Glútenlaust gull á grillið Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 4. júlí 2024 08:01 Nú er ég á leið út á land og þurfti því að birgja okkur upp af glútenlausu fæði þar sem það er víst af skornum skammti á landsbyggðinni, úrvalið takmarkað og hillurnar oft orðnar tómar á föstudögum. Til að ná í það sem þurfti varð ég að fara í Melabúðina til að ná í glútenlaust brauð en það var ekki til. Fór svo í Nettó á Granda til að ná í glútenlaus snittubrauð en það er sjaldnast til annarsstaðar. Fór svo í Krónuna á Granda til að ná í glútenlausa pizzabotna því þeir eru 100 kalli ódýrari en í Nettó. En þeir voru ekki til í Krónunni þannig að ég fór aftur í Nettó. Glútenlaus pylsubrauð eiga víst að vera til í Krónunni en ég hef aldrei séð þau. Svo fór ég í Bónus í Miðhrauni til að ná í glútenlaus orkustykki, það voru þó til færri en ég vildi kaupa. Fór í þessa Bónusbúð því ég þurfti líka í Kost þarna við hliðina því það er eini staðurinn sem selur glútenlaust mac n' cheese. Svo kom ég við í Firði og fann þar blessuð pylsubrauðin í tveimur stærðum. Þau minni taka hálfa pylsu, XL brauðin passa fyrir íslenska pylsu. Ég keypti 5 pakka af hvorri stærð, 20 pylsubrauð til að eiga næstu vikurnar, tvö eru í hverjum pakka. Einn pakki með tveimur stórum pylsubrauðum kostar 658 krónur eða 329 krónur brauðið. Einn pakki með tveimur litlum kostar 584 krónur eða 292 krónur brauðið. Ég keypti 20 glútenlaus pylsubrauð á 6210 krónur. Venjuleg pylsubrauð frá Myllunni kosta 287, 5 í pakkanum, stykkið á 57 krónur. Krónupylsubrauð kosta enn minna, 256 krónur eða 51 krónu stykkið. 20 Myllu pylsubrauð kosta 1148 kr. 20 Krónu pylsubrauð kosta 1024 kr. 20 glútenlaus pylsubrauð kosta 6210. Þetta er bara eitt dæmi um kostnaðinn á glútenlausu fæði. Glútenlaust fæði er „lyf“ fólks með selíak-sjúkdóm sem oft er kallað glútenóþol eða glútenofnæmi. Selíak er þó ekki eiginlegt ofnæmi heldur sjálfsofnæmissjúkdómur og er eina meðhöndlunin sem til er við sjúkdómnum glútenlaust fæði ævilangt. Án þess ræðst líkaminn á þarmana, veldur bólgum, fletur út þarmatotur og kemur í veg fyrir næringarupptöku. Ómeðhöndlað getur selíak haft alvarlegar afleiðingar, valdið öðrum sjálfsofnæmissjúkdómum, sykursýki, ófrjósemi, taugaröskunum, hjartasjúkdómum, næringarskorti, vaxtarskerðingu og vannæringu og krabbameini í þörmum svo eitthvað sé nefnt, með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Glútenlaust fæði er ekki lífstíll, ekki val fyrir fólk með selíak né eitthvað hollustufæði. Það varð að tískubólu því fólk hélt að það væri svo megrandi. Svo er ekki. Nema þú étir bara gulrætur og annað hreint fæði sem er glútenlaust frá náttúrunnar hendi og borðar enga unna matvöru. Það er ekki hægt að bjóða barni upp á það þegar allir eru í pylsupartýi. Ríkið tekur engan þátt í kostnaði við kaup á „lyfjum“ barns sem þarf að vera á glútenlausu fæði. Einu sinni styrkti ríkið börn á glútenlausu fæði en því var hætt árið 2019. Ástæðan skv. lögfræðingi heilbrigðisráðuneytisins er svo hljóðandi: „Reglugerðinni var breytt á sínum tíma þar sem vöruúrval glútenlausra matvara er orðið mun fjölbreyttara og betra en það var, vörurnar aðgengilegar í venjulegum matvöruverslunum og verð á vörum oft á tíðum sambærilegt við sömu vörur með glúteni“. Ég fór í fimm búðir til að finna það sem ég þurfti þannig að „aðgengilegra“ er afstætt hugtak í þessu samhengi þó ég hafi ekki þurft að fara í heilsubúð sem var eini staðurinn sem seldi þessar vörur dýrum dómum fyrir 10-20 árum. 20 Myllu pylsubrauð kosta 1148 kr. 20 Krónu pylsubrauð kosta 1024 kr. 20 glútenlaus pylsubrauð kosta 6210 kr. 6210 kr. 6210 kr. 6210 kr. Fyrir 20 pylsubrauð... glútenlaus. Hvað þýðir „sambærilegt“ í huga lögfræðings heilbrigðisráðuneytisins? Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri og móðir barns með selíak. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Verðlag Anna Gunndís Guðmundsdóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er ég á leið út á land og þurfti því að birgja okkur upp af glútenlausu fæði þar sem það er víst af skornum skammti á landsbyggðinni, úrvalið takmarkað og hillurnar oft orðnar tómar á föstudögum. Til að ná í það sem þurfti varð ég að fara í Melabúðina til að ná í glútenlaust brauð en það var ekki til. Fór svo í Nettó á Granda til að ná í glútenlaus snittubrauð en það er sjaldnast til annarsstaðar. Fór svo í Krónuna á Granda til að ná í glútenlausa pizzabotna því þeir eru 100 kalli ódýrari en í Nettó. En þeir voru ekki til í Krónunni þannig að ég fór aftur í Nettó. Glútenlaus pylsubrauð eiga víst að vera til í Krónunni en ég hef aldrei séð þau. Svo fór ég í Bónus í Miðhrauni til að ná í glútenlaus orkustykki, það voru þó til færri en ég vildi kaupa. Fór í þessa Bónusbúð því ég þurfti líka í Kost þarna við hliðina því það er eini staðurinn sem selur glútenlaust mac n' cheese. Svo kom ég við í Firði og fann þar blessuð pylsubrauðin í tveimur stærðum. Þau minni taka hálfa pylsu, XL brauðin passa fyrir íslenska pylsu. Ég keypti 5 pakka af hvorri stærð, 20 pylsubrauð til að eiga næstu vikurnar, tvö eru í hverjum pakka. Einn pakki með tveimur stórum pylsubrauðum kostar 658 krónur eða 329 krónur brauðið. Einn pakki með tveimur litlum kostar 584 krónur eða 292 krónur brauðið. Ég keypti 20 glútenlaus pylsubrauð á 6210 krónur. Venjuleg pylsubrauð frá Myllunni kosta 287, 5 í pakkanum, stykkið á 57 krónur. Krónupylsubrauð kosta enn minna, 256 krónur eða 51 krónu stykkið. 20 Myllu pylsubrauð kosta 1148 kr. 20 Krónu pylsubrauð kosta 1024 kr. 20 glútenlaus pylsubrauð kosta 6210. Þetta er bara eitt dæmi um kostnaðinn á glútenlausu fæði. Glútenlaust fæði er „lyf“ fólks með selíak-sjúkdóm sem oft er kallað glútenóþol eða glútenofnæmi. Selíak er þó ekki eiginlegt ofnæmi heldur sjálfsofnæmissjúkdómur og er eina meðhöndlunin sem til er við sjúkdómnum glútenlaust fæði ævilangt. Án þess ræðst líkaminn á þarmana, veldur bólgum, fletur út þarmatotur og kemur í veg fyrir næringarupptöku. Ómeðhöndlað getur selíak haft alvarlegar afleiðingar, valdið öðrum sjálfsofnæmissjúkdómum, sykursýki, ófrjósemi, taugaröskunum, hjartasjúkdómum, næringarskorti, vaxtarskerðingu og vannæringu og krabbameini í þörmum svo eitthvað sé nefnt, með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Glútenlaust fæði er ekki lífstíll, ekki val fyrir fólk með selíak né eitthvað hollustufæði. Það varð að tískubólu því fólk hélt að það væri svo megrandi. Svo er ekki. Nema þú étir bara gulrætur og annað hreint fæði sem er glútenlaust frá náttúrunnar hendi og borðar enga unna matvöru. Það er ekki hægt að bjóða barni upp á það þegar allir eru í pylsupartýi. Ríkið tekur engan þátt í kostnaði við kaup á „lyfjum“ barns sem þarf að vera á glútenlausu fæði. Einu sinni styrkti ríkið börn á glútenlausu fæði en því var hætt árið 2019. Ástæðan skv. lögfræðingi heilbrigðisráðuneytisins er svo hljóðandi: „Reglugerðinni var breytt á sínum tíma þar sem vöruúrval glútenlausra matvara er orðið mun fjölbreyttara og betra en það var, vörurnar aðgengilegar í venjulegum matvöruverslunum og verð á vörum oft á tíðum sambærilegt við sömu vörur með glúteni“. Ég fór í fimm búðir til að finna það sem ég þurfti þannig að „aðgengilegra“ er afstætt hugtak í þessu samhengi þó ég hafi ekki þurft að fara í heilsubúð sem var eini staðurinn sem seldi þessar vörur dýrum dómum fyrir 10-20 árum. 20 Myllu pylsubrauð kosta 1148 kr. 20 Krónu pylsubrauð kosta 1024 kr. 20 glútenlaus pylsubrauð kosta 6210 kr. 6210 kr. 6210 kr. 6210 kr. Fyrir 20 pylsubrauð... glútenlaus. Hvað þýðir „sambærilegt“ í huga lögfræðings heilbrigðisráðuneytisins? Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri og móðir barns með selíak.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun