Vara við meiriháttar skorti á kopar eftir 2025 Jean-Rémi Chareyre skrifar 5. júní 2024 13:00 Alþjóða Orkustofnunin (IEA) varar við því ínýrri skýrslu að framboð af kopar og öðrum málmum muni ekki duga til að fullnægja eftirspurn miðað við áætlanir um orkuskipti og kolefnishlutleysi árið 2050. Framleiðsla í mörgum eldri námum hefur verið að dragast saman vegna skorts á hráefni og framleiðsla nýrra náma sem þegar eru á teikniborðinu mun ekki duga til að vega upp á móti því. Framboð af kopar í heiminum gæti dregist saman um allt að 30% fram til 2040. Koparnáma í Perú.Istock Framleiðsla á ýmsum tækjum og vörum sem eru nauðsynleg fyrir orkuskiptin, svo sem rafbílum, rafhlöðum, vindmyllum og sólarsellum, kalla á stóraukna málmframleiðslu, en óvíst er hvort framboð af slíkum málmum verði nægilegt á næstu áratugum. Stofnunin varar líka við að lágt verð á slíkum málmum sé ekki endilega góðar fréttir: Lágt verð er vissulega jákvætt fyrir neytendur en hefur letjandi áhrif þegar kemur að fjárfestingu í nýjar námur og verksmiðjur. Þess vegna sé lágt verð í dag ekki trygging fyrir fullnægjandi framboð í framtíðinni. „Nægilegt framboð á mörkuðum í dag er ekki endilega merki um bjarta framtíð,“ segir í skýrslunni. Kopar og liþíum eru þeir málmar sem eru líklegastir til að skorta. Rafbíll inniheldur um það bil tvöfalt meira magn af kopar en bíll með brunahreyfli (50 kíló að meðaltali, en magnið er þó breytilegt eftir stærð bílsins). Vindmyllur kalla sömuleiðis á mikla koparnotkun, sérstaklega þegar um vindmyllur á sjó er að ræða, en þá þarf að leggja langa koparkapla undir sjó til að tengja vindmyllurnar við raforkukerfið. Koparframleiðsla er þar að auki á hendur tiltölulega fárra ríkja í heiminum og því má lítið bregða út af ef framboð á að halda áfram að aukast í takti við eftirspurn. 33% af frumframleiðslu heimsins fer fram í aðeins tveimur ríkjum í Suður-Ameríku, Chile og Perú, og um 50% af hreinsun og bræðslu fer fram í Kína. Samkvæmt sviðsmynd sem stofnunin kallar NZE (Net Zero Emissions eða kolefnishlutleysi) þyrfti framleiðsla á kopar að aukast um 30% fram til 2040, en mun hins vegar dragast saman um 20% samkvæmt björtustu spám IEA. Með öðrum orðum verður framboð af kopar aðeins helmingurinn af því sem það þyrfti að vera samkvæmt ofangreindri sviðsmynd. Stofnunin er ekki mikið bjartsýnni hvað liþíum varðar: Henni reiknast til að framleiðsla á liþíum þurfi nánast að tífaldast fram að 2040, en að hún muni í besta falli aukast lítillega. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að NZE-sviðsmynd stofnunarinnar byggir á framtíð þar sem orkuskipti byggja fyrst og fremst á tæknilausnum (rafvæddri orkuframleiðslu og samgöngukerfum), en með því að byggja orkuskiptin á samfélagslegum breytingum samhliða tæknilegum breytingum er hægt að draga úr líkum á hráefnisskorti. Dæmi bílanna er lýsandi: Orkuskipti sem miða eingöngu að því að skipta út bensínbíla fyrir rafbíla kalla á mikla málmframleiðslu, en orkuskipti sem miða um leið að því að fækka bílum og draga úr stærð þeirra eru mun líklegri til að standast væntingum. Þetta er þó ekki leiðin sem íslensk stjórnvöld hafa kosið að fara hingað til. Samkvæmt tölumSamgöngustofu fjölgaði fólksbílum um 37% milli 2012 og 2022 og þótt hlutfall rafbíla hafi verið að aukast eru bensín- og dísilbílar fleiri í dag en þeir voru árið 2012. Þar að auki eru seldir rafbílar að verða sífellt stærri og þyngri, með tilheyrandi aukningu í eftirspurn eftir málmum. Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Námuvinnsla Orkuskipti Mest lesið Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Alþjóða Orkustofnunin (IEA) varar við því ínýrri skýrslu að framboð af kopar og öðrum málmum muni ekki duga til að fullnægja eftirspurn miðað við áætlanir um orkuskipti og kolefnishlutleysi árið 2050. Framleiðsla í mörgum eldri námum hefur verið að dragast saman vegna skorts á hráefni og framleiðsla nýrra náma sem þegar eru á teikniborðinu mun ekki duga til að vega upp á móti því. Framboð af kopar í heiminum gæti dregist saman um allt að 30% fram til 2040. Koparnáma í Perú.Istock Framleiðsla á ýmsum tækjum og vörum sem eru nauðsynleg fyrir orkuskiptin, svo sem rafbílum, rafhlöðum, vindmyllum og sólarsellum, kalla á stóraukna málmframleiðslu, en óvíst er hvort framboð af slíkum málmum verði nægilegt á næstu áratugum. Stofnunin varar líka við að lágt verð á slíkum málmum sé ekki endilega góðar fréttir: Lágt verð er vissulega jákvætt fyrir neytendur en hefur letjandi áhrif þegar kemur að fjárfestingu í nýjar námur og verksmiðjur. Þess vegna sé lágt verð í dag ekki trygging fyrir fullnægjandi framboð í framtíðinni. „Nægilegt framboð á mörkuðum í dag er ekki endilega merki um bjarta framtíð,“ segir í skýrslunni. Kopar og liþíum eru þeir málmar sem eru líklegastir til að skorta. Rafbíll inniheldur um það bil tvöfalt meira magn af kopar en bíll með brunahreyfli (50 kíló að meðaltali, en magnið er þó breytilegt eftir stærð bílsins). Vindmyllur kalla sömuleiðis á mikla koparnotkun, sérstaklega þegar um vindmyllur á sjó er að ræða, en þá þarf að leggja langa koparkapla undir sjó til að tengja vindmyllurnar við raforkukerfið. Koparframleiðsla er þar að auki á hendur tiltölulega fárra ríkja í heiminum og því má lítið bregða út af ef framboð á að halda áfram að aukast í takti við eftirspurn. 33% af frumframleiðslu heimsins fer fram í aðeins tveimur ríkjum í Suður-Ameríku, Chile og Perú, og um 50% af hreinsun og bræðslu fer fram í Kína. Samkvæmt sviðsmynd sem stofnunin kallar NZE (Net Zero Emissions eða kolefnishlutleysi) þyrfti framleiðsla á kopar að aukast um 30% fram til 2040, en mun hins vegar dragast saman um 20% samkvæmt björtustu spám IEA. Með öðrum orðum verður framboð af kopar aðeins helmingurinn af því sem það þyrfti að vera samkvæmt ofangreindri sviðsmynd. Stofnunin er ekki mikið bjartsýnni hvað liþíum varðar: Henni reiknast til að framleiðsla á liþíum þurfi nánast að tífaldast fram að 2040, en að hún muni í besta falli aukast lítillega. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að NZE-sviðsmynd stofnunarinnar byggir á framtíð þar sem orkuskipti byggja fyrst og fremst á tæknilausnum (rafvæddri orkuframleiðslu og samgöngukerfum), en með því að byggja orkuskiptin á samfélagslegum breytingum samhliða tæknilegum breytingum er hægt að draga úr líkum á hráefnisskorti. Dæmi bílanna er lýsandi: Orkuskipti sem miða eingöngu að því að skipta út bensínbíla fyrir rafbíla kalla á mikla málmframleiðslu, en orkuskipti sem miða um leið að því að fækka bílum og draga úr stærð þeirra eru mun líklegri til að standast væntingum. Þetta er þó ekki leiðin sem íslensk stjórnvöld hafa kosið að fara hingað til. Samkvæmt tölumSamgöngustofu fjölgaði fólksbílum um 37% milli 2012 og 2022 og þótt hlutfall rafbíla hafi verið að aukast eru bensín- og dísilbílar fleiri í dag en þeir voru árið 2012. Þar að auki eru seldir rafbílar að verða sífellt stærri og þyngri, með tilheyrandi aukningu í eftirspurn eftir málmum. Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun