Fóru niður á hnén fyrir framan stuðningsmennina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2024 13:30 Leikmenn tékkneska landsliðsins áttu stund með stuðningsmönnum sínum eftir leikinn á móti Georgíu í gær en vonbrigðin voru mikil. Liðið er í krefjandi stöðu en á enn möguleika á sæti í sextán liða úrslitum EM. Getty/Halil Sagirkaya Tékkar eru enn að bíða eftir fyrsta sigri sínum á Evrópumótinu í fótbolta í Þýskalandi og útlitið er ekki allt of bjart fyrir lokaumferðina eftir 1-1 jafntefli á móti Georgíumönnum í gær. Tékkar eru með eitt stig og eitt mark í mínus. Lokaleikurinn er hins vegar á móti Tyrklandi og sigur í þeim leik ætti að tryggja Tékkum sæti í sextán liða úrslitum. Það verður þó krefjandi verkefni enda fá lið með meiri stuðning á þessu móti en einmitt Tyrkland. Vonin lifir því en leikurinn á móti Georgíu í gær var afar svekkjandi fyrir tékkneska liðið sem klúðruðu hverju dauðafærinu á fætur öðrum. Undir lokin fengu Georgíumenn dauðafæri í skyndisókn en Saba Lobzhanidze skaut yfir með síðasta skoti leiksins. Í stað þess að vera hetja þjóðar sinnar svaf hann örugglega ekki mikið i nótt. Eftir leikinn þá fóru allir leikmenn tékkneska liðsins niður á hnén fyrir framan stuðningsmennina. Þeir sátu þar um stund. Vonbrigðin leyndu sér ekki en samheldin var augljóslega til staðar. Þeir áttu þessa stund með stuðningsfólki nuþar sem allir reyndu að sleikja sárin og byrja orkusöfnun fyrir algjöran úrslitaleik eftir nokkra daga. Það verður vissulega fróðlegt að sjá þá í lokaleiknum á móti Tyrklandi á miðvikudagskvöldið. Portúgalar hafa unnið báða leiki sína og eru búnir að vinna riðilinn og tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum. Annað og jafnvel þriðja sætið gætu einnig gefið farseðil í útsláttarkeppnina. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Sjá meira
Tékkar eru með eitt stig og eitt mark í mínus. Lokaleikurinn er hins vegar á móti Tyrklandi og sigur í þeim leik ætti að tryggja Tékkum sæti í sextán liða úrslitum. Það verður þó krefjandi verkefni enda fá lið með meiri stuðning á þessu móti en einmitt Tyrkland. Vonin lifir því en leikurinn á móti Georgíu í gær var afar svekkjandi fyrir tékkneska liðið sem klúðruðu hverju dauðafærinu á fætur öðrum. Undir lokin fengu Georgíumenn dauðafæri í skyndisókn en Saba Lobzhanidze skaut yfir með síðasta skoti leiksins. Í stað þess að vera hetja þjóðar sinnar svaf hann örugglega ekki mikið i nótt. Eftir leikinn þá fóru allir leikmenn tékkneska liðsins niður á hnén fyrir framan stuðningsmennina. Þeir sátu þar um stund. Vonbrigðin leyndu sér ekki en samheldin var augljóslega til staðar. Þeir áttu þessa stund með stuðningsfólki nuþar sem allir reyndu að sleikja sárin og byrja orkusöfnun fyrir algjöran úrslitaleik eftir nokkra daga. Það verður vissulega fróðlegt að sjá þá í lokaleiknum á móti Tyrklandi á miðvikudagskvöldið. Portúgalar hafa unnið báða leiki sína og eru búnir að vinna riðilinn og tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum. Annað og jafnvel þriðja sætið gætu einnig gefið farseðil í útsláttarkeppnina.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Sjá meira
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti