Tuttugu ár síðan allt stefndi í að „ómennskur“ Rooney yrði hetja Englands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júní 2024 10:01 Rooney fagnar einu marka sinna á EM 2004. Hann átti síðar meir eftir að verða markahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins, um stund allavega. Shaun Botterill/Getty Images Fyrir tuttugu árum síðan trúði nær allt England – allavega þau þeirra sem horfa á fótbolta - að loks myndi þjóðin vinna EM sem þá fór fram í Portúgal. Svo meiddist undrabarnið Wayne Rooney og vonir Englands hurfu út um gluggann. Evrópumót karla í knattspyrnu hefst á föstudaginn kemur í Þýskalandi. Enn og aftur er enska þjóðin þeirrar skoðunar að landslið þeirra standi öðrum framar. Liðið fór alla leið í úrslit á síðasta EM en mátti þola tap í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu. Í stað þess að rifja þær slæmu minningar upp þá ákvað The Athletic að spóla örlítið lengra aftur í tímann eða til ársins 2004. "He was a raging bull.""His movement, his speed… he was not human."At Euro 2004, an 18-year-old Wayne Rooney was raw, volatile and prodigiously talented.Opponents were bullied, team-mates were open-mouthed.@stujames75 speaks to those who were there ⤵️— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 10, 2024 Þá var hin svokallaða gullkynslóð Englands upp á sitt besta sem og hinn 18 ára gamli Wayne Rooney gjörsamlega tryllti lýðinn. Þegar mótið hófst horfði enska þjóðin til leikmanna á borð við David Beckham, Paul Scholes, Steven Gerrard, Frank Lampard, John Terry, Sol Campbell, Ashley Cole og Michael Owen. Enginn þeirra komst þó með tærnar þar sem Rooney hafði hælana í Portúgal. David Beckham, Wayne Rooney og Paul Scholes.Michael Mayhew/Getty Images Á endanum skoraði Rooney fjögur mörk í rétt rúmum þremur leikjum en frammistöður hans verða ekki mældar í mörkum. „Ég man ekki eftir neinum sem hafði slík áhrif á stórmóti fyrir utan Pele á HM árið 1958. Hann var hinn fullkomni fótboltamaður,“ sagði Sven-Goran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands á mótinu í Portúgal. „Hroki að því leytinu til að honum var alveg sama hver þú varst. Hann var að spila á hæsta getustigi fótboltans en lét eins og þetta væri æfing með unglingaliði Everton. Hann hljóp, hann hljóp fólk niður og gerði það sem honum sýndist,“ sagði Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og þáverandi landsliðsmaður Englands, um Rooney á EM 2004. 🏴 When teenager Wayne Rooney dazzled at EURO 2004 🤩👀 Which youngster are you backing to shine for the Three Lions this time?@England | @WayneRooney | #EURO2020 pic.twitter.com/bNTbCxQjkF— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 13, 2021 Lætin byrjuðu gegn Frakklandi en í aðdraganda leiksins sagði Lilian Thuram, einn albesti varnarmaður heims á þeim tíma, að Frakkarnir hefðu meiri áhyggjur af Owen heldur en Rooney. Hann hefði betur sleppt því. Rooney ákvað þá og þegar að sýna Thuram hvar Davíð keypti ölið. Það var í síðari hálfleik þegar Rooney átti tvær slæmar snertingar á boltann í röð og Thuram ákvað að reyna vinna boltann af þessum unga Englending. Rooney vissi af Thuram og smellti hægri hendinni út, hendi sem var töluvert sterkbyggðari en hjá hinum hefðbundna 18 ára gutta. „Ég fór beint í kjálkann á honum og sneri mér svo við til að segja: Nú veistu hver ég er,“ sagði Rooney meðal annars um leikinn gegn Frakklandi. Hann lét ekki staðar numið þar. Tíu mínútum síðar sendi Beckham boltann út á vinstri kant þar sem Rooney var staðsettur, hann lyfti boltanum snyrtilega yfir Thuram og óð inn á vítateig þar sem Mikael Silvestre straujaði hann niður og vítaspyrna var dæmd. Rooney fellur til jarðar gegn Frakklandi.Ross Kinnaird/Getty Images Rooney var einn síns liðs að valda franska liðinu gríðarlegum vandræðum. Þannig var það út mótið eða þangað til hann meiddist gegn Portúgal. Þar meiddist hann á rist og gat ekki klárað leikinn. Portúgal sló England út en pressan á heimavelli var of mikil þar sem Grikkland vann Portúgal, í annað sinn á mótinu, og stóð uppi sem Evrópumeistari. Hefði England farið alla leið með heilan Rooney innanborðs? Það fáum við aldrei að vita. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Sjá meira
Evrópumót karla í knattspyrnu hefst á föstudaginn kemur í Þýskalandi. Enn og aftur er enska þjóðin þeirrar skoðunar að landslið þeirra standi öðrum framar. Liðið fór alla leið í úrslit á síðasta EM en mátti þola tap í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu. Í stað þess að rifja þær slæmu minningar upp þá ákvað The Athletic að spóla örlítið lengra aftur í tímann eða til ársins 2004. "He was a raging bull.""His movement, his speed… he was not human."At Euro 2004, an 18-year-old Wayne Rooney was raw, volatile and prodigiously talented.Opponents were bullied, team-mates were open-mouthed.@stujames75 speaks to those who were there ⤵️— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 10, 2024 Þá var hin svokallaða gullkynslóð Englands upp á sitt besta sem og hinn 18 ára gamli Wayne Rooney gjörsamlega tryllti lýðinn. Þegar mótið hófst horfði enska þjóðin til leikmanna á borð við David Beckham, Paul Scholes, Steven Gerrard, Frank Lampard, John Terry, Sol Campbell, Ashley Cole og Michael Owen. Enginn þeirra komst þó með tærnar þar sem Rooney hafði hælana í Portúgal. David Beckham, Wayne Rooney og Paul Scholes.Michael Mayhew/Getty Images Á endanum skoraði Rooney fjögur mörk í rétt rúmum þremur leikjum en frammistöður hans verða ekki mældar í mörkum. „Ég man ekki eftir neinum sem hafði slík áhrif á stórmóti fyrir utan Pele á HM árið 1958. Hann var hinn fullkomni fótboltamaður,“ sagði Sven-Goran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands á mótinu í Portúgal. „Hroki að því leytinu til að honum var alveg sama hver þú varst. Hann var að spila á hæsta getustigi fótboltans en lét eins og þetta væri æfing með unglingaliði Everton. Hann hljóp, hann hljóp fólk niður og gerði það sem honum sýndist,“ sagði Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og þáverandi landsliðsmaður Englands, um Rooney á EM 2004. 🏴 When teenager Wayne Rooney dazzled at EURO 2004 🤩👀 Which youngster are you backing to shine for the Three Lions this time?@England | @WayneRooney | #EURO2020 pic.twitter.com/bNTbCxQjkF— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 13, 2021 Lætin byrjuðu gegn Frakklandi en í aðdraganda leiksins sagði Lilian Thuram, einn albesti varnarmaður heims á þeim tíma, að Frakkarnir hefðu meiri áhyggjur af Owen heldur en Rooney. Hann hefði betur sleppt því. Rooney ákvað þá og þegar að sýna Thuram hvar Davíð keypti ölið. Það var í síðari hálfleik þegar Rooney átti tvær slæmar snertingar á boltann í röð og Thuram ákvað að reyna vinna boltann af þessum unga Englending. Rooney vissi af Thuram og smellti hægri hendinni út, hendi sem var töluvert sterkbyggðari en hjá hinum hefðbundna 18 ára gutta. „Ég fór beint í kjálkann á honum og sneri mér svo við til að segja: Nú veistu hver ég er,“ sagði Rooney meðal annars um leikinn gegn Frakklandi. Hann lét ekki staðar numið þar. Tíu mínútum síðar sendi Beckham boltann út á vinstri kant þar sem Rooney var staðsettur, hann lyfti boltanum snyrtilega yfir Thuram og óð inn á vítateig þar sem Mikael Silvestre straujaði hann niður og vítaspyrna var dæmd. Rooney fellur til jarðar gegn Frakklandi.Ross Kinnaird/Getty Images Rooney var einn síns liðs að valda franska liðinu gríðarlegum vandræðum. Þannig var það út mótið eða þangað til hann meiddist gegn Portúgal. Þar meiddist hann á rist og gat ekki klárað leikinn. Portúgal sló England út en pressan á heimavelli var of mikil þar sem Grikkland vann Portúgal, í annað sinn á mótinu, og stóð uppi sem Evrópumeistari. Hefði England farið alla leið með heilan Rooney innanborðs? Það fáum við aldrei að vita.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn