Sjáðu Real Madrid strákinn slá met Ronaldo með rosalegu marki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2024 06:30 Arda Guler fagnar hér frábæru marki sínu í gær. Þessi ungi leikmaður fékk traustið og sýndi af hverju. Getty/ Joe Prior Það vantaði ekki glæsimörkin í sigri Tyrkja eða dramatíkina í sigri Portúgala þegar fyrsta umferð riðlakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í Þýskalandi kláraðist í gær. Nú hafa öll liðin spilað leik á mótinu. Hér má sjá mörkin úr leikjum gærdagsins. Hinn nítján ára gamli Arda Guler var í aðalhlutverki í gær þegar Tyrkir hófu leik á Evrópumótinu. Georgíumenn léku sinn fyrsta leik á stórmóti í sögunni en þurftu að sætta sig við 3-1 tap á móti nágrönnum sínum frá Tyrklandi. Guler skoraði annað mark Tyrkja og kom þeim aftur yfir eftir að Georgíumenn höfðu jafnað. Markið kom með stórkostlegu skoti stráksins fyrir utan teig sem söng upp í fjærhorninu. Guler, sem spilar með Real Madrid, sló þarna met Cristiano Ronaldo. Þarna sýndi hann af hverju Real vildi fá hann. Hann var aðeins nítján ára og 114 daga gamall í gær og sló þar með met Ronaldo yfir að vera sá yngsti til að skora í sínum fyrsta leik á EM. Ronaldo var 19 ára og 128 daga gamall á EM 2004. Mert Muldur skoraði fyrsta mark Tyrkjanna og það var líka stórglæsilegt viðstöðulaust skot af löngu færi. Georges Mikautadze jafnaði metin en þriðja og síðasta markið skoraði Kerem Akturkoglu í tómt mark eftir að markvörður Georgíu hafði farið fram undir lok leiksins. Rosaleg mörk hjá Tyrkjum⚽️⚽️⚽️ og sögulegt mark Georgíu🇬🇪 í 3-1 sigri🇹🇷 pic.twitter.com/UKFHL5Lbdw— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 18, 2024 Mikil dramatík var í leik Portúgala og Tékka. Portúgalar unnu leikinn á endanum 2-1 eftir að hafa lent undir. Varamaðurinn Francisco Conceicao skoraði sigurmarkið í uppbótatíma en áður hafði Varsjáin dæmt mark af Diogo Jota þar sem að Ronaldo var rangstæður í aðdragandanum. Lukas Provod kom Tékum yfir á 62. mínútu en Portúgalar jöfnuðu með sjálfsmarki sjö mínútum síðar. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr þessum tveimur leikjum en EM heldur síðan áfram í dag. Dramatík í Leipzig!⚡️ Dramatískt sigurmark Portúgala eftir að Tékkar höfðu komist yfir⚽️🇵🇹🇨🇿 pic.twitter.com/KzKAZSZAil— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 18, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Sjá meira
Hinn nítján ára gamli Arda Guler var í aðalhlutverki í gær þegar Tyrkir hófu leik á Evrópumótinu. Georgíumenn léku sinn fyrsta leik á stórmóti í sögunni en þurftu að sætta sig við 3-1 tap á móti nágrönnum sínum frá Tyrklandi. Guler skoraði annað mark Tyrkja og kom þeim aftur yfir eftir að Georgíumenn höfðu jafnað. Markið kom með stórkostlegu skoti stráksins fyrir utan teig sem söng upp í fjærhorninu. Guler, sem spilar með Real Madrid, sló þarna met Cristiano Ronaldo. Þarna sýndi hann af hverju Real vildi fá hann. Hann var aðeins nítján ára og 114 daga gamall í gær og sló þar með met Ronaldo yfir að vera sá yngsti til að skora í sínum fyrsta leik á EM. Ronaldo var 19 ára og 128 daga gamall á EM 2004. Mert Muldur skoraði fyrsta mark Tyrkjanna og það var líka stórglæsilegt viðstöðulaust skot af löngu færi. Georges Mikautadze jafnaði metin en þriðja og síðasta markið skoraði Kerem Akturkoglu í tómt mark eftir að markvörður Georgíu hafði farið fram undir lok leiksins. Rosaleg mörk hjá Tyrkjum⚽️⚽️⚽️ og sögulegt mark Georgíu🇬🇪 í 3-1 sigri🇹🇷 pic.twitter.com/UKFHL5Lbdw— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 18, 2024 Mikil dramatík var í leik Portúgala og Tékka. Portúgalar unnu leikinn á endanum 2-1 eftir að hafa lent undir. Varamaðurinn Francisco Conceicao skoraði sigurmarkið í uppbótatíma en áður hafði Varsjáin dæmt mark af Diogo Jota þar sem að Ronaldo var rangstæður í aðdragandanum. Lukas Provod kom Tékum yfir á 62. mínútu en Portúgalar jöfnuðu með sjálfsmarki sjö mínútum síðar. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr þessum tveimur leikjum en EM heldur síðan áfram í dag. Dramatík í Leipzig!⚡️ Dramatískt sigurmark Portúgala eftir að Tékkar höfðu komist yfir⚽️🇵🇹🇨🇿 pic.twitter.com/KzKAZSZAil— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 18, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Sjá meira