Tók skólabækurnar með þó hann sé að undirbúa sig fyrir EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júní 2024 15:00 Lamine Yamal lætur góðan árangur á fótboltavellinum ekki hafa áhrif á námið. Getty Images/Mateo Villalba Undrabarnið Lamine Yamal, leikmaður Barcelona, er í spænska landsliðshópnum sem tekur þátt á Evrópumóti karla í knattspyrnu. Yamal er hins vegar aðeins 16 ára gamall og meðan aðrir leikmenn liðsins slaka á eða spila tölvuleiki situr hann yfir skólabókunum. Yamal verður 17 ára þann 13. júlí næstkomandi en hann er ein af skærustu stjörnum Börsunga. Á meðan félagið er í tómu tjóni fjárhagslega virðist La Masia-akademían aldrei hafa verið sterkari. Miðjumennirnir Pedri (21 árs) og Gavi (19 ára) eru þekktar stærðir þrátt fyrir ungan aldur. Hinn tvítugi Alejandro Balde er einn mest spennandi vinstri bakvörður Evrópu, Pau Cubarsí er aðeins 17 ára gamall en spilaði frábærlega í miðverðinum á nýafstaðinni leiktíð þrátt fyrir að vera varla nægilega gamall til að keyra bíl. Hinn 21 árs gamli Fermín López verður betri með hverjum leiknum og svo er það hinn 16 ára gamli Lamine Yamal sem er einfaldlega einn mest spennandi leikmaður heims í dag. Þrátt fyrir ungan aldur þá tók hann þátt í öllum nema einum leik Barcelona í La Liga, efstu deild Spánar, ásamt því að spila alla tíu leiki liðsins í Meistaradeild Evrópu. Alls lék hann 50 leiki fyrir Barcelona, skoraði sjö mörk og gaf 10 stoðsendingar. Þá hefur hann spilað sjö A-landsleiki til þessa og skorað tvö mörk. That Lamine Yamal assist for Ruiz 🤤#EURO2024 pic.twitter.com/d9wmQg5M04— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 10, 2024 Þrátt fyrir að tímabilið hjá Barcelona hafi verið hálfgerð vonbrigði þá átti Lamal frábært tímabil. Tímabili hans er þó hvergi nærri lokið þar sem hann var valinn í spænska landsliðið fyrir EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi. Hann virðist þó með báða fætur á jörðinni og passaði sig að taka heimanámið með sér. „Ég tók heimanámið með því ég er á fjórða ári á ESO og er í tímum á netinu. Ég vona að kennarinn felli mig ekki,“ sagði Lamal er hann var spurður út í hvað hann er að gera á milli æfinga í aðdraganda mótsins. Lamine Yamal is doing homework and Spain plays Croatia on Saturday 😂📚 pic.twitter.com/X1h1Ys9ACc— ESPN FC (@ESPNFC) June 11, 2024 Spánn er í B-riðli Evrópumótsins ásamt Ítalíu, Króatíu og Albaníu. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Fleiri fréttir Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sjá meira
Yamal verður 17 ára þann 13. júlí næstkomandi en hann er ein af skærustu stjörnum Börsunga. Á meðan félagið er í tómu tjóni fjárhagslega virðist La Masia-akademían aldrei hafa verið sterkari. Miðjumennirnir Pedri (21 árs) og Gavi (19 ára) eru þekktar stærðir þrátt fyrir ungan aldur. Hinn tvítugi Alejandro Balde er einn mest spennandi vinstri bakvörður Evrópu, Pau Cubarsí er aðeins 17 ára gamall en spilaði frábærlega í miðverðinum á nýafstaðinni leiktíð þrátt fyrir að vera varla nægilega gamall til að keyra bíl. Hinn 21 árs gamli Fermín López verður betri með hverjum leiknum og svo er það hinn 16 ára gamli Lamine Yamal sem er einfaldlega einn mest spennandi leikmaður heims í dag. Þrátt fyrir ungan aldur þá tók hann þátt í öllum nema einum leik Barcelona í La Liga, efstu deild Spánar, ásamt því að spila alla tíu leiki liðsins í Meistaradeild Evrópu. Alls lék hann 50 leiki fyrir Barcelona, skoraði sjö mörk og gaf 10 stoðsendingar. Þá hefur hann spilað sjö A-landsleiki til þessa og skorað tvö mörk. That Lamine Yamal assist for Ruiz 🤤#EURO2024 pic.twitter.com/d9wmQg5M04— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 10, 2024 Þrátt fyrir að tímabilið hjá Barcelona hafi verið hálfgerð vonbrigði þá átti Lamal frábært tímabil. Tímabili hans er þó hvergi nærri lokið þar sem hann var valinn í spænska landsliðið fyrir EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi. Hann virðist þó með báða fætur á jörðinni og passaði sig að taka heimanámið með sér. „Ég tók heimanámið með því ég er á fjórða ári á ESO og er í tímum á netinu. Ég vona að kennarinn felli mig ekki,“ sagði Lamal er hann var spurður út í hvað hann er að gera á milli æfinga í aðdraganda mótsins. Lamine Yamal is doing homework and Spain plays Croatia on Saturday 😂📚 pic.twitter.com/X1h1Ys9ACc— ESPN FC (@ESPNFC) June 11, 2024 Spánn er í B-riðli Evrópumótsins ásamt Ítalíu, Króatíu og Albaníu.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Fleiri fréttir Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sjá meira