Vonar að landsliðsdyrnar séu enn opnar: „Ég hef ekki heyrt múkk“ Aron Guðmundsson skrifar 4. júní 2024 10:31 Jón Daði Böðvarsson í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Getty Atvinnumaðurinn í knattspyrnu, Jón Daði Böðvarsson hefur ekkert heyrt frá núverandi landsliðsþjálfara Íslands síðan að sá tók við þjálfun liðsins. Hann vonar að landsliðsdyrnar séu enn opnar. Jón Daði á að baki 64 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann hefur farið á tvö stórmót með liðinu en hefur ekki fengið kallið í landsliðið í rúm tvö ár. Norðmaðurinn Age Hareide tók við þjálfun íslenska landsliðsins í apríl í fyrra. Jón Daði hefur ekki enn heyrt frá honum „Ég ber fulla virðingu fyrir vali landsliðsþjálfarans og þeir leikmenn sem eru þarna núna í landsliðinu eiga það skilið að vera í hópnum,“ segir Jón Daði. „Eina sem ég hefði viljað eru smá samskipti. Það er ekki mikið sem ég bið um. Bara til að sjá hvar maður stendur í þessu öllu saman. Maður er að lesa fréttir og annað þar sem að maður er að heyra hann segja frá því að hann hafi heyrt í leikmönnum reglulega. Þar spyr hann þá hvernig gangi hjá þeim og annað. Ég hef ekki heyrt múkk. Það er bara eins og það er. Jón Daði hefur verið á mála hjá enska C-deildar liðinu Bolton Wanderers undanfarin ár. Samningur hans við félagið rann út eftir nýafstaðið tímabil. Jón er því núna að ákveða næsta skref á sínum atvinnumannaferli. @OfficialBWFC Ekki það að það þurfi að gera eitthvað svoleiðis. En að mínu mati er þetta bara ákveðinn hlutur tengdur virðingu. Fyrir leikmenn sem hafa til að mynda verið lengi í þessu. Það hefði verið fínt að fá smá spjall eða eitthvað. Ég er ekki að segja að ég eigi þetta eitthvað meira skilið en aðrir.“ Hann vonar að landsliðsdyrnar séu enn opnar fyrir sig. „Ég er alltaf með augun opin varðandi það hvaða leikmenn eru valdir í landsliðið hverju sinni. Ég geri mér líka alveg grein fyrir því að jú landsliðsferillinn minn er langur en ef þú horfir á tölfræðina markalega séð þá er hún kannski ekki frábær. Maður var í ákveðnu hlutverki, kannski öðruvísi hlutverki hjá landsliðinu heldur en félagsliðinu. Maður var öðruvísi leikmaður á þeim tíma. Kannski vegna þess að við vorum svo mikið teymi á þeim tíma í landsliðinu. Ég gegndi bara mínu hlutverki. Var bassaleikarinn í teyminu. Lét lítið fyrir mér fara. Var bara í ákveðnu hlutverki og naut mín alveg í botn í þennan landsliðstíma. Maður vill alltaf vera í landsliðinu og allt það. Þetta snýst hins vegar ekki um mig. Heldur þá leikmenn sem eru þar nú þegar. Ég ber fulla virðingu fyrir öllum sem eru þarna í KSÍ. Leikmönnum, þjálfurum og þeim ákvörðunum sem eru þar teknar.“ Landslið karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Sjá meira
Jón Daði á að baki 64 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann hefur farið á tvö stórmót með liðinu en hefur ekki fengið kallið í landsliðið í rúm tvö ár. Norðmaðurinn Age Hareide tók við þjálfun íslenska landsliðsins í apríl í fyrra. Jón Daði hefur ekki enn heyrt frá honum „Ég ber fulla virðingu fyrir vali landsliðsþjálfarans og þeir leikmenn sem eru þarna núna í landsliðinu eiga það skilið að vera í hópnum,“ segir Jón Daði. „Eina sem ég hefði viljað eru smá samskipti. Það er ekki mikið sem ég bið um. Bara til að sjá hvar maður stendur í þessu öllu saman. Maður er að lesa fréttir og annað þar sem að maður er að heyra hann segja frá því að hann hafi heyrt í leikmönnum reglulega. Þar spyr hann þá hvernig gangi hjá þeim og annað. Ég hef ekki heyrt múkk. Það er bara eins og það er. Jón Daði hefur verið á mála hjá enska C-deildar liðinu Bolton Wanderers undanfarin ár. Samningur hans við félagið rann út eftir nýafstaðið tímabil. Jón er því núna að ákveða næsta skref á sínum atvinnumannaferli. @OfficialBWFC Ekki það að það þurfi að gera eitthvað svoleiðis. En að mínu mati er þetta bara ákveðinn hlutur tengdur virðingu. Fyrir leikmenn sem hafa til að mynda verið lengi í þessu. Það hefði verið fínt að fá smá spjall eða eitthvað. Ég er ekki að segja að ég eigi þetta eitthvað meira skilið en aðrir.“ Hann vonar að landsliðsdyrnar séu enn opnar fyrir sig. „Ég er alltaf með augun opin varðandi það hvaða leikmenn eru valdir í landsliðið hverju sinni. Ég geri mér líka alveg grein fyrir því að jú landsliðsferillinn minn er langur en ef þú horfir á tölfræðina markalega séð þá er hún kannski ekki frábær. Maður var í ákveðnu hlutverki, kannski öðruvísi hlutverki hjá landsliðinu heldur en félagsliðinu. Maður var öðruvísi leikmaður á þeim tíma. Kannski vegna þess að við vorum svo mikið teymi á þeim tíma í landsliðinu. Ég gegndi bara mínu hlutverki. Var bassaleikarinn í teyminu. Lét lítið fyrir mér fara. Var bara í ákveðnu hlutverki og naut mín alveg í botn í þennan landsliðstíma. Maður vill alltaf vera í landsliðinu og allt það. Þetta snýst hins vegar ekki um mig. Heldur þá leikmenn sem eru þar nú þegar. Ég ber fulla virðingu fyrir öllum sem eru þarna í KSÍ. Leikmönnum, þjálfurum og þeim ákvörðunum sem eru þar teknar.“
Landslið karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Sjá meira