Gildin sem sigldu forsetaembættinu í höfn Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar 2. júní 2024 21:02 Nýkjörnum forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur varð tíðrætt um gildi þjóðarinnar í kosningabaráttunni. Í kappræðum á RUV kvöldið fyrir kjördag var hún spurð eitthvað í þá veru hvort þessi hugtök væru ekki dálítið óljós og betri til brúks í viðskiptalífinu. Hugtakið gildi spilar stóran þátt í hugmyndafræði einnar helstu sálfræðistefnu sem notuð er í dag. Í hugmyndafræði ACT (Sáttar- og atferlismeðferð) er litið á gildi sem vörður að markmiðum. En hvað eru gildi og hvernig er best að nota þau? Gildi okkar endurspegla þá manneskju sem við viljum vera, þau vísa til þess hvernig við viljum koma fram við okkur sjálf, aðra og umhverfi okkar. Þegar við höfum fundið gildi okkar getum við notað þau sem innblástur, hvatningu og leiðsögn til að gera það sem gefur lífi okkar merkingu og gerir það gjöfulla. Dæmi um gildi eru heiðarleiki, hugrekki, umhyggja, þrautseigja, þolinmæði og kurteisi. Þessi gildi getum við síðan notað til að ná markmiðum okkar. Á meðan gildi vísar til einhvers sem við höfum í heiðri dags daglega er markmið eitthvað sem við viljum ná í framtíðinni. Dæmi um markmið getur verið að auka samveru með fjölskyldu og vinum, gifta sig, greiða niður húsnæðislánið, eða ná af sér nokkrum aukakílóum. Til að auka líkur á að þessi markmið náist er gott að nota gildin sem vörður. Hvaða gildi þarf ég til dæmis að hafa ef ég ætla að safna peningum í sjóð? Kannski ráðdeildarsemi og útsjónarsemi til að finna nýja tekjustofna. Ef ég stefni að því að gifta mig er gott að hafa gildið ástríki og umhyggjusemi að leiðarljósi en einnig hugrekki til að stíga út fyrir þægindarammann til að auka líkur á að kynnast heppilegum maka. Gildi getum við haft í heiðri án þess að markmiðið náist, en með gildin að leiðarljósi aukum við líkur á að ná markmiðum okkar. Gildi okkar eru síbreytileg, þannig getur kappsemi og dugnaður komið okkur langt, en ef við lendum í veikindum þurfum við að tileinka okkur umburðarlyndi gagnvart okkur sjálfum og þolinmæði. Eitt er víst, að til að ná markmiðum okkar þurfum við að fara út fyrir þægindarammann og takast á við úrtöluraddir hugans sem vara okkur við öllum þeim hættum sem við gætum lent í. Ef við snúum okkur aftur af nýjum forseta og hennar gildum þá hafði Halla hugrekki og þrautseigju til að bjóða sig fram til forseta, ekki bara í eitt skipti heldur í tvö. Í bók sinni, Hugrekki til að hafa áhrif, fjallar hún um upplifun sína af því að vera með eitt prósent fylgi í baráttunni um Bessastaði skömmu fyrir kosningar árið 2016. Þrátt fyrir að hafa tapað þeirri baráttu sótti hún í sig veðrið á lokametrunum og fékk næst flest atkvæði. Svipaða sögu er að segja nú, fylgi Höllu fór ekki að mælast af neinu ráði fyrr en á lokametrunum. Halla hefur talað af virðingu til þjóðarinnar og fullvíst að gildin hugrekki þrautseigja, kurteisi og virðing hafa siglt forsetaembættinu í höfn. Höfundur er sálfræðingur á Samkennd-Heilsusetri og Reykjalundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýkjörnum forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur varð tíðrætt um gildi þjóðarinnar í kosningabaráttunni. Í kappræðum á RUV kvöldið fyrir kjördag var hún spurð eitthvað í þá veru hvort þessi hugtök væru ekki dálítið óljós og betri til brúks í viðskiptalífinu. Hugtakið gildi spilar stóran þátt í hugmyndafræði einnar helstu sálfræðistefnu sem notuð er í dag. Í hugmyndafræði ACT (Sáttar- og atferlismeðferð) er litið á gildi sem vörður að markmiðum. En hvað eru gildi og hvernig er best að nota þau? Gildi okkar endurspegla þá manneskju sem við viljum vera, þau vísa til þess hvernig við viljum koma fram við okkur sjálf, aðra og umhverfi okkar. Þegar við höfum fundið gildi okkar getum við notað þau sem innblástur, hvatningu og leiðsögn til að gera það sem gefur lífi okkar merkingu og gerir það gjöfulla. Dæmi um gildi eru heiðarleiki, hugrekki, umhyggja, þrautseigja, þolinmæði og kurteisi. Þessi gildi getum við síðan notað til að ná markmiðum okkar. Á meðan gildi vísar til einhvers sem við höfum í heiðri dags daglega er markmið eitthvað sem við viljum ná í framtíðinni. Dæmi um markmið getur verið að auka samveru með fjölskyldu og vinum, gifta sig, greiða niður húsnæðislánið, eða ná af sér nokkrum aukakílóum. Til að auka líkur á að þessi markmið náist er gott að nota gildin sem vörður. Hvaða gildi þarf ég til dæmis að hafa ef ég ætla að safna peningum í sjóð? Kannski ráðdeildarsemi og útsjónarsemi til að finna nýja tekjustofna. Ef ég stefni að því að gifta mig er gott að hafa gildið ástríki og umhyggjusemi að leiðarljósi en einnig hugrekki til að stíga út fyrir þægindarammann til að auka líkur á að kynnast heppilegum maka. Gildi getum við haft í heiðri án þess að markmiðið náist, en með gildin að leiðarljósi aukum við líkur á að ná markmiðum okkar. Gildi okkar eru síbreytileg, þannig getur kappsemi og dugnaður komið okkur langt, en ef við lendum í veikindum þurfum við að tileinka okkur umburðarlyndi gagnvart okkur sjálfum og þolinmæði. Eitt er víst, að til að ná markmiðum okkar þurfum við að fara út fyrir þægindarammann og takast á við úrtöluraddir hugans sem vara okkur við öllum þeim hættum sem við gætum lent í. Ef við snúum okkur aftur af nýjum forseta og hennar gildum þá hafði Halla hugrekki og þrautseigju til að bjóða sig fram til forseta, ekki bara í eitt skipti heldur í tvö. Í bók sinni, Hugrekki til að hafa áhrif, fjallar hún um upplifun sína af því að vera með eitt prósent fylgi í baráttunni um Bessastaði skömmu fyrir kosningar árið 2016. Þrátt fyrir að hafa tapað þeirri baráttu sótti hún í sig veðrið á lokametrunum og fékk næst flest atkvæði. Svipaða sögu er að segja nú, fylgi Höllu fór ekki að mælast af neinu ráði fyrr en á lokametrunum. Halla hefur talað af virðingu til þjóðarinnar og fullvíst að gildin hugrekki þrautseigja, kurteisi og virðing hafa siglt forsetaembættinu í höfn. Höfundur er sálfræðingur á Samkennd-Heilsusetri og Reykjalundi.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun