Hinn fullkomni leikur hjá Nico Williams Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2024 22:31 Lamine Yamal og Nico Williams hafa verið tveir af skemmtilegri leikmönnum EM til þessa. Alex Grimm/Getty Images Segja má að Nico Williams hafi í raun átt hinn fullkomna leik þegar Spánn tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu með 4-1 sigri á Georgíu. Hinn 21 árs gamli Williams og hinn 16 ára gamli Lamine Yamal hafa verið tvær skærustu stjörnur EM til þessa. Þeim er stillt upp á sitthvorum vængnum í annars sóknarsinnuðu leikkerfi Spánar og hafa hreinlega blómstrað það sem af er móti. These two running the wings... 🥵#EURO2024 | #ESPGEO pic.twitter.com/MjIky5rA7L— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 30, 2024 Báðir voru upp á sitt besta gegn Georgíu og þó Yamal hafi ef til vill stolið fyrirsögnunum þar sem hann er ekki orðinn nægilega gamall til að keyra bíl þá var Williams hreint út sagt magnaður í sigri Spánar í 16-liða úrslitum. Williams lagði upp jöfnunarmark Spánverja og skoraði svo þriðja markið sem gulltryggði sigurinn, þá rötuðu allar 46 sendingar hans á samherja ásamt því að hann bjó til fjögur færi fyrir samherja sína, fór þrívegis framhjá leikmanni Georgíu og átti tíu snertingar inn í vítateig mótherjans. Nico Williams is the first player on record at the European Championships to score a goal, provide an assist and complete 100% of his passes (46/46) in a game he started.He also created four chances, completed three take-ons and 10 touches in the Georgia box. 🥵#EURO2024 pic.twitter.com/DHvRrUVeDh— Squawka (@Squawka) June 30, 2024 Spánverjar mæta Þýskalandi í 8-liða úrslitum og þarf Williams að eiga jafn góðan ef ekki betri leik ætli hann sér að fara í gegnum heimamenn. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Sjá meira
Hinn 21 árs gamli Williams og hinn 16 ára gamli Lamine Yamal hafa verið tvær skærustu stjörnur EM til þessa. Þeim er stillt upp á sitthvorum vængnum í annars sóknarsinnuðu leikkerfi Spánar og hafa hreinlega blómstrað það sem af er móti. These two running the wings... 🥵#EURO2024 | #ESPGEO pic.twitter.com/MjIky5rA7L— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 30, 2024 Báðir voru upp á sitt besta gegn Georgíu og þó Yamal hafi ef til vill stolið fyrirsögnunum þar sem hann er ekki orðinn nægilega gamall til að keyra bíl þá var Williams hreint út sagt magnaður í sigri Spánar í 16-liða úrslitum. Williams lagði upp jöfnunarmark Spánverja og skoraði svo þriðja markið sem gulltryggði sigurinn, þá rötuðu allar 46 sendingar hans á samherja ásamt því að hann bjó til fjögur færi fyrir samherja sína, fór þrívegis framhjá leikmanni Georgíu og átti tíu snertingar inn í vítateig mótherjans. Nico Williams is the first player on record at the European Championships to score a goal, provide an assist and complete 100% of his passes (46/46) in a game he started.He also created four chances, completed three take-ons and 10 touches in the Georgia box. 🥵#EURO2024 pic.twitter.com/DHvRrUVeDh— Squawka (@Squawka) June 30, 2024 Spánverjar mæta Þýskalandi í 8-liða úrslitum og þarf Williams að eiga jafn góðan ef ekki betri leik ætli hann sér að fara í gegnum heimamenn.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Sjá meira