„Virkilegt áhyggjuefni fyrir þessa Evrópuleiki“ Kári Mímisson skrifar 30. júní 2024 21:52 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir/Diego Það var létt yfir Arnar Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings, þegar hann mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar strax eftir 2-1 sigur liðsins gegn Fram í kvöld. „Við mættum bara virkilega góðu Fram liði. Mögulega spiluðum við illa en þeir voru bara miklu betri en við á löngum kafla í dag. Við náðum að gera tvö mörk en svo vorum við bara kærulausir á boltanum og hleypum þeim inn í leikinn. Svo vorum við bara í nauðvörn þarna í lokin ekkert ósvipað og gegn Val. Við komumst aldrei út úr skotgröfunum og það er virkilegt áhyggjuefni fyrir þessa Evrópuleiki. Tuðran helst aldrei frammi, við náum aldrei að færa liðið framar og erum bara í tómu tjóni.“ Sagði Arnar þegar hann var spurður um fyrstu viðbrögð eftir leik. Spurður að því hvort menn hafi verið að spara sig fyrir næstu stóru viðureignir svaraði Arnar. „Það mannlega kemur alltaf inn. Við unnum varla návígi, menn voru ekki nægjanlega grimmir að fara í návígi og þá vinnast engir seinni boltar. Ég ætla samt ekkert að fara að öskra á þá. Þetta var sigur, mjög sterkur sigur. Það er ekki langt síðan að við spiluðum síðast og þeir náttúrulega spiluðu líka fyrir stutt. Í stöðunni 2-0 eigum við bara að ganga frá þeim en við gerðum það ekki. Þeir voru virkilega sterkir í seinni hálfleik og festur okkur vel niður. Ég var dauðslifandi fegin þegar hann flautaði leikinn af.“ Arnar gerði sex breytingar á liðinu frá 4-0 sigrinum gegn Stjörnunni. Liðið var þó að spila vel í fyrri hálfleik og fór inn til búningsherbergja með 2-0 forystu. Arnar segir erfitt að svar því af hverju það fór að fjara út hjá liðinu í seinni hálfleik. „Ég ætla ekki að segja að við höfum haft einhverja svaka yfirburði í fyrri hálfleik enda átti Fram alveg sín móment en þetta var samt rosalega þægilegt og þá förum við í einhvern töffaraskap sem þú heldur að þú komist upp með en í svona deild þá bara kemstu ekki upp með það. Svo fáum við 2-1 í andlitið og farnir að berjast fyrir lífi okkar í stað þess að sigla leiknum bara örugglega heim. Mögulega hafa menn verið með annað augað á leikinn á miðvikudaginn gegn Stjörnunni og svo Evrópuleikinn. Það vill enginn meiðast en trúðu mér ef menn fara svona í tæklingar þá meiðast þeir miklu frekar en hitt. Virkilega ánægður með þrjú stig en frammistaðan var ekki góð.“ Víkingur mætir Stjörnunni á miðvikudaginn í undanúrslitum bikarsins. Liðin mættust í síðustu viku og þá sigraði Víkingur 4-0. Arnar reiknar með hörkuleik og vonast til þess að reynsla og gæði síns liðs skili þeim í úrslitaleikinn. „Það gerist oft, sérstaklega hérna í Víkinni, að liðin mæta hingað með svona ég hef engu að tapa hugarfari. Þá fara menn að reyna að gera hluti sem þeir myndu sennilega ekki gera eins og Fram gerði í seinni hálfleik þegar þeir kasta öllu á okkur. Það er því bara spurning hvernig Stjarnan mætir til leiks. Eru þeir bugaðir og beygðir, sem ég held ekki eða hvort þeir mæti hingað af fullum krafti og reyni að spila sinn leik sem ég held að þeir geri. Þetta verður allt annar leikur heldur en í deildinni. Mikið í húfi, mikil stemning og þetta er leikur sem við þekkjum mjög vel, undanúrslit í bikar. Það ásamt ákveðnum gæðum mun vonandi skila okkur í úrslitaleikinn.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fram Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
„Við mættum bara virkilega góðu Fram liði. Mögulega spiluðum við illa en þeir voru bara miklu betri en við á löngum kafla í dag. Við náðum að gera tvö mörk en svo vorum við bara kærulausir á boltanum og hleypum þeim inn í leikinn. Svo vorum við bara í nauðvörn þarna í lokin ekkert ósvipað og gegn Val. Við komumst aldrei út úr skotgröfunum og það er virkilegt áhyggjuefni fyrir þessa Evrópuleiki. Tuðran helst aldrei frammi, við náum aldrei að færa liðið framar og erum bara í tómu tjóni.“ Sagði Arnar þegar hann var spurður um fyrstu viðbrögð eftir leik. Spurður að því hvort menn hafi verið að spara sig fyrir næstu stóru viðureignir svaraði Arnar. „Það mannlega kemur alltaf inn. Við unnum varla návígi, menn voru ekki nægjanlega grimmir að fara í návígi og þá vinnast engir seinni boltar. Ég ætla samt ekkert að fara að öskra á þá. Þetta var sigur, mjög sterkur sigur. Það er ekki langt síðan að við spiluðum síðast og þeir náttúrulega spiluðu líka fyrir stutt. Í stöðunni 2-0 eigum við bara að ganga frá þeim en við gerðum það ekki. Þeir voru virkilega sterkir í seinni hálfleik og festur okkur vel niður. Ég var dauðslifandi fegin þegar hann flautaði leikinn af.“ Arnar gerði sex breytingar á liðinu frá 4-0 sigrinum gegn Stjörnunni. Liðið var þó að spila vel í fyrri hálfleik og fór inn til búningsherbergja með 2-0 forystu. Arnar segir erfitt að svar því af hverju það fór að fjara út hjá liðinu í seinni hálfleik. „Ég ætla ekki að segja að við höfum haft einhverja svaka yfirburði í fyrri hálfleik enda átti Fram alveg sín móment en þetta var samt rosalega þægilegt og þá förum við í einhvern töffaraskap sem þú heldur að þú komist upp með en í svona deild þá bara kemstu ekki upp með það. Svo fáum við 2-1 í andlitið og farnir að berjast fyrir lífi okkar í stað þess að sigla leiknum bara örugglega heim. Mögulega hafa menn verið með annað augað á leikinn á miðvikudaginn gegn Stjörnunni og svo Evrópuleikinn. Það vill enginn meiðast en trúðu mér ef menn fara svona í tæklingar þá meiðast þeir miklu frekar en hitt. Virkilega ánægður með þrjú stig en frammistaðan var ekki góð.“ Víkingur mætir Stjörnunni á miðvikudaginn í undanúrslitum bikarsins. Liðin mættust í síðustu viku og þá sigraði Víkingur 4-0. Arnar reiknar með hörkuleik og vonast til þess að reynsla og gæði síns liðs skili þeim í úrslitaleikinn. „Það gerist oft, sérstaklega hérna í Víkinni, að liðin mæta hingað með svona ég hef engu að tapa hugarfari. Þá fara menn að reyna að gera hluti sem þeir myndu sennilega ekki gera eins og Fram gerði í seinni hálfleik þegar þeir kasta öllu á okkur. Það er því bara spurning hvernig Stjarnan mætir til leiks. Eru þeir bugaðir og beygðir, sem ég held ekki eða hvort þeir mæti hingað af fullum krafti og reyni að spila sinn leik sem ég held að þeir geri. Þetta verður allt annar leikur heldur en í deildinni. Mikið í húfi, mikil stemning og þetta er leikur sem við þekkjum mjög vel, undanúrslit í bikar. Það ásamt ákveðnum gæðum mun vonandi skila okkur í úrslitaleikinn.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fram Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira