Kvennalið Man Utd fært svo pláss sé fyrir karlaliðið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. júní 2024 15:00 Hin uppalda Ella Toone er ein af betri leikmönnum kvennaliðs Man United. John Peters/Getty Images Vegna breytinga á Carrington, æfingasvæði enska knattspyrnufélagsins Manchester United, mun kvennalið félagsins þurfa að yfirgefa svæðið og hafast við í flytjanlegum búningsklefa þar sem karlaliðið mun nota kvennaklefann á meðan viðgerðirnar standa yfir. Sir Jim Ratcliffe, minnihlutaeigandi í félaginu, var ekki lengi að komast að því að æfingasvæði félagsins er ekki á pari við bestu knattspyrnulið heims. Íhugað var að byggja nýtt æfingasvæði frá grunni en á endanum var ákveðið að ráðast í endurbætur á Carrington. Við það raskast hefðbundin starfsemi og nú hefur The Guardian greint frá að lausn Man United er að færa kvennaliðið úr byggingunni og gefa karlaliðinu klefann þeirra. Endurbæturnar munu kosta 50 milljónir punda eða nærri 9 milljörðum íslenskra króna og standa yfir allt 2024-25 tímabilið. Manchester United’s women’s team will be moved into portable buildings at the club’s Carrington training complex this season to allow the men’s squad to use the women’s building while the men’s building is being revamped. Excl. story for @guardian_sporthttps://t.co/FWVrOSoP1x— Tom Garry (@TomJGarry) June 25, 2024 Sumarið 2023 var opnuð sérstök bygging á Carrington fyrir kvenna- og yngri lið félagsins sem kostaði samtals 10 milljónir punda, 1,8 milljarð íslenskra króna. Karlaliðið mun hafast við þar á meðan endurbæturnar standa yfir og kvennaliðið verður fært í svokallaða flytjanlega klefa. Var það lokaniðurstaða félagsins þar sem ekki var talið ákjósanlegt að færa kvennaliðið yfir á annað æfingasvæði þar sem æfingavellirnir væru ekki í sama gæðaflokki og liðið hefði þá ekki aðgang að mötuneyti líkt og það gerir á Carrington. The Guardian hefur eftir aðila sem er nátengdur kvennaliðinu að þessi ákvörðun sé talin ýta undir þá tilfinningu að kvennaliðið sé ekki í forgangi hjá Man United. Enski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Sjá meira
Sir Jim Ratcliffe, minnihlutaeigandi í félaginu, var ekki lengi að komast að því að æfingasvæði félagsins er ekki á pari við bestu knattspyrnulið heims. Íhugað var að byggja nýtt æfingasvæði frá grunni en á endanum var ákveðið að ráðast í endurbætur á Carrington. Við það raskast hefðbundin starfsemi og nú hefur The Guardian greint frá að lausn Man United er að færa kvennaliðið úr byggingunni og gefa karlaliðinu klefann þeirra. Endurbæturnar munu kosta 50 milljónir punda eða nærri 9 milljörðum íslenskra króna og standa yfir allt 2024-25 tímabilið. Manchester United’s women’s team will be moved into portable buildings at the club’s Carrington training complex this season to allow the men’s squad to use the women’s building while the men’s building is being revamped. Excl. story for @guardian_sporthttps://t.co/FWVrOSoP1x— Tom Garry (@TomJGarry) June 25, 2024 Sumarið 2023 var opnuð sérstök bygging á Carrington fyrir kvenna- og yngri lið félagsins sem kostaði samtals 10 milljónir punda, 1,8 milljarð íslenskra króna. Karlaliðið mun hafast við þar á meðan endurbæturnar standa yfir og kvennaliðið verður fært í svokallaða flytjanlega klefa. Var það lokaniðurstaða félagsins þar sem ekki var talið ákjósanlegt að færa kvennaliðið yfir á annað æfingasvæði þar sem æfingavellirnir væru ekki í sama gæðaflokki og liðið hefði þá ekki aðgang að mötuneyti líkt og það gerir á Carrington. The Guardian hefur eftir aðila sem er nátengdur kvennaliðinu að þessi ákvörðun sé talin ýta undir þá tilfinningu að kvennaliðið sé ekki í forgangi hjá Man United.
Enski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Sjá meira