arnar Þór útlægan af einhverjum ástæðum. Kolbrún er reyndar meðal þeirra síðustu sem undirritaður tryði til að taka þátt í svo krakkalegri hjarðhegðun. Eftirfarandi fullyrðing Kolbrúnar var ómakleg, í raun aðför að mannorði Arnars: "Það er engin hóphugsun í hans heila". Grundvallarbaráttumál Arnars eru lýðræði, mannréttindi og almannaheill. Eru það merki um skort á hóphugsun? Að styðja þá svívirðingu að líkja frambjóðanda til forseta íslenska lýðveldisins við nazista er barnsleg og vottur um yfirborðskennda söguþekkingu. Það hefur lítið með eðlilegt málfrelsi og tjáningarfrelsi að gera. Og það kemur því ekkert við hvort Kolbrúnu eða öðrum þyki Halldór Baldursson dásamlegur skopteiknari með snjalla sýn, eins og hún komst að orði. RÚV „Vikan“ Sá eða sú sem treystir sér til að orðræðugreina innihald RÚV og varpa þannig ljósi á menningarlegt forræði ríkismiðilsins ætti skilið að fá fálkaorðu, jafnvel fleiri en eina. Þó ekki væri nema bara fyrir að greina fyndnu föstudagsþættina sem ganga undir nafninu „Vikan“. Þar hefur a.m.k. tvívegis verið vegið að málstað Arnars Þórs með óverðskulduðu spotti og háðsglósum undir áheyrn og áhorfi þriðjungs íslensku þjóðarinnar, þ.e. 19. janúar og 22. mars; í raun dauðadómur yfir gengi Arnars sem forsetaframbjóðanda. Meðal flissgesta í föstudagssófanum seinna kvöldið voru tveir væntanlegir forsetaframbjóðendur, þau Jón Gnarr og Halla Hrund Logadóttir. Í ofanálag er ekki annað að sjá en fréttamenn og álitsgjafar RÚV hafi lagt sín lóð á vogarskálarnar í eineltinu gegn Arnari. Undur orðræðugreiningar Orðræðugreining á sér margar skemmtilegar birtingarmyndir. Hún getur m.a.s. snert málfræði og hljóðfræði á athygisverðan hátt. Hljóðið fyrir bókstafinn „h“ heyrist jafnan ekki í frönsku ef það er fremsti stafur í orði og íslenska dl-hljóðið þekkist þar ekki heldur þegar tvö „l“ mætast. Ef önnur Hallan verður forseti og heimsækir Frakkland þá þurfa Frakkar að bera skírnarnafn forseta Íslands fram án „H“ og án dl-hljóðsins … Allah, sem þýðir guð á arabísku. Höfundur er háskólakennari á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Með orðræðugreiningu leitast menn við að greina undirliggjandi merkingu texta og myndmáls. Edward W. Said beitti henni til dæmis við að varpa ljósi á svokallað menningarlegt forræði og hvernig aldagömul menning Austurlanda var túlkuð út frá vestrænum viðmiðum. Í gegnum menningarlegt forræði nýtir sá er valdið hefur (rétttrúnaðarelítan) stöðu sína til að laga hlutina að eigin normum og gildum. Rannsóknir Said náðu til stórs samhengis, en greining orðræðu á ekki síður við um þröngt samhengi og birtingarmyndirnar geta verið ólíkar. Greiningin snýst þó alltaf um að rannsaka texta, myndmál, hugleiðingar, samtöl eða spjall og glöggrýna þannig hina undirliggjandi merkingu og boðskap orðræðunnar. Hún nær jafnt til þess sem rætt er og þess sem ekki er rætt. Hún á m.ö.o. líka við um það sem er sniðgengið og fær jafnvel vísvitandi ekki rými í orðræðunni, þrátt fyrir að eiga þar heima. Margt í orðræðu fjölmiðla í aðdraganda forsetakosninga 2024 væri verðugt að greina í slíku ljósi. Viðhorfsmótun fyrirtækja sem gefa sig út fyrir að framkvæma hlutlausar skoðanakannanir og fleiri aðilar eru þar ekki undanskildir. Sprengisandur Hálftíma spjall á Sprengisandi sunnudaginn 26. maí um forsetaframbjóðendur væri verðugt verkefni í orðræðugreiningu fyrir manneskju er hefði til þess kunnáttu, þekkingu og þolinmæði. Viðmælendur ræddu vítt og breitt um alla frambjóðendur nema einn. Fjallað var í góðlátlegu gríni um „2% fólkið“, sem ferðaðist um landið eins og uppistandshópur og skemmti sér saman. Ein úr þeim hópi fékk lof fyrir að mæta til dyranna eins og hún væri „klædd“ í þess orðs merkingu og einn viðmælenda sagðist kunna lagið sem frægi grínistinn í hópnum hefði nýlega gefið út. Orðaflaumurinn var drjúgur og allt bar að sama brunni. Einn frambjóðandi fékk langmest rými og jákvæðustu umræðuna, þ.e. fyrrverandi forsætisráðherra; Höllurnar fengu líka nokkuð uppbyggilega athygli. En frambjóðandann Arnar Þór Jónsson nefndu gestir Srengisands þennan morgun aldrei á nafn - það er mikilvæg niðurstaða orðræðugreiningar þegar menn eða málefni eru sniðgengin. Vekja má athygli á að fagleg vinnubrögð við orðræðugreiningu fela það líka í sér að skoða allt samhengið hlutlaust, einnig bakgrunn og aðstæður þeirra sem tjá sig og þeirra sem um er rætt eða ekki rætt, allt sem kann að skýra samhengi orðræðunnar. Pólitísk fyrri orðræða og skrif gestanna skýra til dæmis ýmislegt, sbr. fyrri skrif Viktors Orra Valgarðssonar, sem var meðal þriggja viðmælenda. Pistill Kolbrúnar Fjórða valdið er lúmskt og birtist okkur þar sem minnst varir. Kolbrún Bergþórsdóttir kom þannig á óvart í óhönduglegum sunnudagspistli Mbl. 26. maí sl. Þar lagði hún sig fram um að bæta enn við þann óverðskuldaða óhróður sem hefur dunið á Arnari Þór Jónssyni úr ýmsum áttum. Það er engu líkara en í gangi séu samantekin ráð um að gera Arnar Þór útlægan af einhverjum ástæðum. Kolbrún er reyndar meðal þeirra síðustu sem undirritaður tryði til að taka þátt í svo krakkalegri hjarðhegðun. Eftirfarandi fullyrðing Kolbrúnar var ómakleg, í raun aðför að mannorði Arnars: "Það er engin hóphugsun í hans heila". Grundvallarbaráttumál Arnars eru lýðræði, mannréttindi og almannaheill. Eru það merki um skort á hóphugsun? Að styðja þá svívirðingu að líkja frambjóðanda til forseta íslenska lýðveldisins við nazista er barnsleg og vottur um yfirborðskennda söguþekkingu. Það hefur lítið með eðlilegt málfrelsi og tjáningarfrelsi að gera. Og það kemur því ekkert við hvort Kolbrúnu eða öðrum þyki Halldór Baldursson dásamlegur skopteiknari með snjalla sýn, eins og hún komst að orði. RÚV „Vikan“ Sá eða sú sem treystir sér til að orðræðugreina innihald RÚV og varpa þannig ljósi á menningarlegt forræði ríkismiðilsins ætti skilið að fá fálkaorðu, jafnvel fleiri en eina. Þó ekki væri nema bara fyrir að greina fyndnu föstudagsþættina sem ganga undir nafninu „Vikan“. Þar hefur a.m.k. tvívegis verið vegið að málstað Arnars Þórs með óverðskulduðu spotti og háðsglósum undir áheyrn og áhorfi þriðjungs íslensku þjóðarinnar, þ.e. 19. janúar og 22. mars; í raun dauðadómur yfir gengi Arnars sem forsetaframbjóðanda. Meðal flissgesta í föstudagssófanum seinna kvöldið voru tveir væntanlegir forsetaframbjóðendur, þau Jón Gnarr og Halla Hrund Logadóttir. Í ofanálag er ekki annað að sjá en fréttamenn og álitsgjafar RÚV hafi lagt sín lóð á vogarskálarnar í eineltinu gegn Arnari. Undur orðræðugreiningar Orðræðugreining á sér margar skemmtilegar birtingarmyndir. Hún getur m.a.s. snert málfræði og hljóðfræði á athygisverðan hátt. Hljóðið fyrir bókstafinn „h“ heyrist jafnan ekki í frönsku ef það er fremsti stafur í orði og íslenska dl-hljóðið þekkist þar ekki heldur þegar tvö „l“ mætast. Ef önnur Hallan verður forseti og heimsækir Frakkland þá þurfa Frakkar að bera skírnarnafn forseta Íslands fram án „H“ og án dl-hljóðsins … Allah, sem þýðir guð á arabísku. Höfundur er háskólakennari á eftirlaunum.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun