Mun ekki leyfa kaup og sölur á uppsprengdu verði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. júní 2024 13:00 Nýjasti leikmaður Everton, ykkur er fyrirgefið ef þið hafið aldrei séð kauða. Tony McArdle/Getty Images Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa gefið skýrt til kynna að deildin mun ekki leyfa liðum deildarinnar að beygja fjárhagsregluverk hennar með því að selja unga og uppalda leikmenn á uppsprengdu verði. Breska ríkisútvarpið, BBC, birti frétt þess efnis að nokkur lið deildarinnar hefðu svo gott sem skipt á ungum og uppöldum leikmönnum. Skiptin fóru hins vegar þannig fram að liðin borguðu uppsprengt verð en um er að ræða leikmenn sem hafa lítið sem ekkert áorkað á knattspyrnuvellinum. Clubs warned not to breach Premier League ‘good faith’ rules over ‘PSR loophole’ dealshttps://t.co/HDypknTMlF— Martyn Ziegler (@martynziegler) June 24, 2024 Ástæðan er sú að uppaldir leikmenn skila meira í kassann þegar kemur að PSR-reglum deildarinnar en þær skera úr um hvað lið deildarinnar mega vera mikið í mínus yfir þriggja ára tímabil. Var reglunum ætlað að hjálpa þeim liðum sem ekki ættu ótæmanlegar hirslur en það virðist ekki vera raunin. Þar sem uppaldir leikmenn flokkast sem „hreinn gróði“ þá telja þeir allt að þrisvar sinnum meira í bókhaldi félaganna. Ef uppalinn leikmaður er seldur fyrir 5 milljónir má félagið kaupa fyrir 15 milljónir án þess að brjóta téðar fjármálareglur. Þetta virðast lið deildarinnar nú vera að nýta sér í gríð og erg. Everton er eitt þeirra félaga sem nefnt er í greininni en félagið keypti hinn tvítuga Tim Iroegbunam á níu milljónir punda, rúmlega einn og hálfan milljarð íslenskra króna, frá Aston Villa. Hinn 21 árs gamli Lewis Dobbin fór í hina áttina fyrir sömu upphæð. Þá var Villa nálægt því að selja táninginn Omari Kellyman til Chelsea á 19 milljónir punda, rúma 3,3 milljarða íslenskra króna. Aston Villa is pleased to announce the signing of Lewis Dobbin from Everton. 🤝— Aston Villa (@AVFCOfficial) June 23, 2024 Skömmu eftir að Villa hafði selt Iroegbunam var tilkynnt að félagið væri að festa kaup á Ian Maatsen, vinstri bakverði Chelsea sem spilaði með Borussia Dortmund á síðustu leiktíð. Kaupverðið 37,5 milljónir punda, rúmlega 6,6 milljarða íslenskra króna. Á svipuðum tíma var Everton sagt vera að íhuga að kaupa táninginn Yankuba Minteh frá Newcastle United en síðarnefnda liðið var á sama tíma sagt vilja kaupa framherjann Dominic Calvert-Lewin. Í frétt BBC kemur fram að eitt lið deildarinnar hafi miklar áhyggjur af þessu og hafi lagt inn kvörtun. Á sama tíma hefur The Times greint frá að deildin muni ekki leyfa liðum að komast upp með þetta. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Fleiri fréttir Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Sjá meira
Breska ríkisútvarpið, BBC, birti frétt þess efnis að nokkur lið deildarinnar hefðu svo gott sem skipt á ungum og uppöldum leikmönnum. Skiptin fóru hins vegar þannig fram að liðin borguðu uppsprengt verð en um er að ræða leikmenn sem hafa lítið sem ekkert áorkað á knattspyrnuvellinum. Clubs warned not to breach Premier League ‘good faith’ rules over ‘PSR loophole’ dealshttps://t.co/HDypknTMlF— Martyn Ziegler (@martynziegler) June 24, 2024 Ástæðan er sú að uppaldir leikmenn skila meira í kassann þegar kemur að PSR-reglum deildarinnar en þær skera úr um hvað lið deildarinnar mega vera mikið í mínus yfir þriggja ára tímabil. Var reglunum ætlað að hjálpa þeim liðum sem ekki ættu ótæmanlegar hirslur en það virðist ekki vera raunin. Þar sem uppaldir leikmenn flokkast sem „hreinn gróði“ þá telja þeir allt að þrisvar sinnum meira í bókhaldi félaganna. Ef uppalinn leikmaður er seldur fyrir 5 milljónir má félagið kaupa fyrir 15 milljónir án þess að brjóta téðar fjármálareglur. Þetta virðast lið deildarinnar nú vera að nýta sér í gríð og erg. Everton er eitt þeirra félaga sem nefnt er í greininni en félagið keypti hinn tvítuga Tim Iroegbunam á níu milljónir punda, rúmlega einn og hálfan milljarð íslenskra króna, frá Aston Villa. Hinn 21 árs gamli Lewis Dobbin fór í hina áttina fyrir sömu upphæð. Þá var Villa nálægt því að selja táninginn Omari Kellyman til Chelsea á 19 milljónir punda, rúma 3,3 milljarða íslenskra króna. Aston Villa is pleased to announce the signing of Lewis Dobbin from Everton. 🤝— Aston Villa (@AVFCOfficial) June 23, 2024 Skömmu eftir að Villa hafði selt Iroegbunam var tilkynnt að félagið væri að festa kaup á Ian Maatsen, vinstri bakverði Chelsea sem spilaði með Borussia Dortmund á síðustu leiktíð. Kaupverðið 37,5 milljónir punda, rúmlega 6,6 milljarða íslenskra króna. Á svipuðum tíma var Everton sagt vera að íhuga að kaupa táninginn Yankuba Minteh frá Newcastle United en síðarnefnda liðið var á sama tíma sagt vilja kaupa framherjann Dominic Calvert-Lewin. Í frétt BBC kemur fram að eitt lið deildarinnar hafi miklar áhyggjur af þessu og hafi lagt inn kvörtun. Á sama tíma hefur The Times greint frá að deildin muni ekki leyfa liðum að komast upp með þetta.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Fleiri fréttir Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Sjá meira