Gera grín að bransanum með „virtustu verðlaunum heims“ Ólafur Björn Sverrisson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 7. júlí 2024 20:43 Aðstandendur sýningarinnar; Ágúst Örn Wigum, Birta Sólveig Söring Þórisdóttir , Kolbeinn Sveinsson, Katla Þórudóttir Njálsdóttir og Berglind Alda Ástþórsdóttir. vísir Verðlaunahátíðin Strandgate Film festival verður haldin í Háskólabíó í kvöld. Þar munu stærstu myndir ársins keppast um ein virtustu verðlaun heims - að minnsta kosti að sögn skipuleggjenda. Kvikmyndahátíðin fer fram í Háskólabíói þar sem sviðslistahúsið Afturámóti hefur komið sér fyrir. Í sumar stendur hópurinn fyrir fjölda leiksýninga og gjörninga. Einn þeirra er fyrrnefnd hátíð Strandgate Film Festival. Elín Margrét fréttamaður ræddi við aðstandendur sýningarinnar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þau Kolbeinn Sveinsson og Berglind Alda Ástþórsdóttir voru í banastuði: „Til að draga þetta aðeins niður á jörðina, þá er þetta í raun leiksýning og bíó. Sett saman í eitt. Kjarni málsins er að við erum allt. Við erum að kynna, leika í bíómyndunum, veita verðlaun, taka á móti verðlaunum,“ sagði Kolbeinn. View this post on Instagram A post shared by Strandgate Film Festival (@strandgatefilmfestival) „Tilgangurinn með þessu er að gera grín að bransanum, við erum að gera grín að íslenskum og erlendum kvikmyndum. Klisjunum á þessum hátíðum og í þessum myndum. Þannig við erum að reyna að hafa gaman að þessu og hafa smá sprell,“ sagði Berglind Alda. Hægt er að nálgast miða á sýningar á vegum Afturámóti hér. Menning Leikhús Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Kvikmyndahátíðin fer fram í Háskólabíói þar sem sviðslistahúsið Afturámóti hefur komið sér fyrir. Í sumar stendur hópurinn fyrir fjölda leiksýninga og gjörninga. Einn þeirra er fyrrnefnd hátíð Strandgate Film Festival. Elín Margrét fréttamaður ræddi við aðstandendur sýningarinnar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þau Kolbeinn Sveinsson og Berglind Alda Ástþórsdóttir voru í banastuði: „Til að draga þetta aðeins niður á jörðina, þá er þetta í raun leiksýning og bíó. Sett saman í eitt. Kjarni málsins er að við erum allt. Við erum að kynna, leika í bíómyndunum, veita verðlaun, taka á móti verðlaunum,“ sagði Kolbeinn. View this post on Instagram A post shared by Strandgate Film Festival (@strandgatefilmfestival) „Tilgangurinn með þessu er að gera grín að bransanum, við erum að gera grín að íslenskum og erlendum kvikmyndum. Klisjunum á þessum hátíðum og í þessum myndum. Þannig við erum að reyna að hafa gaman að þessu og hafa smá sprell,“ sagði Berglind Alda. Hægt er að nálgast miða á sýningar á vegum Afturámóti hér.
Menning Leikhús Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira