Flokkur Mandela missir meirihluta í fyrsta skipti í þrjátíu ár Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2024 11:32 Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, þarf að leita á náð stjórnarandstöðuflokka ef Afríska þjóðarráðið ætlar að halda áfram í ríkisstjórn. AP/Emilio Morenatti Afríska þjóðarráðið (ANC), sem Nelson Mandela leiddi á sínum tíma, tapaði meirihluta sínum á þingi í fyrsta skipti frá lokum aðskilnaðarstefnunnar í þingkosningunum í Suður-Afríku. Flokkurinn gæti þó haldið áfram við stjórn í samsteypustjórn. Þegar talningu eftir kosningarnar sem fóru fram á miðvikudag lauk reyndist ANC hafa fengið fjörutíu prósent atkvæða. Tapaði flokkurinn nærri tuttugu prósentum og rúmlega sjötíu þingsætum frá því í síðustu kosningum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Cyril Ramaphosa, forseti, sagði úrslitin flokki sínum erfið en virtist boða viðræður um myndun samsteypustjórnar. Lýðræðisbandalagið (DA) sagðist opið fyrir viðræðum við Ramaphosa en miðhægri flokkurinn er þó andsnúinn nokkrum helstu stefnumálum ríkisstjórnarinnar, þar á meðal aðgerðum til þess að jafna stöðu svartra í landinu eftir aðskilnaðarstefnuna og opinberri heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. ANC segir að sér verði ekki kvikað frá þeim málum. Jacob Zuma, fyrrverandi forseti sem hrökklaðist frá völdum í skugga spillingarmála, stofnaði sinn eigin flokk fyrir kosningarnar. Sá flokkur segist tilbúinn að vinna með þjóðarráðinu en ekki á meðan Ramaphosa er leiðtogi þess. Ramaphosa tók við af Zuma sem leiðtogi ANC í hatrömmum átökum árið 2018. Suður-Afríka Tengdar fréttir Þingmeirihluti ANC í hættu í Suður-Afríku Þingkosningar hófust í morgun í Suður-Afríku í skólum, félagsmiðstöðum, samkomuhúsum og stórum tjöldum á opnum svæðum. Kosningarnar eru taldar afar mikilvægar en í húfi er meirihlutastjórn ANC flokksins sem hefur verið við völd allt frá því að aðskilnaðarstefna var lögð af fyrir um 30 árum. 29. maí 2024 08:29 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Sjá meira
Þegar talningu eftir kosningarnar sem fóru fram á miðvikudag lauk reyndist ANC hafa fengið fjörutíu prósent atkvæða. Tapaði flokkurinn nærri tuttugu prósentum og rúmlega sjötíu þingsætum frá því í síðustu kosningum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Cyril Ramaphosa, forseti, sagði úrslitin flokki sínum erfið en virtist boða viðræður um myndun samsteypustjórnar. Lýðræðisbandalagið (DA) sagðist opið fyrir viðræðum við Ramaphosa en miðhægri flokkurinn er þó andsnúinn nokkrum helstu stefnumálum ríkisstjórnarinnar, þar á meðal aðgerðum til þess að jafna stöðu svartra í landinu eftir aðskilnaðarstefnuna og opinberri heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. ANC segir að sér verði ekki kvikað frá þeim málum. Jacob Zuma, fyrrverandi forseti sem hrökklaðist frá völdum í skugga spillingarmála, stofnaði sinn eigin flokk fyrir kosningarnar. Sá flokkur segist tilbúinn að vinna með þjóðarráðinu en ekki á meðan Ramaphosa er leiðtogi þess. Ramaphosa tók við af Zuma sem leiðtogi ANC í hatrömmum átökum árið 2018.
Suður-Afríka Tengdar fréttir Þingmeirihluti ANC í hættu í Suður-Afríku Þingkosningar hófust í morgun í Suður-Afríku í skólum, félagsmiðstöðum, samkomuhúsum og stórum tjöldum á opnum svæðum. Kosningarnar eru taldar afar mikilvægar en í húfi er meirihlutastjórn ANC flokksins sem hefur verið við völd allt frá því að aðskilnaðarstefna var lögð af fyrir um 30 árum. 29. maí 2024 08:29 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Sjá meira
Þingmeirihluti ANC í hættu í Suður-Afríku Þingkosningar hófust í morgun í Suður-Afríku í skólum, félagsmiðstöðum, samkomuhúsum og stórum tjöldum á opnum svæðum. Kosningarnar eru taldar afar mikilvægar en í húfi er meirihlutastjórn ANC flokksins sem hefur verið við völd allt frá því að aðskilnaðarstefna var lögð af fyrir um 30 árum. 29. maí 2024 08:29