Ísrael tilkynnir um dauða fjögurra gísla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. júní 2024 00:14 Mótmælandi í Tel Aviv óskar eftir frelsun gíslanna AP Ísraelski herinn hefur tilkynnt um dauða fjögurra manna sem teknir voru í gíslingu í árásum Hamas á Ísrael sjöunda október. Talið er að um áttatíu gíslar séu enn í haldi. Rúmlega 1200 manns féllu í árásum Hamas-samtakanna á suðurhluta Ísrael þann 7. október, og vígamenn tóku um 250 gísla til Gasastrandarinnar. Í kjölfarið hófu Ísraelsmenn umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni sem hefur kostað þúsundir óbreyttra borgara lífið. 105 gíslum var sleppt í vopnahléi í nóvember. Lítið er vitað um afdrif um 120 gísla, en Ísraelsher telur marga þeirra hafa fallið í valinn. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC. Þrír þeirra manna sem sagt er að hafi látist í dag birtust í myndbandi frá Hamas-samtökunum í desember. BBC hefur eftir Rear Adm Daniel Hagari, talsmanni ísraelska hersins, að mennirnir fjórir hafi dáið í Khan Younis, þegar herinn var þar að störfum. Hamas-samtökin sögðu í apríl að Nadal Popplewell hefði dáið í eldflaugaárás Ísraelshers, en ekkert fékkst staðfest um það. Mikill þrýstingur er á Benjamin Netanyahu um að ganga að vopnahléstillögum sem nú liggja fyrir. Hópur sem samanstendur af aðstandenum gíslanna hefur kallað eftir tafarlausri undirritun samninga sem liggja fyrir sem lúta meðal annars að frelsun gíslanna. Þetta kemur fram í umfjöllun AP. Harðlínumenn í Ísrael vilji hins vegar enga lendingu aðra en algjöra tortímingu Hamas. Mennirnir sem létust voru Nadav Popplewell, 51 árs, Chaim Peri, 79 ára, Yoram Metzger, 80 ára og Amiram Cooper, 85 ára. Yoram Metzger og Amiram CooperAP Chaim Peri og Nadav PopplewellAP Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Tengdar fréttir Allsherjarsigur gegn Hamas ólíklegur Þrátt fyrir umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni berjast vígamenn Hamas-samtakanna enn af krafti gegn ísraelska hernum. Þá skjóta Hamas-liðar enn eldflaugum að Ísrael en ráðamenn í Ísrael og í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að Ísraelar geti ekki náð markmiðum ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú um algeran sigur gegn hryðjuverkasamtökunum. 24. maí 2024 06:44 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Rúmlega 1200 manns féllu í árásum Hamas-samtakanna á suðurhluta Ísrael þann 7. október, og vígamenn tóku um 250 gísla til Gasastrandarinnar. Í kjölfarið hófu Ísraelsmenn umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni sem hefur kostað þúsundir óbreyttra borgara lífið. 105 gíslum var sleppt í vopnahléi í nóvember. Lítið er vitað um afdrif um 120 gísla, en Ísraelsher telur marga þeirra hafa fallið í valinn. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC. Þrír þeirra manna sem sagt er að hafi látist í dag birtust í myndbandi frá Hamas-samtökunum í desember. BBC hefur eftir Rear Adm Daniel Hagari, talsmanni ísraelska hersins, að mennirnir fjórir hafi dáið í Khan Younis, þegar herinn var þar að störfum. Hamas-samtökin sögðu í apríl að Nadal Popplewell hefði dáið í eldflaugaárás Ísraelshers, en ekkert fékkst staðfest um það. Mikill þrýstingur er á Benjamin Netanyahu um að ganga að vopnahléstillögum sem nú liggja fyrir. Hópur sem samanstendur af aðstandenum gíslanna hefur kallað eftir tafarlausri undirritun samninga sem liggja fyrir sem lúta meðal annars að frelsun gíslanna. Þetta kemur fram í umfjöllun AP. Harðlínumenn í Ísrael vilji hins vegar enga lendingu aðra en algjöra tortímingu Hamas. Mennirnir sem létust voru Nadav Popplewell, 51 árs, Chaim Peri, 79 ára, Yoram Metzger, 80 ára og Amiram Cooper, 85 ára. Yoram Metzger og Amiram CooperAP Chaim Peri og Nadav PopplewellAP
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Tengdar fréttir Allsherjarsigur gegn Hamas ólíklegur Þrátt fyrir umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni berjast vígamenn Hamas-samtakanna enn af krafti gegn ísraelska hernum. Þá skjóta Hamas-liðar enn eldflaugum að Ísrael en ráðamenn í Ísrael og í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að Ísraelar geti ekki náð markmiðum ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú um algeran sigur gegn hryðjuverkasamtökunum. 24. maí 2024 06:44 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Allsherjarsigur gegn Hamas ólíklegur Þrátt fyrir umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni berjast vígamenn Hamas-samtakanna enn af krafti gegn ísraelska hernum. Þá skjóta Hamas-liðar enn eldflaugum að Ísrael en ráðamenn í Ísrael og í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að Ísraelar geti ekki náð markmiðum ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú um algeran sigur gegn hryðjuverkasamtökunum. 24. maí 2024 06:44