Halla Tómasdóttir lætur verkin tala Sigurborg Arnarsdóttir skrifar 28. maí 2024 11:30 Á lokaspretti kosningabaráttunnar, sem virðist ætla að verða ein sú mest spennandi í manna minnum, þá vil ég vekja athygli á þeim frábæru kostum sem vinkona mín, Halla Tómasdóttir, hefur til að bera. Halla hefur unnið fyrir því sem hún á og komist áfram á eigin verðleikum. Að sama skapi hefur árangur hennar í kosningabaráttunni ekki komið fyrirhafnarlaust. Með elju og endalausri jákvæðni hefur hún náð að sýna þjóðinni hvaða mann hún hefur að geyma og hversu öflugur leiðtogi hún er. Halla hefur skýra sýn á það hvernig hún vill nýta embætti forseta Íslands til þess að vekja athygli á mikilvægum málum. Henni hefur nú þegar tekist það í þessari kosningabaráttu, og hafa málefni sem hún brennur fyrir eins og kynslóðajafnrétti og andleg heilsa ungmenna fengið aukna athygli umræðunni. Það forstjórastarf sem hún tók að sér hjá B-team snýst m.a. um að breyta hugarfari og starfsháttum í viðskiptaheiminum í átt til ábyrgðar, sjálfbærni, og jafnréttis, með því að hvetja viðskiptalífið til að axla ábyrgð á áhrifum sínum á umhverfið og samfélagið og ganga ekki á auðlindir á kostnað næstu kynslóða. Halla talar ekki bara um hlutina, heldur lætur verkin tala og í vinnu sinni í tengslum við umhverfismál hefur hún vakið heimsathygli og m.a. verið útnefnd af Reuters sem ein af þeim 20 konum sem skara framúr í loftslags- og umhverfismálum á heimsvísu. Halla situr einnig í ráðgjafaráði TIME varðandi loftslagsmál, sem staðfestir þá virðingu sem hún nýtur á alþjóðvettvangi í tengslum við umhverfis- og loftslagsmál. Við verðum alltaf stolt af henni þegar hún kemur fram á alþjóða vettvangi og þá ekki síður hér innalands. Eins og frú Vigdís Finnbogadóttir hefur verið Höllu fyrirmynd frá því hún var kjörin 1980, mun Halla vísa nýjum kynslóðum veginn sem forseti Íslands. Í kosningabaráttunni hefur Halla Tómasdóttir notið stuðnings síns frábæra maka, Björns Skúlasonar. Þau eru einstaklega samhent og kraftmikil hjón sem hafa notið þess í hvívetna að ferðast um landið og hitta þjóðina. Halla Tómasdóttir er hlý kona, réttsýn og lausnamiðuð. Hún er frumkvöðull og framkvæmdamanneskja í senn, hefur nýtt sín tækifæri vel og jafnframt verið einstaklega hvetjandi fyrir alla í kringum sig, unga jafnt sem aldna. Betri forseta get ég ekki ímyndað mér. Kjósum Höllu Tómasdóttur til embættis forseta Íslands laugardaginn 1. júní. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Á lokaspretti kosningabaráttunnar, sem virðist ætla að verða ein sú mest spennandi í manna minnum, þá vil ég vekja athygli á þeim frábæru kostum sem vinkona mín, Halla Tómasdóttir, hefur til að bera. Halla hefur unnið fyrir því sem hún á og komist áfram á eigin verðleikum. Að sama skapi hefur árangur hennar í kosningabaráttunni ekki komið fyrirhafnarlaust. Með elju og endalausri jákvæðni hefur hún náð að sýna þjóðinni hvaða mann hún hefur að geyma og hversu öflugur leiðtogi hún er. Halla hefur skýra sýn á það hvernig hún vill nýta embætti forseta Íslands til þess að vekja athygli á mikilvægum málum. Henni hefur nú þegar tekist það í þessari kosningabaráttu, og hafa málefni sem hún brennur fyrir eins og kynslóðajafnrétti og andleg heilsa ungmenna fengið aukna athygli umræðunni. Það forstjórastarf sem hún tók að sér hjá B-team snýst m.a. um að breyta hugarfari og starfsháttum í viðskiptaheiminum í átt til ábyrgðar, sjálfbærni, og jafnréttis, með því að hvetja viðskiptalífið til að axla ábyrgð á áhrifum sínum á umhverfið og samfélagið og ganga ekki á auðlindir á kostnað næstu kynslóða. Halla talar ekki bara um hlutina, heldur lætur verkin tala og í vinnu sinni í tengslum við umhverfismál hefur hún vakið heimsathygli og m.a. verið útnefnd af Reuters sem ein af þeim 20 konum sem skara framúr í loftslags- og umhverfismálum á heimsvísu. Halla situr einnig í ráðgjafaráði TIME varðandi loftslagsmál, sem staðfestir þá virðingu sem hún nýtur á alþjóðvettvangi í tengslum við umhverfis- og loftslagsmál. Við verðum alltaf stolt af henni þegar hún kemur fram á alþjóða vettvangi og þá ekki síður hér innalands. Eins og frú Vigdís Finnbogadóttir hefur verið Höllu fyrirmynd frá því hún var kjörin 1980, mun Halla vísa nýjum kynslóðum veginn sem forseti Íslands. Í kosningabaráttunni hefur Halla Tómasdóttir notið stuðnings síns frábæra maka, Björns Skúlasonar. Þau eru einstaklega samhent og kraftmikil hjón sem hafa notið þess í hvívetna að ferðast um landið og hitta þjóðina. Halla Tómasdóttir er hlý kona, réttsýn og lausnamiðuð. Hún er frumkvöðull og framkvæmdamanneskja í senn, hefur nýtt sín tækifæri vel og jafnframt verið einstaklega hvetjandi fyrir alla í kringum sig, unga jafnt sem aldna. Betri forseta get ég ekki ímyndað mér. Kjósum Höllu Tómasdóttur til embættis forseta Íslands laugardaginn 1. júní. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar