Hvað eigum við að kalla eiginmann forseta? Jón Þór Stefánsson skrifar 4. júní 2024 09:48 Björn Skúlason, verðandi forsetaherra eða forsetamaður eða bara eiginmaður forseta, ásamt eiginkonu sinni Höllu Tómasdóttur, verðandi forseta. Vísir/Vilhelm Nú þegar ljóst er orðið að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti lýðveldisins þá liggur líka fyrir að eiginmaður hennar, Björn Skúlason, verði fyrsti eiginmaður forseta Íslands. Íslendingar hafa löngum notað orðið forsetafrú yfir eiginkonu forseta, en hvað eigum við að kalla eiginmann forseta? Fréttastofa leitaði á náðir Eiríks Rögnvaldssonar, prófessors emerituss í íslenskri málfræði, varðandi þetta. „Þetta er náttúrulega alveg ný staða. Það er ekki við því að búast að það sé til neitt orð,“ segir Eiríkur. Hann bendir þó á að það hafi gerst á erlendri grundu að karlar séu eiginmenn forseta, en veit ekki til þess að neitt sérstakt orð hafi verið notað yfir þá. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus í íslenskum fræðumVísir/Arnar Ekki gangi að tala um forsetaherra og forsetamaður asnalegt „Ég held að það verði bara talað um eiginmann forseta eða forsetamaka eða eitthvað svoleiðis. Þó að herra og frú sé notað sem par þá gengur ekki að tala um forsetaherra,“ segir Eríkur. Orðið drottningarmaður hefur verið notað í íslensku yfir eiginmenn drottninga, þá sem eru ekki konungar. Heldur þú að forsetamaður sé eitthvað? Eða er það líka asnalegt? „Já mér finnst það, en öll ný orð hljóma asnalega. Það þarf bara að venjast þeim. Ef það er talað um forsetamann ætti þá að kalla Elizu Reid forsetakonu?“ spyr Eiríkur. „En eins og ég segi þá snýst þetta um hverju maður venst. Drottningarmaður, okkur finnst það allt í lagi því við erum vön því. Þannig ef einhver tæki upp á því að tala um forsetamann og það færi að breiðast út þá þætti okkur það í lagi eftir smá stund. Ég meina það er ekkert órökrétt. Það er ekkert rugl.“ Kannski þarf ekki eitt orð Eiríki líst ekki betur á neitt orð frekar en annað, og telur að framtíðin leiði í ljós hvað verði fyrir valinu. „Það þarf ekkert alltaf að hafa eitthvað eitt orð. Þó það geti oft komið sér vel.“ Hér fyrir neðan geta lesesndur Vísis sagt sína skoðun og valið þann kost sem þeim þykir bestur. Íslensk tunga Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Íslendingar hafa löngum notað orðið forsetafrú yfir eiginkonu forseta, en hvað eigum við að kalla eiginmann forseta? Fréttastofa leitaði á náðir Eiríks Rögnvaldssonar, prófessors emerituss í íslenskri málfræði, varðandi þetta. „Þetta er náttúrulega alveg ný staða. Það er ekki við því að búast að það sé til neitt orð,“ segir Eiríkur. Hann bendir þó á að það hafi gerst á erlendri grundu að karlar séu eiginmenn forseta, en veit ekki til þess að neitt sérstakt orð hafi verið notað yfir þá. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus í íslenskum fræðumVísir/Arnar Ekki gangi að tala um forsetaherra og forsetamaður asnalegt „Ég held að það verði bara talað um eiginmann forseta eða forsetamaka eða eitthvað svoleiðis. Þó að herra og frú sé notað sem par þá gengur ekki að tala um forsetaherra,“ segir Eríkur. Orðið drottningarmaður hefur verið notað í íslensku yfir eiginmenn drottninga, þá sem eru ekki konungar. Heldur þú að forsetamaður sé eitthvað? Eða er það líka asnalegt? „Já mér finnst það, en öll ný orð hljóma asnalega. Það þarf bara að venjast þeim. Ef það er talað um forsetamann ætti þá að kalla Elizu Reid forsetakonu?“ spyr Eiríkur. „En eins og ég segi þá snýst þetta um hverju maður venst. Drottningarmaður, okkur finnst það allt í lagi því við erum vön því. Þannig ef einhver tæki upp á því að tala um forsetamann og það færi að breiðast út þá þætti okkur það í lagi eftir smá stund. Ég meina það er ekkert órökrétt. Það er ekkert rugl.“ Kannski þarf ekki eitt orð Eiríki líst ekki betur á neitt orð frekar en annað, og telur að framtíðin leiði í ljós hvað verði fyrir valinu. „Það þarf ekkert alltaf að hafa eitthvað eitt orð. Þó það geti oft komið sér vel.“ Hér fyrir neðan geta lesesndur Vísis sagt sína skoðun og valið þann kost sem þeim þykir bestur.
Íslensk tunga Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira