„Ísland var gríðarlega óheppið í umspilinu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júní 2024 14:00 Gareth Southgate var tekinn tali á æfingasvæði Tottenham Hotspur í gær. Vísir/Ívar Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, er spenntur fyrir leik kvöldsins við Ísland fyrir troðfullum Wembley í Lundúnum. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Lundúnum England mun í kvöld spila sinn síðasta æfingaleik fyrir komandi Evrópumót í Þýskalandi. Uppselt er á 90 þúsund manna Wembley leikvang í Lundúnum og þar af verða 89.400 trylltir Englendingar. Það er því eðlilegt að Southgate hlakki til. „Alveg klárlega. Þetta er spennandi, það er alltaf sérstakt að spila á Wembley. Síðasti leikur fyrir stórmót, við höfum gert þetta áður og stemningin alltaf góð. Þetta verður góð áskorun. Við vitum að Ísland var gríðarlega óheppið í umspilinu og þeir munu valda okkur vandræðum,“ segir Southgate. Klippa: Southgate átti erfiðan dag en hlakkar til kvöldsins Ísland hefur mætt Englandi 14 sinnum. Að vísu hafa níu þeirra leikja verið gegn B-liði Englands. Ellefu þeirra leikja, gegn A- eða B-liðum Englands, hafa tapast, tveir farið jafntefli og einn unnist. Sigurinn var á stærsta sviðinu. Í 16-liða úrslitum EM 2016 í Nice. Southgate man vel eftir þeim leik. „Ég hafði verið í Frakklandi sem ráðgjafi en var kominn heim að horfa á leikinn. Það var erfitt kvöld fyrir enskan fótbolta. Við höfum gengið langan veg síðan þá og núna erum við að skrifa nýjan kafla,“ segir Southgate. Southgate býst þá við hörkuleik og er meðvitaður um hættur í liði Íslands. „Þeir eru með góða einstaklinga, þó ég viti að það hafi þurft að losa einhverja leikmenn úr hópnum. Í þessum æfingaleikjum höfum við hins vegar reynt að einblína á okkur sjálfa og okkar gildi innan leiksins. Þannig getum við brugðist við því sem andstæðingarnir gera,“ segir Southgate. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá og hefst bein útsending klukkan 18:15. Enski boltinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Declan Rice: Mikil gæði í íslenska liðinu og það má ekki vanmeta þá Declan Rice, leikmaður Arsenal og landsliðsmaður Englands, segir Ísland verðugan andstæðing. Liðið sé vel skipulagt varnarlega og búi yfir miklum gæðum sóknarlega. Það sé mikilvægt að vanmeta aldrei andstæðinginn. 7. júní 2024 08:00 Lögreglan varar við ensku sönglagi og mun handtaka þá sem hylla nasista Lögreglan í Þýskalandi hefur varað stuðningsmenn enska landsliðsins við því að syngja lag um þýskar sprengjuflugvélar og minnt þá á að nasistakveðjur eru með öllu ólöglegar. 7. júní 2024 07:01 Åge spenntur fyrir stórleiknum: „Ég held að allir vilji upplifa svona andrúmsloft“ Åge Hareide landsliðsþjálfari vill að leikmenn Íslands njóti sín á Wembley í kvöld. Leikurinn sé frábært tækifæri til að skerpa á ákveðnum atriðum, auka breiddina í hópnum og bæta sóknarleik liðsins. 7. júní 2024 10:01 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Lundúnum England mun í kvöld spila sinn síðasta æfingaleik fyrir komandi Evrópumót í Þýskalandi. Uppselt er á 90 þúsund manna Wembley leikvang í Lundúnum og þar af verða 89.400 trylltir Englendingar. Það er því eðlilegt að Southgate hlakki til. „Alveg klárlega. Þetta er spennandi, það er alltaf sérstakt að spila á Wembley. Síðasti leikur fyrir stórmót, við höfum gert þetta áður og stemningin alltaf góð. Þetta verður góð áskorun. Við vitum að Ísland var gríðarlega óheppið í umspilinu og þeir munu valda okkur vandræðum,“ segir Southgate. Klippa: Southgate átti erfiðan dag en hlakkar til kvöldsins Ísland hefur mætt Englandi 14 sinnum. Að vísu hafa níu þeirra leikja verið gegn B-liði Englands. Ellefu þeirra leikja, gegn A- eða B-liðum Englands, hafa tapast, tveir farið jafntefli og einn unnist. Sigurinn var á stærsta sviðinu. Í 16-liða úrslitum EM 2016 í Nice. Southgate man vel eftir þeim leik. „Ég hafði verið í Frakklandi sem ráðgjafi en var kominn heim að horfa á leikinn. Það var erfitt kvöld fyrir enskan fótbolta. Við höfum gengið langan veg síðan þá og núna erum við að skrifa nýjan kafla,“ segir Southgate. Southgate býst þá við hörkuleik og er meðvitaður um hættur í liði Íslands. „Þeir eru með góða einstaklinga, þó ég viti að það hafi þurft að losa einhverja leikmenn úr hópnum. Í þessum æfingaleikjum höfum við hins vegar reynt að einblína á okkur sjálfa og okkar gildi innan leiksins. Þannig getum við brugðist við því sem andstæðingarnir gera,“ segir Southgate. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá og hefst bein útsending klukkan 18:15.
Enski boltinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Declan Rice: Mikil gæði í íslenska liðinu og það má ekki vanmeta þá Declan Rice, leikmaður Arsenal og landsliðsmaður Englands, segir Ísland verðugan andstæðing. Liðið sé vel skipulagt varnarlega og búi yfir miklum gæðum sóknarlega. Það sé mikilvægt að vanmeta aldrei andstæðinginn. 7. júní 2024 08:00 Lögreglan varar við ensku sönglagi og mun handtaka þá sem hylla nasista Lögreglan í Þýskalandi hefur varað stuðningsmenn enska landsliðsins við því að syngja lag um þýskar sprengjuflugvélar og minnt þá á að nasistakveðjur eru með öllu ólöglegar. 7. júní 2024 07:01 Åge spenntur fyrir stórleiknum: „Ég held að allir vilji upplifa svona andrúmsloft“ Åge Hareide landsliðsþjálfari vill að leikmenn Íslands njóti sín á Wembley í kvöld. Leikurinn sé frábært tækifæri til að skerpa á ákveðnum atriðum, auka breiddina í hópnum og bæta sóknarleik liðsins. 7. júní 2024 10:01 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Declan Rice: Mikil gæði í íslenska liðinu og það má ekki vanmeta þá Declan Rice, leikmaður Arsenal og landsliðsmaður Englands, segir Ísland verðugan andstæðing. Liðið sé vel skipulagt varnarlega og búi yfir miklum gæðum sóknarlega. Það sé mikilvægt að vanmeta aldrei andstæðinginn. 7. júní 2024 08:00
Lögreglan varar við ensku sönglagi og mun handtaka þá sem hylla nasista Lögreglan í Þýskalandi hefur varað stuðningsmenn enska landsliðsins við því að syngja lag um þýskar sprengjuflugvélar og minnt þá á að nasistakveðjur eru með öllu ólöglegar. 7. júní 2024 07:01
Åge spenntur fyrir stórleiknum: „Ég held að allir vilji upplifa svona andrúmsloft“ Åge Hareide landsliðsþjálfari vill að leikmenn Íslands njóti sín á Wembley í kvöld. Leikurinn sé frábært tækifæri til að skerpa á ákveðnum atriðum, auka breiddina í hópnum og bæta sóknarleik liðsins. 7. júní 2024 10:01
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti