Tónlistarveisla framundan í Skálholti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. júní 2024 13:05 Sumartónleikarnir verða í Skálholtskirkju dagana 6. til 14.júlí næstkomandi. Aðsend Einn besti fiðluleikari heims er á leið til landsins til að taka þátt í Sumartónleikum í Skálholti sem standa yfir dagana 6. til 14. júlí. Hátíðin er einn stærsti menningarviðburður sem fram fer á Suðurlandi yfir sumartímann. Sumartónleikar í Skálholti hafa verið starfandi frá árinu 1975 og staðið fyrir tónleikahaldi í Skálholtskirkju en markmið tónleikana er að stuðla að nýsköpun íslenskrar tónlistar. Tónverkin sem frumflutt hafa verið á hátíðinni nálgast 200, og hafa flest helstu tónskáld Íslands komið þar við sögu. Benedikt Kristjánsson er listrænn stjórnandi sumartónleikanna. „Fertugustu og níunda sumarhátíðin, Sumartónleikar í Skálholti er að hefjast 6. júlí og mun verða til 14. júlí með tónleikum á hverjum einasta degi og um helgar verða fleiri en einn viðburður, mikið fyrir börnin, guðþjónustur og frábærir tónleikar,” segir Benedikt og bætir við. „Svo eru þetta náttúrulega unnendur klassískrar tónlistar, sem eru aðalmarkhópurinn myndi ég segja og þá kannski sérstaklega annað hvort mjög nýrri klassískri tónlist eða mjög ævafornri tónlist frá Barokktímabilinu.” Benedikt Kristjánsson er listrænn stjórnandi Sumartónleikanna í Skálholti.Aðsend Og eitthvað verður um erlenda tónlistarmenn, sem munu koma fram á hátíðinni eða hvað? „Ég myndi segja að helgarnar væru aðalnúmerin. Það er Bára Gísladóttir, sem verður staðartónskáld á þessu ári, sem semur ný verk og þau verða flutt sjötta og sjöunda júlí og svo á seinni helginni kemur einn fremsti fiðluleikari í heimi í dag, Sergey Malov og spilar bæði einn og líka með okkar færasta strengjakvartett, Kordó kvartettinum, sem eru allt meðlimir úr Sinfóníunni einmitt og það verður mikil sýning,” segir Benedikt Kristjánsson, listrænn stjórnandi sumartónleikanna í Skálholti um leið og hann tekur fram að ókeypis er inn á alla tónleikana en alla dagskrá hátíðarinnar er að finna á heimasíðunni sumartonleikar.is og á Facebook síðu tónleikanna. Heimasíða tónleikanna Kordó kvartettinn og Sergey Malov, einn besti fiðluleikari heims koma fram á tónleikunum laugardagskvöldið 13. júlí klukkan 19:30.Aðsend Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Tónlist Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira
Sumartónleikar í Skálholti hafa verið starfandi frá árinu 1975 og staðið fyrir tónleikahaldi í Skálholtskirkju en markmið tónleikana er að stuðla að nýsköpun íslenskrar tónlistar. Tónverkin sem frumflutt hafa verið á hátíðinni nálgast 200, og hafa flest helstu tónskáld Íslands komið þar við sögu. Benedikt Kristjánsson er listrænn stjórnandi sumartónleikanna. „Fertugustu og níunda sumarhátíðin, Sumartónleikar í Skálholti er að hefjast 6. júlí og mun verða til 14. júlí með tónleikum á hverjum einasta degi og um helgar verða fleiri en einn viðburður, mikið fyrir börnin, guðþjónustur og frábærir tónleikar,” segir Benedikt og bætir við. „Svo eru þetta náttúrulega unnendur klassískrar tónlistar, sem eru aðalmarkhópurinn myndi ég segja og þá kannski sérstaklega annað hvort mjög nýrri klassískri tónlist eða mjög ævafornri tónlist frá Barokktímabilinu.” Benedikt Kristjánsson er listrænn stjórnandi Sumartónleikanna í Skálholti.Aðsend Og eitthvað verður um erlenda tónlistarmenn, sem munu koma fram á hátíðinni eða hvað? „Ég myndi segja að helgarnar væru aðalnúmerin. Það er Bára Gísladóttir, sem verður staðartónskáld á þessu ári, sem semur ný verk og þau verða flutt sjötta og sjöunda júlí og svo á seinni helginni kemur einn fremsti fiðluleikari í heimi í dag, Sergey Malov og spilar bæði einn og líka með okkar færasta strengjakvartett, Kordó kvartettinum, sem eru allt meðlimir úr Sinfóníunni einmitt og það verður mikil sýning,” segir Benedikt Kristjánsson, listrænn stjórnandi sumartónleikanna í Skálholti um leið og hann tekur fram að ókeypis er inn á alla tónleikana en alla dagskrá hátíðarinnar er að finna á heimasíðunni sumartonleikar.is og á Facebook síðu tónleikanna. Heimasíða tónleikanna Kordó kvartettinn og Sergey Malov, einn besti fiðluleikari heims koma fram á tónleikunum laugardagskvöldið 13. júlí klukkan 19:30.Aðsend
Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Tónlist Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira