Frederiksen slegin í miðborg Kaupmannahafnar Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2024 20:33 Mette Frederiksen er sögð slegin eftir árásina. Vísir/EPA Karlmaður sló Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í miðborg Kaupmannahafnar í dag. Lögregla handtók manninn en ekki er ljóst hvað honum gekk til. Pólitískir bandamenn og keppinautar Frederiksen fordæma árásina. Forsætisráðuneyti Danmerkur greindi frá árásinni. Frederiksen sé í áfalli eftir uppákomuna en ráðuneytið segist ekki ætla að tjá sig frekar um hana. Atvikið átti sér stað á Kolamarkaðinum í miðborg Kaupmannahafnar, að sögn danska ríkisútvarpsins. Sjónarvottur segir Reuters-fréttastofunni að ekki hafi séð á Frederiksen eftir árásina. Öryggisverðir hafi fylgt henni burt eftir uppákomuna. Lögreglan rannsakar árásina en hefur ekki tjáð sig frekar um hana. Aðrir stjórnmálamenn hafa brugðist hart við árásinni að forsætisráðherranum. Kosið verður til Evrópuþings í Danmörku á sunnudag. „Í lýðræði notar maður orð, ekki ofbeldi,“ skrifaði Trine Bramsen, þingmaður Jafnaðarmannaflokks Frederiksen, á samfélagsmiðlinum X. Morten Løkkegaard, aðalframbjóðandi Venstre til Evrópuþings, sagði sláandi að einhver hefði slegið Frederiksen. Það væri lýðræðinu nauðsynlegt að fólk gæti rætt saman óháð stjórnmálaskoðunum. „Ofbeldi og árásir grefur undan opinberri umræðu og þar með lýðræðinu,“ sagði Løkkegaard á sama miðli. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sendi Frederiksen einnig kveðju á X þar sem hann sagði að Norðurlönd væru þekkt fyrir einstaklingsfrelsi, frið, öryggi og sterk lýðræðisleg gildi. „Það er óásættanlegt að ráðast á kjörinn fulltrúa. Við verðum öll að standa saman og verja gildi okkar,“ skrifaði Bjarni. Best wishes to my friend and colleague @Statsmin Mette Frederiksen. The Nordics are known for individual freedom, peace, security and strong democratic values. Attacking an elected individual is unacceptable. We must all stand together to protect our values.— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) June 7, 2024 Danmörk Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Sjá meira
Forsætisráðuneyti Danmerkur greindi frá árásinni. Frederiksen sé í áfalli eftir uppákomuna en ráðuneytið segist ekki ætla að tjá sig frekar um hana. Atvikið átti sér stað á Kolamarkaðinum í miðborg Kaupmannahafnar, að sögn danska ríkisútvarpsins. Sjónarvottur segir Reuters-fréttastofunni að ekki hafi séð á Frederiksen eftir árásina. Öryggisverðir hafi fylgt henni burt eftir uppákomuna. Lögreglan rannsakar árásina en hefur ekki tjáð sig frekar um hana. Aðrir stjórnmálamenn hafa brugðist hart við árásinni að forsætisráðherranum. Kosið verður til Evrópuþings í Danmörku á sunnudag. „Í lýðræði notar maður orð, ekki ofbeldi,“ skrifaði Trine Bramsen, þingmaður Jafnaðarmannaflokks Frederiksen, á samfélagsmiðlinum X. Morten Løkkegaard, aðalframbjóðandi Venstre til Evrópuþings, sagði sláandi að einhver hefði slegið Frederiksen. Það væri lýðræðinu nauðsynlegt að fólk gæti rætt saman óháð stjórnmálaskoðunum. „Ofbeldi og árásir grefur undan opinberri umræðu og þar með lýðræðinu,“ sagði Løkkegaard á sama miðli. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sendi Frederiksen einnig kveðju á X þar sem hann sagði að Norðurlönd væru þekkt fyrir einstaklingsfrelsi, frið, öryggi og sterk lýðræðisleg gildi. „Það er óásættanlegt að ráðast á kjörinn fulltrúa. Við verðum öll að standa saman og verja gildi okkar,“ skrifaði Bjarni. Best wishes to my friend and colleague @Statsmin Mette Frederiksen. The Nordics are known for individual freedom, peace, security and strong democratic values. Attacking an elected individual is unacceptable. We must all stand together to protect our values.— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) June 7, 2024
Danmörk Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Sjá meira