Halla Tómasdóttir og Sólskinsdrengurinn Margrét Dagmar Ericsdóttir skrifar 28. maí 2024 13:15 Það eru svo margar ástæður fyrir því að ég kýs Höllu Tómasdóttur og við fjölskyldan öll. Ein sú helsta er einhverfi og fatlaði gullmolinn okkar, Þorkell Skúli Þorsteinsson, sem þjóðin kannski þekkir betur sem Sólskinsdrenginn. Þegar við ákváðum að gera Sólskinsdrenginn, heimildarmynd um einhverfu, voru margir sem hlupu undir bagga og hjálpuðu til. Halla Tómasdóttir var ein af þeim, en hún var ein megin driffjöðrin í að hjálpa okkur að gera myndina að veruleika. Þegar um jaðarhópa er að ræða og þá sérstaklega fatlaða, hefur fólk yfir höfuð ekki mikinn áhuga eða nennu að setja sig inn í hlutina. Sér í lagi ekki ef þú tengist manneskjunni ekki neitt eins og var í mínu tilfelli sem móður Kela og Höllu Tómasdóttir. En það stoppaði ekki Höllu Tómasdóttur, því Halla T er allra. Hún er bara nákvæmlega eins og hún kemur til dyranna, brosandi, einlæg og góð og strax reiðubúin til að hjálpa. Þú þarft hugrekki, dug og kjark til að hjálpa þeim sem minna mega sín í samfélaginu og þar hefur Halla Tómasdóttir af nógu að taka. Hún er reiðubúin að hjálpa og leiðbeina fólki eins og mér, til að geta klárað þetta brýna samfélagsverkefni sem heimildarmyndin um einhverfu var og er. Hún tók mér opnum örmum og peppaði mig áfram, en á þeim tíma höfðu ekki margir trú á þessu verkefni. Halla Tómasdóttir tengdi mig við réttu aðilana og að byggja rétta tengslanetið fyrir gerð myndarinnar. Það var undursamlegt og fallegt hversu mikinn áhuga hún hafði á mínum mikið fatlaða syni og hans vegferð. Viðmót hennar og hjálpsemi kom mér allavegana verulega á óvart og ekki eitthvað sem ég var vön. Ef að Halla Tómasdóttir hefði ekki lagt þessu verkefni og vegferð lið þá er ég hrædd um að heimildarmyndin Sólskinsdrenginn, hefði aldrei verið gerð. Því vil ég þakka þér Halla Tómasdóttir fyrir að hafa þetta hugrekki, þennan kjark og einurð til að láta Sólskinsdrenginn verða að veruleika. Takk fyrir okkur Halla Tómasdóttir. Að okkar mati hefur þú allt að bera til að verða frábær forseti Íslands. Höfundur er móðir Sólskinsdrengsins og skrifar fyrir hönd fjölskyldu hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það eru svo margar ástæður fyrir því að ég kýs Höllu Tómasdóttur og við fjölskyldan öll. Ein sú helsta er einhverfi og fatlaði gullmolinn okkar, Þorkell Skúli Þorsteinsson, sem þjóðin kannski þekkir betur sem Sólskinsdrenginn. Þegar við ákváðum að gera Sólskinsdrenginn, heimildarmynd um einhverfu, voru margir sem hlupu undir bagga og hjálpuðu til. Halla Tómasdóttir var ein af þeim, en hún var ein megin driffjöðrin í að hjálpa okkur að gera myndina að veruleika. Þegar um jaðarhópa er að ræða og þá sérstaklega fatlaða, hefur fólk yfir höfuð ekki mikinn áhuga eða nennu að setja sig inn í hlutina. Sér í lagi ekki ef þú tengist manneskjunni ekki neitt eins og var í mínu tilfelli sem móður Kela og Höllu Tómasdóttir. En það stoppaði ekki Höllu Tómasdóttur, því Halla T er allra. Hún er bara nákvæmlega eins og hún kemur til dyranna, brosandi, einlæg og góð og strax reiðubúin til að hjálpa. Þú þarft hugrekki, dug og kjark til að hjálpa þeim sem minna mega sín í samfélaginu og þar hefur Halla Tómasdóttir af nógu að taka. Hún er reiðubúin að hjálpa og leiðbeina fólki eins og mér, til að geta klárað þetta brýna samfélagsverkefni sem heimildarmyndin um einhverfu var og er. Hún tók mér opnum örmum og peppaði mig áfram, en á þeim tíma höfðu ekki margir trú á þessu verkefni. Halla Tómasdóttir tengdi mig við réttu aðilana og að byggja rétta tengslanetið fyrir gerð myndarinnar. Það var undursamlegt og fallegt hversu mikinn áhuga hún hafði á mínum mikið fatlaða syni og hans vegferð. Viðmót hennar og hjálpsemi kom mér allavegana verulega á óvart og ekki eitthvað sem ég var vön. Ef að Halla Tómasdóttir hefði ekki lagt þessu verkefni og vegferð lið þá er ég hrædd um að heimildarmyndin Sólskinsdrenginn, hefði aldrei verið gerð. Því vil ég þakka þér Halla Tómasdóttir fyrir að hafa þetta hugrekki, þennan kjark og einurð til að láta Sólskinsdrenginn verða að veruleika. Takk fyrir okkur Halla Tómasdóttir. Að okkar mati hefur þú allt að bera til að verða frábær forseti Íslands. Höfundur er móðir Sólskinsdrengsins og skrifar fyrir hönd fjölskyldu hans.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar