Ísraelar sagðir hafa drepið gísla og ríflega 200 Palestínumenn Árni Sæberg skrifar 8. júní 2024 19:52 Aðgerðir Ísraelshers voru framkvæmdar í miðju íbúahverfi. Jehad Alshrafi/AP Talsmaður herskás arms Hamas-samtakanna segir Ísraelsmenn hafa drepið ríflega 200 Palestínumenn í dag þegar fjórum gíslum var bjargað úr haldi Hamas-liða. Þá hafi aðrir gíslar dáið í átökunum. „Með því að fremja skelfileg ódæði tókst Ísraelum að frelsa einhverja gísla, en drepa aðra í aðgerðum sínum,“ segir Abu Ubaida, talsmaður al-Qassam vígasveitanna, í færslu á samfélagsmiðlinum Telegram. Fyrr í dag var greint frá því að Ísraelsher hefði frelsað fjóra gísla úr haldi Hamas í Nuseirat-borg á miðlægu Gasasvæðinu. Samhliða fótgönguliðsáhlaupinu hafi verið gerðar umfangsmiklar loftárásir sem leiddu til dauða 93 Palestínumanna, að sögn yfirvalda á svæðinu. Nú hefur heilbrigðisráðuneyti Hamas uppfært tölu látinna og segir minnst 210 Palestínumenn hafa látið lífið í árásunum. Veit ekki hversu margir látinna voru hryðjuverkamenn Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, segir að herinn hafi orðið fyrir skothríð og brugðist við með því að hefja árásir úr lofti. Aðgerðir hersins hafi verið framkvæmdar í miðju íbúahverfi í Nuseirat, þar sem Hamas geymi gísla í tveimur fjölbýlishúsum. „Við vitum af tæplega eitt hundrað Palestínumönnum sem léturst. Ég veit ekki hversu margir þeirra voru hryðjuverkamenn,“ hefur Reuters eftir honum. Muni breyta aðstæðum hinna gíslanna til hins verra Gíslarnir fjórir Noa Argamani, 26 ára, Almog Meir Jan, 22 ára, Andrey Kozlov, 27 ára, og Shlomi Ziv, 41 ára, voru allir meðal þeirra sem Hamas rændi af Nova-tónlistarhátíðinni þann 7. október. Hamas-samtökin hafa sleppt nokkrum fjölda gísla en segjast þó enn hafa marga gísla í haldi. „Aðgerðir laugardags setja gísla óvinarins í mikla hættu og mun breyta aðstæðum þeirra og lífi til hins verra.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Ísrael hefur ekki áhuga á vopnahléi – þjóðarmorð heldur áfram Í dag eru liðin átta mánuðir frá því að síðasta og lang lengsta árásarhrina Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar hófst. Þrátt fyrir kröfuna sem endurómar um allan heim og einnig innan veggja Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust og varanlegt vopnahlé, þá sýnir Ísraelsstjórn þess engin merki að hún hyggist láta af útrýmingarherferð sinni á Gaza. 7. júní 2024 22:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Sjá meira
„Með því að fremja skelfileg ódæði tókst Ísraelum að frelsa einhverja gísla, en drepa aðra í aðgerðum sínum,“ segir Abu Ubaida, talsmaður al-Qassam vígasveitanna, í færslu á samfélagsmiðlinum Telegram. Fyrr í dag var greint frá því að Ísraelsher hefði frelsað fjóra gísla úr haldi Hamas í Nuseirat-borg á miðlægu Gasasvæðinu. Samhliða fótgönguliðsáhlaupinu hafi verið gerðar umfangsmiklar loftárásir sem leiddu til dauða 93 Palestínumanna, að sögn yfirvalda á svæðinu. Nú hefur heilbrigðisráðuneyti Hamas uppfært tölu látinna og segir minnst 210 Palestínumenn hafa látið lífið í árásunum. Veit ekki hversu margir látinna voru hryðjuverkamenn Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, segir að herinn hafi orðið fyrir skothríð og brugðist við með því að hefja árásir úr lofti. Aðgerðir hersins hafi verið framkvæmdar í miðju íbúahverfi í Nuseirat, þar sem Hamas geymi gísla í tveimur fjölbýlishúsum. „Við vitum af tæplega eitt hundrað Palestínumönnum sem léturst. Ég veit ekki hversu margir þeirra voru hryðjuverkamenn,“ hefur Reuters eftir honum. Muni breyta aðstæðum hinna gíslanna til hins verra Gíslarnir fjórir Noa Argamani, 26 ára, Almog Meir Jan, 22 ára, Andrey Kozlov, 27 ára, og Shlomi Ziv, 41 ára, voru allir meðal þeirra sem Hamas rændi af Nova-tónlistarhátíðinni þann 7. október. Hamas-samtökin hafa sleppt nokkrum fjölda gísla en segjast þó enn hafa marga gísla í haldi. „Aðgerðir laugardags setja gísla óvinarins í mikla hættu og mun breyta aðstæðum þeirra og lífi til hins verra.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Ísrael hefur ekki áhuga á vopnahléi – þjóðarmorð heldur áfram Í dag eru liðin átta mánuðir frá því að síðasta og lang lengsta árásarhrina Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar hófst. Þrátt fyrir kröfuna sem endurómar um allan heim og einnig innan veggja Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust og varanlegt vopnahlé, þá sýnir Ísraelsstjórn þess engin merki að hún hyggist láta af útrýmingarherferð sinni á Gaza. 7. júní 2024 22:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Sjá meira
Ísrael hefur ekki áhuga á vopnahléi – þjóðarmorð heldur áfram Í dag eru liðin átta mánuðir frá því að síðasta og lang lengsta árásarhrina Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar hófst. Þrátt fyrir kröfuna sem endurómar um allan heim og einnig innan veggja Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust og varanlegt vopnahlé, þá sýnir Ísraelsstjórn þess engin merki að hún hyggist láta af útrýmingarherferð sinni á Gaza. 7. júní 2024 22:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna