Samið um kjaraskerðingu í 4 ár? Kristófer Ingi Svavarsson skrifar 19. júní 2024 16:01 I Forystusveit Sameykis hefur samið við ríkið um kjarabreytingar næstu fjögur ár. Samningsdrögin voru kynnt trúnaðarmönnum stéttarfélagsins á net-fundi í morgun. Sérhver félagi á kost á því að kynna sér samninginn á Mínum síðum Sameykis og greiða atkvæði um þau. Atkvæðagreiðslan hófst klukkan 11 í dag, en lýkur klukkan 14 mánudaginn 24. júní. II. Í samningsdrögunum er sitthvað harla gott. Til að mynda virðist stytting vinnuvikunnar í 36 klukkustundir vera til frambúðar. Einnig eru hnýttir lausir endar. Þannig verða ákvæði um vaktaauka, orlofsrétt, matarhlé og ýmislegt fleira færð í skýrara horf og á allt að því skiljanlegt mál fyrir alþýðu manna. III. Á Landakoti, mínum vinnustað, hefur fólk borið sig illa yfir kjaraskerðingu frá því síðast var samið. Þetta er láglaunafólk, margt af því ungt að árum, sem ekki lætur sig einu sinni dreyma um að eignast þak yfir höfuðið. Verðbólga hefur geisað frá síðast var samið um "hófsama" hækkun á launum þessa fólks og skert kaupgetu þess til muna. Tíðar hækkanir stýrivaxta og aðrir verðbólguvaldar hafa fyrir löngu þurrkað út ávinningin af "hófseminni" síðustu og því átti þetta fólk von á að samið yrði nokkuð myndarlega næst. IV. En fjallið tók jóðsótt og það fæddist lítil mús! Laun eiga að hækka um litlar 23.750 krónur á mánuði í ár! Síðan um eitthvað svipað næstu 3 ár. Þessi "hækkun" bætir ekki nema smáræði af kjaraskerðingu síðustu ára. Þetta dugar varla fyrir nokkrum kílóum af ýsu eða þorski, fáeinum lítrum af bensíni og einum gallabuxum (í Costco). Ja, sveiattan!! "Hófsemin" verður varla meiri, auðmýktin og niðurlægingin! V. Og enn er samið til fjögurra ára. Í röðum hagfræðinga, og annarra hálaunaðra teknókrata, ríkis, atvinnurekenda og jafnvel stéttarfélaga, ber mikið á bjartsýni um að verðbólgan sé ýmist á undanhaldi, eða hún sé að hjaðna, hún sé jafnvel á niðurleið (bólga á niðurleið?). Enginn launþegi leggur trúnað á þetta hálaunaða atvinnuskraf "sérfæðinga." Alla grunar að þetta sé keyptur málflutningur! Engin verðbótaákvæði eru í samningnum en gengið út frá þeirri forsendu að stjórnvöld og aðrir atvinnurekendur vinni af einlægni að því að verðbólga hjaðni og vextir lækki. Mikil er trú þín maður! Hér eru fyrirvarar um "forsendubrest" og uppsögn samnings allt of langsóttir og torræðir. Og hver reiknar út verðbólgu? Þar virðist enginn hagfræðingur sammála um forsendur, svo þessi fyrirvari er meira skraut en öryggisráðstöfun. VI Með því að samþykkja þessi samnigsdrög myndu Sameykisfélagar lýsa yfir því að þeir hefðu velþóknun á kjaraskerðingu næstliðinna ára og vafra inní nýja fjögurra ára verðbólguþoku! Því væri ég næsta samviskulaus mannleysa ef ég mælti með samþykkt þeirra. Höfundur er trúnaðarmaður Sameykis á Landakoti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Ingi Svavarsson Kjaramál Stéttarfélög Landspítalinn Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
I Forystusveit Sameykis hefur samið við ríkið um kjarabreytingar næstu fjögur ár. Samningsdrögin voru kynnt trúnaðarmönnum stéttarfélagsins á net-fundi í morgun. Sérhver félagi á kost á því að kynna sér samninginn á Mínum síðum Sameykis og greiða atkvæði um þau. Atkvæðagreiðslan hófst klukkan 11 í dag, en lýkur klukkan 14 mánudaginn 24. júní. II. Í samningsdrögunum er sitthvað harla gott. Til að mynda virðist stytting vinnuvikunnar í 36 klukkustundir vera til frambúðar. Einnig eru hnýttir lausir endar. Þannig verða ákvæði um vaktaauka, orlofsrétt, matarhlé og ýmislegt fleira færð í skýrara horf og á allt að því skiljanlegt mál fyrir alþýðu manna. III. Á Landakoti, mínum vinnustað, hefur fólk borið sig illa yfir kjaraskerðingu frá því síðast var samið. Þetta er láglaunafólk, margt af því ungt að árum, sem ekki lætur sig einu sinni dreyma um að eignast þak yfir höfuðið. Verðbólga hefur geisað frá síðast var samið um "hófsama" hækkun á launum þessa fólks og skert kaupgetu þess til muna. Tíðar hækkanir stýrivaxta og aðrir verðbólguvaldar hafa fyrir löngu þurrkað út ávinningin af "hófseminni" síðustu og því átti þetta fólk von á að samið yrði nokkuð myndarlega næst. IV. En fjallið tók jóðsótt og það fæddist lítil mús! Laun eiga að hækka um litlar 23.750 krónur á mánuði í ár! Síðan um eitthvað svipað næstu 3 ár. Þessi "hækkun" bætir ekki nema smáræði af kjaraskerðingu síðustu ára. Þetta dugar varla fyrir nokkrum kílóum af ýsu eða þorski, fáeinum lítrum af bensíni og einum gallabuxum (í Costco). Ja, sveiattan!! "Hófsemin" verður varla meiri, auðmýktin og niðurlægingin! V. Og enn er samið til fjögurra ára. Í röðum hagfræðinga, og annarra hálaunaðra teknókrata, ríkis, atvinnurekenda og jafnvel stéttarfélaga, ber mikið á bjartsýni um að verðbólgan sé ýmist á undanhaldi, eða hún sé að hjaðna, hún sé jafnvel á niðurleið (bólga á niðurleið?). Enginn launþegi leggur trúnað á þetta hálaunaða atvinnuskraf "sérfæðinga." Alla grunar að þetta sé keyptur málflutningur! Engin verðbótaákvæði eru í samningnum en gengið út frá þeirri forsendu að stjórnvöld og aðrir atvinnurekendur vinni af einlægni að því að verðbólga hjaðni og vextir lækki. Mikil er trú þín maður! Hér eru fyrirvarar um "forsendubrest" og uppsögn samnings allt of langsóttir og torræðir. Og hver reiknar út verðbólgu? Þar virðist enginn hagfræðingur sammála um forsendur, svo þessi fyrirvari er meira skraut en öryggisráðstöfun. VI Með því að samþykkja þessi samnigsdrög myndu Sameykisfélagar lýsa yfir því að þeir hefðu velþóknun á kjaraskerðingu næstliðinna ára og vafra inní nýja fjögurra ára verðbólguþoku! Því væri ég næsta samviskulaus mannleysa ef ég mælti með samþykkt þeirra. Höfundur er trúnaðarmaður Sameykis á Landakoti.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar