ESB fyrir almenning Oddný G. Harðardóttir skrifar 3. júlí 2024 17:01 Með því að halda Íslandi utan Evrópusambandsins er ekki er verið að verja kjör heimila í landinu, ekki kjör fyrirtækjanna í landinu og ekki stöðu ríkissjóðs. Með því að halda Íslandi utan Evrópusambandsins er verið að loka dyrum á betra efnahagsumhverfi fyrir Ísland og útiloka Ísland frá því að hafa áhrif á ákvarðanatöku sem varðar okkur öll. Ef planið er að halda Íslandi utan Evrópusambandsins og halda áfram að nota íslenskar krónur þarf að draga það skýrt fram hvað það þýðir fyrir atvinnulífið í landinu, samsetningu þess og rekstrarumhverfi. Ekki síður þarf að rökstyðja hvað það þýðir fyrir heimilin í landinu og velferðina því það er mjög kostnaðarsamt fyrir ríkissjóð og Seðlabankann að halda úti krónunni, minnsta sjálfstæða gjaldmiðli í heimi. Áætlað er að kostnaðurinn við krónuna sé um 200 milljarðar á ári. Við gætum nýtt þá 200 milljarða í ýmislegt annað og þarfara. Hingað til hefur enginn kynnt betri eða öruggari leið til að koma á stöðugleika en að ganga í Evrópusambandið og taka upp Evruna. Það eru gríðarlegir hagsmunir undir við inngöngu í Evrópusambandið. Við höfum siglt ólgusjó vegna krónunnar, sem leiðir okkur stundum upp í hæstu hæðir og svo aftur niður í öldudali. Þetta hefur ekki bara áhrif á rekstur fyrirtækja, heldur líka rekstur heimila sem þurfa að bera kostnaðinn af himinháum vöxtum og verðtryggingu. Ef Ísland gengi í Evrópusambandið og tæki upp evru myndu vextir lækka og verðtrygging verða úrelt og óþörf. Allt varðar þetta almannahag og framtíð fólks og atvinnulífsins hér á landi. Króna eða evra Í riti Seðlabankans sem kom út haustið 2012 og fjallar um gjaldeyrismál segir að ef Ísland yrði aðili að Evrópusambandinu og tæki upp evru hefði það meðal annars í för með sér að innlendir raunvextir lækki, innlendur fjármagnsstofn stækki og landsframleiðsla á mann hækki varanlega við inngöngu lítils lands eins og Íslands í stærra myntsvæði. Einnig fylgja aðild að ESB og evrusvæðinu kvaðir varðandi stefnuna í ríkisfjármálum og aðra þætti efnahagsstefnunnar sem ætlað er að sporna gegn agaleysi í hagstjórn. Við höfum búið við mikla verðbólgu og efnahagslegan óstöðugleika og agaleysi í hagstjórn, bæði fyrr og nú. Ásamt þátttöku í margvíslegu samráði um efnahagsstefnu og fjármálastöðugleika fengist með aðild að Evrópusambandinu aðgangur að björgunarsjóðum og sameiginlegu öryggisneti sem ætlað er að takast á við áföll í einstökum ríkjum. Það er augljós hagur nýsköpunar og hugverkageirans að skipt verði um gjaldmiðil og eini raunhæfi kosturinn fyrir Ísland er evra. Nýsköpunarfyrirtæki sem hafa náð fótfestu ná ekki að blómstra í því umhverfi sem krónan skapar. Þessi fyrirtæki eru mjög mikilvæg okkur Íslendingum, skapa vel launuð störf og laða að og halda ungu efnilegu fólki heima. Þjóðaratkvæðagreiðsla Niðurstöður skoðanakannanna eru afgerandi og mun fleiri landsmenn eru hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið en þeir sem eru því andvígir. Meirihlutinn er afgerandi og fer vaxandi. Þegar aðildarviðræðum er lokið og niðurstaða fengin í hvern málefnakafla yrði samningurinn í heild borinn undir þjóðina. Þá fyrst yrði ljóst hvernig sjávarútvegskaflinn og landbúnaðarkaflinn liti út og þeir sem mest óttast slæma niðurstöðu þar gætu hætt að spekúlera og spá um hver niðurstaðan gæti orðið. Ríkisstjórnin sem neitar þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildaviðræður starfar ekki fyrir fólkið í landinu að þessu leyti. Spurningin er: Fyrir hvern starfar hún þá? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Evrópusambandið Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Með því að halda Íslandi utan Evrópusambandsins er ekki er verið að verja kjör heimila í landinu, ekki kjör fyrirtækjanna í landinu og ekki stöðu ríkissjóðs. Með því að halda Íslandi utan Evrópusambandsins er verið að loka dyrum á betra efnahagsumhverfi fyrir Ísland og útiloka Ísland frá því að hafa áhrif á ákvarðanatöku sem varðar okkur öll. Ef planið er að halda Íslandi utan Evrópusambandsins og halda áfram að nota íslenskar krónur þarf að draga það skýrt fram hvað það þýðir fyrir atvinnulífið í landinu, samsetningu þess og rekstrarumhverfi. Ekki síður þarf að rökstyðja hvað það þýðir fyrir heimilin í landinu og velferðina því það er mjög kostnaðarsamt fyrir ríkissjóð og Seðlabankann að halda úti krónunni, minnsta sjálfstæða gjaldmiðli í heimi. Áætlað er að kostnaðurinn við krónuna sé um 200 milljarðar á ári. Við gætum nýtt þá 200 milljarða í ýmislegt annað og þarfara. Hingað til hefur enginn kynnt betri eða öruggari leið til að koma á stöðugleika en að ganga í Evrópusambandið og taka upp Evruna. Það eru gríðarlegir hagsmunir undir við inngöngu í Evrópusambandið. Við höfum siglt ólgusjó vegna krónunnar, sem leiðir okkur stundum upp í hæstu hæðir og svo aftur niður í öldudali. Þetta hefur ekki bara áhrif á rekstur fyrirtækja, heldur líka rekstur heimila sem þurfa að bera kostnaðinn af himinháum vöxtum og verðtryggingu. Ef Ísland gengi í Evrópusambandið og tæki upp evru myndu vextir lækka og verðtrygging verða úrelt og óþörf. Allt varðar þetta almannahag og framtíð fólks og atvinnulífsins hér á landi. Króna eða evra Í riti Seðlabankans sem kom út haustið 2012 og fjallar um gjaldeyrismál segir að ef Ísland yrði aðili að Evrópusambandinu og tæki upp evru hefði það meðal annars í för með sér að innlendir raunvextir lækki, innlendur fjármagnsstofn stækki og landsframleiðsla á mann hækki varanlega við inngöngu lítils lands eins og Íslands í stærra myntsvæði. Einnig fylgja aðild að ESB og evrusvæðinu kvaðir varðandi stefnuna í ríkisfjármálum og aðra þætti efnahagsstefnunnar sem ætlað er að sporna gegn agaleysi í hagstjórn. Við höfum búið við mikla verðbólgu og efnahagslegan óstöðugleika og agaleysi í hagstjórn, bæði fyrr og nú. Ásamt þátttöku í margvíslegu samráði um efnahagsstefnu og fjármálastöðugleika fengist með aðild að Evrópusambandinu aðgangur að björgunarsjóðum og sameiginlegu öryggisneti sem ætlað er að takast á við áföll í einstökum ríkjum. Það er augljós hagur nýsköpunar og hugverkageirans að skipt verði um gjaldmiðil og eini raunhæfi kosturinn fyrir Ísland er evra. Nýsköpunarfyrirtæki sem hafa náð fótfestu ná ekki að blómstra í því umhverfi sem krónan skapar. Þessi fyrirtæki eru mjög mikilvæg okkur Íslendingum, skapa vel launuð störf og laða að og halda ungu efnilegu fólki heima. Þjóðaratkvæðagreiðsla Niðurstöður skoðanakannanna eru afgerandi og mun fleiri landsmenn eru hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið en þeir sem eru því andvígir. Meirihlutinn er afgerandi og fer vaxandi. Þegar aðildarviðræðum er lokið og niðurstaða fengin í hvern málefnakafla yrði samningurinn í heild borinn undir þjóðina. Þá fyrst yrði ljóst hvernig sjávarútvegskaflinn og landbúnaðarkaflinn liti út og þeir sem mest óttast slæma niðurstöðu þar gætu hætt að spekúlera og spá um hver niðurstaðan gæti orðið. Ríkisstjórnin sem neitar þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildaviðræður starfar ekki fyrir fólkið í landinu að þessu leyti. Spurningin er: Fyrir hvern starfar hún þá? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun