Baldur er leiðtogi og mannasættir Karl Ágúst Ipsen skrifar 28. maí 2024 14:16 Það er margt sem ber að huga að þegar velja skal fólk til leiðtogastarfa. Viðkomandi þarf að hafa persónutöfra sem hrífur fólk með sér til góðra verka. Hann þarf að vera mannasættir, geta leitt saman ólíka hópa til sameiginlegrar niðurstöðu sem öll geta verið sátt við og hann þarf að vera fróður um verkefnin. Baldur hefur sýnt alla þessa eiginleika í lífi og starfi. Þegar réttindabarátta samkynhneigðra innan Háskóla Íslands var rétt að líta dagsins sá hópur ungs fólks, nemenda við skólann að það þyrfti að vera til vettvangur fyrir hinsegin fólk til að berjast fyrir réttindum sínum. Frumkvæðið að stofnun félags hinsegin fólks við Háskóla Íslands kom þó ekki frá nemendunum sjálfum heldur frá Baldri Þórhallssyni, kennara þeirra. Baldur sá að til þess að rétta hlut nemendanna þyrfti sterkan samstöðuvettvang, en líka stað fyrir fólk að kynnast og koma saman á eigin forsendum. Þannig hreif Baldur nemendur með sér og leiddi þá saman til þess að stofna þetta frábæra félag sem enn í dag lifir. Q félag hinsegin stúdenta er öflugt félag og mikilvægi þess hefur síst minnkað. Það var Baldur sem var fenginn til þess af hálfu Þjóðkirkjunnar að sætta kirkjuna og hinsegin fólk eftir áralöng særindi í kjölfar framkomu og jaðarsetningu kirkjunnar gagnvart hinsegin fólki. Baldur tók þetta erfiða verkefni að sér og nú ríkir mun meiri sátt á milli þessara ólíku hópa en áður þekktist. Baldur er maður sátta og hann kann öðrum betur að leiða fólk saman. Baldur er fremstur fræðimanna á sviði smáríkja og sem slíkur stofnaði hann Rannsóknasetur um smáríki. Til marks um yfirgripsmikla þekkingu Baldurs var hann kallaður til ráðgjafar af skoskum stjórnvöld sem um langt árabil hafa stefnt að sjálfstæði. Baldur er einnig fjölfróður um embætti forseta Íslands sem stjórnmálafræðingur og hefur ítrekað verið kallaður til útskýringa á málefnum þess í fjölmiðlum og víðar. Það er leitun að manni með meiri þekkingu á verkefnum og eðli embættisins og hlutverki Íslands sem smáþjóðar á meðal þjóða. Það er ekki algengt að þjóðir hafi val um að leiða mann til forystu sem er slíkum afburðakostum gæddur. Það hefur íslenska þjóðin núna, það er mikilvægt að við látum ekki það happ úr hendi sleppa. Kjósum Baldur Þórhallsson þann 1. júní.Höfundur er kjósandi í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er margt sem ber að huga að þegar velja skal fólk til leiðtogastarfa. Viðkomandi þarf að hafa persónutöfra sem hrífur fólk með sér til góðra verka. Hann þarf að vera mannasættir, geta leitt saman ólíka hópa til sameiginlegrar niðurstöðu sem öll geta verið sátt við og hann þarf að vera fróður um verkefnin. Baldur hefur sýnt alla þessa eiginleika í lífi og starfi. Þegar réttindabarátta samkynhneigðra innan Háskóla Íslands var rétt að líta dagsins sá hópur ungs fólks, nemenda við skólann að það þyrfti að vera til vettvangur fyrir hinsegin fólk til að berjast fyrir réttindum sínum. Frumkvæðið að stofnun félags hinsegin fólks við Háskóla Íslands kom þó ekki frá nemendunum sjálfum heldur frá Baldri Þórhallssyni, kennara þeirra. Baldur sá að til þess að rétta hlut nemendanna þyrfti sterkan samstöðuvettvang, en líka stað fyrir fólk að kynnast og koma saman á eigin forsendum. Þannig hreif Baldur nemendur með sér og leiddi þá saman til þess að stofna þetta frábæra félag sem enn í dag lifir. Q félag hinsegin stúdenta er öflugt félag og mikilvægi þess hefur síst minnkað. Það var Baldur sem var fenginn til þess af hálfu Þjóðkirkjunnar að sætta kirkjuna og hinsegin fólk eftir áralöng særindi í kjölfar framkomu og jaðarsetningu kirkjunnar gagnvart hinsegin fólki. Baldur tók þetta erfiða verkefni að sér og nú ríkir mun meiri sátt á milli þessara ólíku hópa en áður þekktist. Baldur er maður sátta og hann kann öðrum betur að leiða fólk saman. Baldur er fremstur fræðimanna á sviði smáríkja og sem slíkur stofnaði hann Rannsóknasetur um smáríki. Til marks um yfirgripsmikla þekkingu Baldurs var hann kallaður til ráðgjafar af skoskum stjórnvöld sem um langt árabil hafa stefnt að sjálfstæði. Baldur er einnig fjölfróður um embætti forseta Íslands sem stjórnmálafræðingur og hefur ítrekað verið kallaður til útskýringa á málefnum þess í fjölmiðlum og víðar. Það er leitun að manni með meiri þekkingu á verkefnum og eðli embættisins og hlutverki Íslands sem smáþjóðar á meðal þjóða. Það er ekki algengt að þjóðir hafi val um að leiða mann til forystu sem er slíkum afburðakostum gæddur. Það hefur íslenska þjóðin núna, það er mikilvægt að við látum ekki það happ úr hendi sleppa. Kjósum Baldur Þórhallsson þann 1. júní.Höfundur er kjósandi í Reykjavík.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar