Þjarmað að Verstappen á blaðamannafundi Aron Guðmundsson skrifar 27. júní 2024 23:15 Max Verstappen, ökumaður Formúlu 1 liðs Red Bull Racing Vísir/Getty Ríkjandi Formúlu 1 heimsmeistarinn Max Verstappen, ökumaður Red Bull Racing, segist munu aka fyrir liðið á næsta tímabili. Þjarmað var að Hollendingnum á blaðamannafundi í dag en miklar vangaveltur hafa verið ríkjandi um framtíð hans í Formúlu 1. Verstappen er þrefaldur heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 en allt frá upphafi yfirstandandi tímabils hafa verið á kreiki orðrómar þess efnis að Verstappen gæti haldið á önnur mið eftir tímabilið og hefur þá lið Mercedes verið nefnt til sögunnar sem mögulegur áfangastaður fyrir Hollendinginn. Framundan er keppnishelgi á heimavelli Red Bull í Spielberg í Austurríki og þangað var Verstappen mættur í dag á blaðamannafundi þar sem að þjarmað var að honum og og hann krafinn svara um framtíð sína í mótaröðinni. Þar sagði Verstappen hundrað prósent lýkur á því að hann myndi aka fyrir Red Bull Racing á næsta tímabili. „Auðvitað eiga alls konar samtöl sér stað en það sem skiptir mestu máli er að við verðum með mjög samkeppnishæfan bíl í framtíðinni. Það er mjótt á munum núna en við erum að vinna vel saman sem lið við það að bæta okkur. Og að sjálfsögðu, líkt og ég hef sagt við liðsfélaga mína, erum við að vinna vel og einbeita okkur að næsta ári og reynum þá aftur að vera samkeppnishæfir.“ Verstappen stefnir hraðbyri í átt að sínum fjórða heimsmeistaratitli í Formúlu 1 en er þó að fá meiri mótspyrnu í ár heldur en raunin var í fyrra. Er þar helst horft til Bretans Lando Norris hjá liði McLaren í þeim efnum en Verstappen er með sextíu og níu stiga forystu á toppi stigakeppni ökumanna þegar að fjórtán keppnishelgar eru eftir af tímabilinu. Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Verstappen er þrefaldur heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 en allt frá upphafi yfirstandandi tímabils hafa verið á kreiki orðrómar þess efnis að Verstappen gæti haldið á önnur mið eftir tímabilið og hefur þá lið Mercedes verið nefnt til sögunnar sem mögulegur áfangastaður fyrir Hollendinginn. Framundan er keppnishelgi á heimavelli Red Bull í Spielberg í Austurríki og þangað var Verstappen mættur í dag á blaðamannafundi þar sem að þjarmað var að honum og og hann krafinn svara um framtíð sína í mótaröðinni. Þar sagði Verstappen hundrað prósent lýkur á því að hann myndi aka fyrir Red Bull Racing á næsta tímabili. „Auðvitað eiga alls konar samtöl sér stað en það sem skiptir mestu máli er að við verðum með mjög samkeppnishæfan bíl í framtíðinni. Það er mjótt á munum núna en við erum að vinna vel saman sem lið við það að bæta okkur. Og að sjálfsögðu, líkt og ég hef sagt við liðsfélaga mína, erum við að vinna vel og einbeita okkur að næsta ári og reynum þá aftur að vera samkeppnishæfir.“ Verstappen stefnir hraðbyri í átt að sínum fjórða heimsmeistaratitli í Formúlu 1 en er þó að fá meiri mótspyrnu í ár heldur en raunin var í fyrra. Er þar helst horft til Bretans Lando Norris hjá liði McLaren í þeim efnum en Verstappen er með sextíu og níu stiga forystu á toppi stigakeppni ökumanna þegar að fjórtán keppnishelgar eru eftir af tímabilinu.
Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti