Lehmann elti kærastann til Ítalíu: „Draumur að geta verið hjá sama félagi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2024 12:30 Nýjasti leikmaður Juventus. Valerio Pennicino/Getty Images Alisha Lehmann er gengin í raðir Juventus frá Aston Villa. Eltir hún kærasta sinn Douglas Luiz sem samdi við Juventus á dögunum. Þá hefur Chelsea fengið framherjann Sandy Baltimore frá París Saint-Germain. Á meðan stærstu lið Evrópu karla megin hafa haldið sig hæg á leikmannamarkaðnum til þessa þar sem bæði Evrópumótið og Suður-Ameríkukeppnin eru í fullum gangi þá er nóg af félagaskiptum kvenna megin. Juventus hefur staðfest komu Alishu Lehmann, landsliðskonu frá Sviss, en hún eltir kærasta sinn Luiz til Ítalíu. Hin 25 ára gamla Lehmann hefur spilað 53 A-landsleiki fyrir Sviss og spilað á Englandi síðan 2018. Skrifar hún undir þriggja ára samning á Ítalíu. „Ég naut hverrar mínútu af árunum mínum þremur hjá félaginu,“ sagði Lehmann um tíma sinn hjá Aston Villa. „Ég gæti ekki verið glaðari. Juventus á ríka sögu, svo ríka sögu raunar að ég var stressuð þegar ég mætti í læknisskoðunina því það voru svo mikið af stuðningsfólki mætt. En fyrir Douglas og mig þá er draumurinn að geta verið hjá sama félagi.“ View this post on Instagram A post shared by Alisha Lehmann (@alishalehmann7) Chelsea heldur áfram að láta til sín taka á markaðnum. Nú hefur það staðfest komu hinnar 24 ára gömlu Sandy Baltimore frá PSG. Sú skrifar undir fjögurra ára samning, til ársins 2028. Baltimore er örvfætt og getur spilað í fremstu línu, á báðum vængjum eða í holunni á bakvið framherjann. Hún á að baki yfir 200 leiki fyrir PSG og gefur sóknarlínu Chelsea meira jafnvægi. „Ég er mjög ánægð með að vera gengin í raðir Chelsea, mér líður frábærlega. Ég hef alltaf viljað spila fyrir félagið og nú verður það að veruleika,“ sagði Baltimore við undirskriftina. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Tengdar fréttir Evrópumeistarinn Bronze á leið til Chelsea Hin 32 ára gamla Lucy Bronze er sögð vera á leið til Englandsmeistara Chelsea en samningur hennar við Evrópumeistara Barcelona rann út á dögunum. 3. júlí 2024 19:30 Hringdi í Maríu á miðjum blaðamannafundi: „Ertu ekki að grínast?“ Enska knattspyrnukonan Fran Kirby er á stórum tímamótum á sínum ferli því eftir áratug hjá Chelsea þá hefur hún nú yfirgefið félagið sem sjöfaldur Englandsmeistari. 5. júlí 2024 12:01 Hollenska markavélin semur við Manchester City Hollenski framherjinn Vivianne Miedema er orðin leikmaður Manchester City og skrifar hún undir þriggja ára samning við félagið. Tíðindi sem staðfesta að Miedema verður áfram í ensku ofurdeildinni en hún var áður á mála hjá Arsenal. 5. júlí 2024 16:01 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira
Á meðan stærstu lið Evrópu karla megin hafa haldið sig hæg á leikmannamarkaðnum til þessa þar sem bæði Evrópumótið og Suður-Ameríkukeppnin eru í fullum gangi þá er nóg af félagaskiptum kvenna megin. Juventus hefur staðfest komu Alishu Lehmann, landsliðskonu frá Sviss, en hún eltir kærasta sinn Luiz til Ítalíu. Hin 25 ára gamla Lehmann hefur spilað 53 A-landsleiki fyrir Sviss og spilað á Englandi síðan 2018. Skrifar hún undir þriggja ára samning á Ítalíu. „Ég naut hverrar mínútu af árunum mínum þremur hjá félaginu,“ sagði Lehmann um tíma sinn hjá Aston Villa. „Ég gæti ekki verið glaðari. Juventus á ríka sögu, svo ríka sögu raunar að ég var stressuð þegar ég mætti í læknisskoðunina því það voru svo mikið af stuðningsfólki mætt. En fyrir Douglas og mig þá er draumurinn að geta verið hjá sama félagi.“ View this post on Instagram A post shared by Alisha Lehmann (@alishalehmann7) Chelsea heldur áfram að láta til sín taka á markaðnum. Nú hefur það staðfest komu hinnar 24 ára gömlu Sandy Baltimore frá PSG. Sú skrifar undir fjögurra ára samning, til ársins 2028. Baltimore er örvfætt og getur spilað í fremstu línu, á báðum vængjum eða í holunni á bakvið framherjann. Hún á að baki yfir 200 leiki fyrir PSG og gefur sóknarlínu Chelsea meira jafnvægi. „Ég er mjög ánægð með að vera gengin í raðir Chelsea, mér líður frábærlega. Ég hef alltaf viljað spila fyrir félagið og nú verður það að veruleika,“ sagði Baltimore við undirskriftina.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Tengdar fréttir Evrópumeistarinn Bronze á leið til Chelsea Hin 32 ára gamla Lucy Bronze er sögð vera á leið til Englandsmeistara Chelsea en samningur hennar við Evrópumeistara Barcelona rann út á dögunum. 3. júlí 2024 19:30 Hringdi í Maríu á miðjum blaðamannafundi: „Ertu ekki að grínast?“ Enska knattspyrnukonan Fran Kirby er á stórum tímamótum á sínum ferli því eftir áratug hjá Chelsea þá hefur hún nú yfirgefið félagið sem sjöfaldur Englandsmeistari. 5. júlí 2024 12:01 Hollenska markavélin semur við Manchester City Hollenski framherjinn Vivianne Miedema er orðin leikmaður Manchester City og skrifar hún undir þriggja ára samning við félagið. Tíðindi sem staðfesta að Miedema verður áfram í ensku ofurdeildinni en hún var áður á mála hjá Arsenal. 5. júlí 2024 16:01 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira
Evrópumeistarinn Bronze á leið til Chelsea Hin 32 ára gamla Lucy Bronze er sögð vera á leið til Englandsmeistara Chelsea en samningur hennar við Evrópumeistara Barcelona rann út á dögunum. 3. júlí 2024 19:30
Hringdi í Maríu á miðjum blaðamannafundi: „Ertu ekki að grínast?“ Enska knattspyrnukonan Fran Kirby er á stórum tímamótum á sínum ferli því eftir áratug hjá Chelsea þá hefur hún nú yfirgefið félagið sem sjöfaldur Englandsmeistari. 5. júlí 2024 12:01
Hollenska markavélin semur við Manchester City Hollenski framherjinn Vivianne Miedema er orðin leikmaður Manchester City og skrifar hún undir þriggja ára samning við félagið. Tíðindi sem staðfesta að Miedema verður áfram í ensku ofurdeildinni en hún var áður á mála hjá Arsenal. 5. júlí 2024 16:01