Stúkan um varnarvandræði KR: „Það er ekkert sjálfstraust, menn eru farnir að efast um eigin getu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. júní 2024 13:01 Það var hart barist á köflum í gær en varnarleikur KR var oft á tíðum ekki upp á marga fiska. Vísir/Anton Brink KR hefur átt í miklum varnarvandræðum að undanförnu og fengið á sig töluvert fleiri mörk en óskað var eftir. Fimm sinnum þurftu Vesturbæingar að tína boltann úr eigin neti í gær og Stúkan hefur áhyggjur af stöðu mála. „Það sem er búið að vera svolítið í gangi hjá KR-ingum er það, þeir eru bara með eitt plan og það er að pressa út um allan völl. Alveg sama hvernig staðan í leikjunum er, það er bara áfram pressa og þeim er ekkert að takast þessi pressa alltof vel upp,“ sagði Lárus Orri sérfræðingur í setti. Fyrsta markið sem KR fékk á sig var heldur klaufalegt, vörnin alltof ofarlega þegar markmaður Vals spyrnti fram, Tryggvi Hrafn fékk boltann og keyrði á illa staðsetta varnarmann og skaut í netið. „Það er þumalputtaregla í vörn að þegar maður er með bolta pressulaus, þá fellurðu niður, þeir gera það ekki. Það lítur út fyrir það, að mönnum líði illa í vörninni þarna i KR. Það er ekkert sjálfstraust, menn eru farnir að efast um eigin getu og getu liðsins til að verjast. Þetta hefur ekki litið vel út í þónokkuð langan tíma.“ Spila alltaf eins og lið sem þarf að sækja Það er einmitt ekki venjan að pressa af mikilli ákefð eftir að hafa skorað tvö mörk á skömmum tíma. Þá falla lið yfirleitt aðeins til baka og verja forystuna. „2-0 yfir á heimavelli og spila sem lið eins og það séu fimm mínútur eftir og þeir þurfi að sækja mark. Öskrað og gargað af bekknum, það verður að vera einhver skynsemi í þessu. Það má ekki bara vera einhvern ein aðferð, sem liðið virðist ekki ráða við.“ Vanir varnarmenn en illa skipulagt Varnarmenn KR eru engir aukvisar en leikplanið sem þjálfarinn leggur upp með er vandamál að mati þáttastjórnandans Guðmundar Benediktssonar. „Axel er stór og mikill hafsent en líður fáránlega illa með allt þetta pláss fyrir aftan sig. Að sama skapi færðu markmann, Guy Smit, sem að líður ekki vel að spila framarlega. Þegar þetta mætist þarna þá virðist bara verða óöryggi út um allt.“ Klippa: Stúkan ræðir varnarvandræði KR Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla KR Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
„Það sem er búið að vera svolítið í gangi hjá KR-ingum er það, þeir eru bara með eitt plan og það er að pressa út um allan völl. Alveg sama hvernig staðan í leikjunum er, það er bara áfram pressa og þeim er ekkert að takast þessi pressa alltof vel upp,“ sagði Lárus Orri sérfræðingur í setti. Fyrsta markið sem KR fékk á sig var heldur klaufalegt, vörnin alltof ofarlega þegar markmaður Vals spyrnti fram, Tryggvi Hrafn fékk boltann og keyrði á illa staðsetta varnarmann og skaut í netið. „Það er þumalputtaregla í vörn að þegar maður er með bolta pressulaus, þá fellurðu niður, þeir gera það ekki. Það lítur út fyrir það, að mönnum líði illa í vörninni þarna i KR. Það er ekkert sjálfstraust, menn eru farnir að efast um eigin getu og getu liðsins til að verjast. Þetta hefur ekki litið vel út í þónokkuð langan tíma.“ Spila alltaf eins og lið sem þarf að sækja Það er einmitt ekki venjan að pressa af mikilli ákefð eftir að hafa skorað tvö mörk á skömmum tíma. Þá falla lið yfirleitt aðeins til baka og verja forystuna. „2-0 yfir á heimavelli og spila sem lið eins og það séu fimm mínútur eftir og þeir þurfi að sækja mark. Öskrað og gargað af bekknum, það verður að vera einhver skynsemi í þessu. Það má ekki bara vera einhvern ein aðferð, sem liðið virðist ekki ráða við.“ Vanir varnarmenn en illa skipulagt Varnarmenn KR eru engir aukvisar en leikplanið sem þjálfarinn leggur upp með er vandamál að mati þáttastjórnandans Guðmundar Benediktssonar. „Axel er stór og mikill hafsent en líður fáránlega illa með allt þetta pláss fyrir aftan sig. Að sama skapi færðu markmann, Guy Smit, sem að líður ekki vel að spila framarlega. Þegar þetta mætist þarna þá virðist bara verða óöryggi út um allt.“ Klippa: Stúkan ræðir varnarvandræði KR Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla KR Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira