Red Bull ryður sér til rúms í enska boltanum Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. maí 2024 15:45 Treyja Leeds United mun bera merki Red Bull á næsta tímabili. Getty/Visionhaus Orkudrykkjaframleiðandinn Red Bull hefur gengið frá minnihlutakaupum í enska knattspyrnufélaginu Leeds United. Nafn og einkennismerki félagsins mun þó haldast óbreytt. Leeds er í eigu 49ers Enterprises, dótturfélags San Francisco 49ers sem leikur í NFL deildinni. Milljarðamæringurinn Denise DeBartolo York er eigandi og forstjóri félaganna. Hún hefur sótt stuðning frá mörgum stjörnum vestanhafs í formi fjárfestinga, auglýsinga og umtals. Will Ferrell, Russell Crowe, Jordan Spieth og Michael Phelps hafa undanfarin ár keypt hlut í Leeds og gerst opinberir stuðnings- og talsmenn félagsins. Red Bull hefur nú keypt sig inn í félagið en þetta er í fyrsta sinn sem orkudrykkjaframleiðandinn fjárfestir í ensku félagi. Utan fótboltans hefur Red Bull einnig verið stórtækt í fjárfestinum, mikið í jaðaríþróttum en þekktasta dæmið er líklega Formúlu 1 kappaksturslið þeirra, sem er ríkjandi heimsmeistari í bílasmíðum og hefur undir stýri heimsmeistarann Max Verstappen. Fyrir á Red Bull nokkur félög í New York, Bragantino, Salzburg og Leipzig. Fyrst nefndu félögin þrjú heita eftir fyrirtækinu; Red Bull New York, Red Bull Bragantino og Red Bull Salzburg, Leipzig gerir það á óbeinan hátt og ber nafnið RB Leipzig til að hlýða regluverki þýsku úrvalsdeildarinnar sem leyfir félögum ekki að heita eftir fyrirtækjum. Leeds mun ekki fylgja þeim eftir í því og mun áfram bera heitið Leeds United. Red Bull mun hins vegar vera aðal samstarfsaðili þeirra í auglýsingum, sem verða settar framan á búninginn, og skaffa liðinu ógrynni af orkudrykkjum og varningi tengdum Red Bull sem leikmenn munu láta sjá sig með á fjölmiðlaviðburðum. „Markmiðið er að koma Leeds aftur í ensku úrvalsdeildina og festa félagið í sessi í fremstu fótboltadeild heims. Við hlökkum til samstarfsins og erum jákvæð og orkumikil fyrir framtíðinni,“ segir Oliver Mintzlaff forstjóri Red Bull. Enski boltinn Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Sjá meira
Leeds er í eigu 49ers Enterprises, dótturfélags San Francisco 49ers sem leikur í NFL deildinni. Milljarðamæringurinn Denise DeBartolo York er eigandi og forstjóri félaganna. Hún hefur sótt stuðning frá mörgum stjörnum vestanhafs í formi fjárfestinga, auglýsinga og umtals. Will Ferrell, Russell Crowe, Jordan Spieth og Michael Phelps hafa undanfarin ár keypt hlut í Leeds og gerst opinberir stuðnings- og talsmenn félagsins. Red Bull hefur nú keypt sig inn í félagið en þetta er í fyrsta sinn sem orkudrykkjaframleiðandinn fjárfestir í ensku félagi. Utan fótboltans hefur Red Bull einnig verið stórtækt í fjárfestinum, mikið í jaðaríþróttum en þekktasta dæmið er líklega Formúlu 1 kappaksturslið þeirra, sem er ríkjandi heimsmeistari í bílasmíðum og hefur undir stýri heimsmeistarann Max Verstappen. Fyrir á Red Bull nokkur félög í New York, Bragantino, Salzburg og Leipzig. Fyrst nefndu félögin þrjú heita eftir fyrirtækinu; Red Bull New York, Red Bull Bragantino og Red Bull Salzburg, Leipzig gerir það á óbeinan hátt og ber nafnið RB Leipzig til að hlýða regluverki þýsku úrvalsdeildarinnar sem leyfir félögum ekki að heita eftir fyrirtækjum. Leeds mun ekki fylgja þeim eftir í því og mun áfram bera heitið Leeds United. Red Bull mun hins vegar vera aðal samstarfsaðili þeirra í auglýsingum, sem verða settar framan á búninginn, og skaffa liðinu ógrynni af orkudrykkjum og varningi tengdum Red Bull sem leikmenn munu láta sjá sig með á fjölmiðlaviðburðum. „Markmiðið er að koma Leeds aftur í ensku úrvalsdeildina og festa félagið í sessi í fremstu fótboltadeild heims. Við hlökkum til samstarfsins og erum jákvæð og orkumikil fyrir framtíðinni,“ segir Oliver Mintzlaff forstjóri Red Bull.
Enski boltinn Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Sjá meira