Fyrstu úrslit Evrópukosninga staðfesta uppgang fjarhægrisins Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2024 23:33 Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins (PVV), greiðir atkvæði í Evrópuþingskosningunum í Hollandi. Flokkur hans fékk engan þingmann fyrir fimm árum en virðist ætla að fá sjö, einum færri en bandalag vinstrimanna og græningja. AP/Peter Dejong Vinstriflokkarnir í Hollandi virðast hafa haft nauman sigur á fjarhægri flokki í Evrópuþingskosningum þar í dag. Holland er fyrsta landið sem kýs í kosningunum en hægri- og fjarhægri flokkum er almennt spáð góðu gengi í álfunni. Öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins kjósa til 720 sæta á Evrópuþinginu á næstu dögum, flest þeirra á sunnudag. Fátækt, lýðheilsa, efnahagsmál og öryggismál eru sögð brenna helst á evrópskum kjósendum að þessu sinni. Þjóðernis- og popúlískum flokkum af fjarhægri vængnum sem vilja hola út Evrópusamstarfið innan frá hefur vaxið verulega ásmegin á þinginu á undanförnum árum. Skoðanakannanir benda til þess að meirihluti Evrópusinnaðra flokka á miðjunni, græningja og frjálslyndra eigi eftir að skreppa saman í kosningunum nú. Þrátt fyrir að útgönguspár í Hollandi bendi til þess að bandalag Verkamannaflokksins og Vinstri grænna vinni flest Evrópuþingsæti landsins bætti fjarhægriflokkurinn PVV undir stjórn Geerts Wilders, sem vann sigur í þingkosningum í fyrra, langmestu við sig, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Skilaboð sem að minnsta kosti margir hollenskir kjósendur sendu í dag voru að þeir vilji öðruvísi Evrópusamband og að þeir vilji sterkari þjóðríki. Ekki meiri valdatilfærsla til Evrópu, heldur andstæðan,“ sagði sigurreifur Wilders. Endanleg úrslit frá Hollandi verða ekki birt fyrr en kosningunum er lokið alls staðar á sunnudag. Evrópska vinstrið sagt við slæma heilsu Ef marka má kannanir gætu flokkar af ysta hægri jaðrinum bætt við sig meira en tuttugu þingsætum frá síðustu kosningum árið 2019. Það gerist þrátt fyrir klofning í þingflokki þeirra þar sem Þjóðfylking Marine Le Pen í Frakklandi og Bandalagsflokkur Matteo Salvini á Ítalíu úthýstu Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) vegna ummæla oddvita flokksins um SS-sveitir nasista. Búist er við að ítölsku og frönsku flokkarnir bæti vel við sig og AfD gæti jafnvel náð næstflestum þingsætum Þýskalands, fleiri en stjórnarflokkur Olafs Scholz, kanslara, að sögn Politico. Á sama tíma eru vinstri- og vinstrimiðflokkar í Evrópu sagðir í úlfakreppu. Þeir eru aðeins við völd í fjórum aðildarríkjum sambandsins og hafa staðið sig illa í kosningum undanfarið. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Marc Lazar, frönskum prófessor í stjórnmálasögu, að evrópska vinstrið sé við „slæma heilsu“. „Í langan tíma höfum við ekki séð mikla leiðtoga af vinstri vængnum eins og Tony Blair, Gerhard Schröder eða Francois Mitterand. Þegar við hugsum um forystu í Evrópu hugsum við um Orban, Meloni, Le Pen,“ segir Lazar og vísar til leiðtoga fjarhægri og popúlískra flokka í Ungverjalandi, Ítalíu og Frakklandi. Evrópusambandið Holland Tengdar fréttir Búa sig undir holskeflu upplýsingafals í kringum Evrópukosningar Líklegt er talið að upplýsingafals á netinu varpi skugga á Evrópuþingskosningar sem hefjast á morgun. Sérfræðingar óttast að gervigreind geri áróðursmeisturum auðveldara fyrir en áður en dreifa misvísandi upplýsingum. 5. júní 2024 12:39 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins kjósa til 720 sæta á Evrópuþinginu á næstu dögum, flest þeirra á sunnudag. Fátækt, lýðheilsa, efnahagsmál og öryggismál eru sögð brenna helst á evrópskum kjósendum að þessu sinni. Þjóðernis- og popúlískum flokkum af fjarhægri vængnum sem vilja hola út Evrópusamstarfið innan frá hefur vaxið verulega ásmegin á þinginu á undanförnum árum. Skoðanakannanir benda til þess að meirihluti Evrópusinnaðra flokka á miðjunni, græningja og frjálslyndra eigi eftir að skreppa saman í kosningunum nú. Þrátt fyrir að útgönguspár í Hollandi bendi til þess að bandalag Verkamannaflokksins og Vinstri grænna vinni flest Evrópuþingsæti landsins bætti fjarhægriflokkurinn PVV undir stjórn Geerts Wilders, sem vann sigur í þingkosningum í fyrra, langmestu við sig, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Skilaboð sem að minnsta kosti margir hollenskir kjósendur sendu í dag voru að þeir vilji öðruvísi Evrópusamband og að þeir vilji sterkari þjóðríki. Ekki meiri valdatilfærsla til Evrópu, heldur andstæðan,“ sagði sigurreifur Wilders. Endanleg úrslit frá Hollandi verða ekki birt fyrr en kosningunum er lokið alls staðar á sunnudag. Evrópska vinstrið sagt við slæma heilsu Ef marka má kannanir gætu flokkar af ysta hægri jaðrinum bætt við sig meira en tuttugu þingsætum frá síðustu kosningum árið 2019. Það gerist þrátt fyrir klofning í þingflokki þeirra þar sem Þjóðfylking Marine Le Pen í Frakklandi og Bandalagsflokkur Matteo Salvini á Ítalíu úthýstu Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) vegna ummæla oddvita flokksins um SS-sveitir nasista. Búist er við að ítölsku og frönsku flokkarnir bæti vel við sig og AfD gæti jafnvel náð næstflestum þingsætum Þýskalands, fleiri en stjórnarflokkur Olafs Scholz, kanslara, að sögn Politico. Á sama tíma eru vinstri- og vinstrimiðflokkar í Evrópu sagðir í úlfakreppu. Þeir eru aðeins við völd í fjórum aðildarríkjum sambandsins og hafa staðið sig illa í kosningum undanfarið. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Marc Lazar, frönskum prófessor í stjórnmálasögu, að evrópska vinstrið sé við „slæma heilsu“. „Í langan tíma höfum við ekki séð mikla leiðtoga af vinstri vængnum eins og Tony Blair, Gerhard Schröder eða Francois Mitterand. Þegar við hugsum um forystu í Evrópu hugsum við um Orban, Meloni, Le Pen,“ segir Lazar og vísar til leiðtoga fjarhægri og popúlískra flokka í Ungverjalandi, Ítalíu og Frakklandi.
Evrópusambandið Holland Tengdar fréttir Búa sig undir holskeflu upplýsingafals í kringum Evrópukosningar Líklegt er talið að upplýsingafals á netinu varpi skugga á Evrópuþingskosningar sem hefjast á morgun. Sérfræðingar óttast að gervigreind geri áróðursmeisturum auðveldara fyrir en áður en dreifa misvísandi upplýsingum. 5. júní 2024 12:39 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Búa sig undir holskeflu upplýsingafals í kringum Evrópukosningar Líklegt er talið að upplýsingafals á netinu varpi skugga á Evrópuþingskosningar sem hefjast á morgun. Sérfræðingar óttast að gervigreind geri áróðursmeisturum auðveldara fyrir en áður en dreifa misvísandi upplýsingum. 5. júní 2024 12:39
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“