Åge spenntur fyrir stórleiknum: „Ég held að allir vilji upplifa svona andrúmsloft“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. júní 2024 10:01 Age Hareide horfir yfir Wembley leikvanginn í Lundúnum þar sem Ísland leikur við England í kvöld. skjáskot / stöð 2 sport Åge Hareide landsliðsþjálfari vill að leikmenn Íslands njóti sín á Wembley í kvöld. Leikurinn sé frábært tækifæri til að skerpa á ákveðnum atriðum, auka breiddina í hópnum og bæta sóknarleik liðsins. „Þetta er frábært. Besti staðurinn fyrir fótboltaiðkun. Ég var hérna sem leikmaður fyrir 44 árum og man vel eftir því að hafa spilað gegn Englandi. Ég vona að strákarnir nýti tækifærið og sýni ást sína á leiknum. Þetta er besti staðurinn fyrir það,“ sagði Age Hareide eftir æfingu landsliðsins á Wembley í gær. Það hafa nokkur skakkaföll orðið úr hópnum. Orri Steinn Óskarsson, Willum Willumsson, Hlynur Freyr Karlsson og Mikael Egill Ellertsson þurftu allir að draga sig úr hópnum í vikunni. „Við vorum með nokkra leikmenn sem mættu tæpir og þeir náðu ekki að jafna sig. Það gerist í enda tímabilsins. Þeir sem koma inn eru heilir og munu nýta tækifærið, alltaf gott að sjá ný andlit.“ Åge lítur á þetta sem tækifæri til að leyfa öðrum leikmönnum að spreyta sig og auka breiddina í hópnum. „Við verðum að hrista hópinn saman. Við munum leita til nýrra leikmanna til að auka breiddina í liðinu og nýta tækifærin gegn Englandi og Hollandi til að bæta okkur sóknarlega. Það var svekkjandi að komast ekki á EM en við þurfum að horfa fram veginn og halda áfram okkar vinnu.“ Ekki ókunnugir stórleikjum Það eru tveir stórleikir framundan hjá Íslandi, fyrst gegn Englandi í dag og svo gegn Hollandi næsta mánudag. Það búast fáir við frábærum úrslitum en mikilvægt er að liðið láti ekki undan pressu. „Við spiluðum líka við stórlið í riðlakeppninni eins og Portúgal. Við mætum bara eins og alltaf, þéttir til baka en þurfum að standa okkur betur á boltanum. Reyna að halda honum svo við þreytumst ekki of fljótt, hvílum okkur á boltanum. Þetta er tækifæri til að sýna að við getum það.“ Andrúmsloftið á Wembley er engu líkt og uppselt er á leikinn á morgun. Það má búast við miklum látum. „Það ætti að vera það. Ég held að allir vilji upplifa svona andrúmsloft, þeir munu syngja Football‘s Coming Home eins og þeir gera vanalega. Ég mun njóta þess og vona að leikmennirnir geri það líka.“ Klippa: Viðtal við Age Hareide á Wembley Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport, útsending og upphitun hefst klukkan 18:15. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Lögreglan varar við ensku sönglagi og mun handtaka þá sem hylla nasista Lögreglan í Þýskalandi hefur varað stuðningsmenn enska landsliðsins við því að syngja lag um þýskar sprengjuflugvélar og minnt þá á að nasistakveðjur eru með öllu ólöglegar. 7. júní 2024 07:01 Maddison í molum og Grealish undrandi á ákvörðun Southgate Gareth Southgate, þjálfari Englands, tilkynnti lokaval sitt á landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í Þýskalandi. Nokkur stór nöfn urðu eftir og margir furða sig á valinu. 6. júní 2024 22:22 „Viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt“ „Frábær völlur og gaman að spila svona leiki en auðvitað erum við ekki hér í einhverri skoðunarferð,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsfyrirliði eftir æfingu á Wembley í dag. Ísland spilar vináttuleik gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 18:45 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Sjá meira
„Þetta er frábært. Besti staðurinn fyrir fótboltaiðkun. Ég var hérna sem leikmaður fyrir 44 árum og man vel eftir því að hafa spilað gegn Englandi. Ég vona að strákarnir nýti tækifærið og sýni ást sína á leiknum. Þetta er besti staðurinn fyrir það,“ sagði Age Hareide eftir æfingu landsliðsins á Wembley í gær. Það hafa nokkur skakkaföll orðið úr hópnum. Orri Steinn Óskarsson, Willum Willumsson, Hlynur Freyr Karlsson og Mikael Egill Ellertsson þurftu allir að draga sig úr hópnum í vikunni. „Við vorum með nokkra leikmenn sem mættu tæpir og þeir náðu ekki að jafna sig. Það gerist í enda tímabilsins. Þeir sem koma inn eru heilir og munu nýta tækifærið, alltaf gott að sjá ný andlit.“ Åge lítur á þetta sem tækifæri til að leyfa öðrum leikmönnum að spreyta sig og auka breiddina í hópnum. „Við verðum að hrista hópinn saman. Við munum leita til nýrra leikmanna til að auka breiddina í liðinu og nýta tækifærin gegn Englandi og Hollandi til að bæta okkur sóknarlega. Það var svekkjandi að komast ekki á EM en við þurfum að horfa fram veginn og halda áfram okkar vinnu.“ Ekki ókunnugir stórleikjum Það eru tveir stórleikir framundan hjá Íslandi, fyrst gegn Englandi í dag og svo gegn Hollandi næsta mánudag. Það búast fáir við frábærum úrslitum en mikilvægt er að liðið láti ekki undan pressu. „Við spiluðum líka við stórlið í riðlakeppninni eins og Portúgal. Við mætum bara eins og alltaf, þéttir til baka en þurfum að standa okkur betur á boltanum. Reyna að halda honum svo við þreytumst ekki of fljótt, hvílum okkur á boltanum. Þetta er tækifæri til að sýna að við getum það.“ Andrúmsloftið á Wembley er engu líkt og uppselt er á leikinn á morgun. Það má búast við miklum látum. „Það ætti að vera það. Ég held að allir vilji upplifa svona andrúmsloft, þeir munu syngja Football‘s Coming Home eins og þeir gera vanalega. Ég mun njóta þess og vona að leikmennirnir geri það líka.“ Klippa: Viðtal við Age Hareide á Wembley Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport, útsending og upphitun hefst klukkan 18:15.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Lögreglan varar við ensku sönglagi og mun handtaka þá sem hylla nasista Lögreglan í Þýskalandi hefur varað stuðningsmenn enska landsliðsins við því að syngja lag um þýskar sprengjuflugvélar og minnt þá á að nasistakveðjur eru með öllu ólöglegar. 7. júní 2024 07:01 Maddison í molum og Grealish undrandi á ákvörðun Southgate Gareth Southgate, þjálfari Englands, tilkynnti lokaval sitt á landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í Þýskalandi. Nokkur stór nöfn urðu eftir og margir furða sig á valinu. 6. júní 2024 22:22 „Viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt“ „Frábær völlur og gaman að spila svona leiki en auðvitað erum við ekki hér í einhverri skoðunarferð,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsfyrirliði eftir æfingu á Wembley í dag. Ísland spilar vináttuleik gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 18:45 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Sjá meira
Lögreglan varar við ensku sönglagi og mun handtaka þá sem hylla nasista Lögreglan í Þýskalandi hefur varað stuðningsmenn enska landsliðsins við því að syngja lag um þýskar sprengjuflugvélar og minnt þá á að nasistakveðjur eru með öllu ólöglegar. 7. júní 2024 07:01
Maddison í molum og Grealish undrandi á ákvörðun Southgate Gareth Southgate, þjálfari Englands, tilkynnti lokaval sitt á landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í Þýskalandi. Nokkur stór nöfn urðu eftir og margir furða sig á valinu. 6. júní 2024 22:22
„Viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt“ „Frábær völlur og gaman að spila svona leiki en auðvitað erum við ekki hér í einhverri skoðunarferð,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsfyrirliði eftir æfingu á Wembley í dag. Ísland spilar vináttuleik gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 18:45
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti