Darwin Nunez slóst við áhorfendur í stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2024 07:30 Darwin Nunez sést hér kominn upp í stúku eftir leikinn í nótt. EPA-EFE/BRIAN WESTERHOLT Liverpool framherjinn Darwin Nunez var kominn upp í stúku eftir tap Úrúgvæ á móti Kólumbíu í undanúrslitaleik Suðurameríkukeppninnar í nótt. Kólumbía vann leikinn 1-0 og mætir Argentínu í úrslitaleiknum um helgina. Úrúgvæ var manni fleiri allan seinni hálfleikinn en tókst samt ekki að nýta sér það. Leikmenn Úrúgvæ sögðust hafa farið upp í stúku eftir leikinn til að verja fjölskyldur sínar. Þeir töldu að fólki þeirra stæði hætta af stuðningsmönnum Kólumbíu. Úrúgvæarnir kvörtuðu líka yfir lítilli öryggisgæslu en leikurinn var spilaður í Charlotte í Bandaríkjunum. Það lítur þó út fyrir það að Nunez hafi gengið lengst þegar kom að því að slást við kólumbísku stuðningsmennina. Hann sást þar meðal annars kýla einn mann í kólumbískri landsliðstreyju. „Fjölskyldur okkur voru í hættu. Þetta er algjör hörmung. Við urðum að fara upp í stúku til að passa upp á okkar fólk. Það voru lítil börn þarna. Ég sá ekki einn lögreglumann,“ sagði Úrúgvæinn José María Giménez eftir leik. Nunez átti ekki góðan dag inn á vellinum þar sem hann fór illa með fjölda færa í leiknum. Hann gæti líka hafa komið sér í mikil vandræði með æsingi sínum eftir leik. Þetta var ljótur endir á svekkjandi kvöldi fyrir Úrúgvæja en Nunez var algjörlega niðurbrotinn maður í leikslok. Ekki í fyrsta sinn sem slæm færanýting hans fer illa með lið. Liverpool forward Darwin Nunez was involved in an altercation with spectators after Uruguay's defeat to Colombia in the Copa America semi-finals.#BBCFootball pic.twitter.com/XudZiD9mp9— BBC Sport (@BBCSport) July 11, 2024 Enski boltinn Copa América Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn Fleiri fréttir Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Sjá meira
Kólumbía vann leikinn 1-0 og mætir Argentínu í úrslitaleiknum um helgina. Úrúgvæ var manni fleiri allan seinni hálfleikinn en tókst samt ekki að nýta sér það. Leikmenn Úrúgvæ sögðust hafa farið upp í stúku eftir leikinn til að verja fjölskyldur sínar. Þeir töldu að fólki þeirra stæði hætta af stuðningsmönnum Kólumbíu. Úrúgvæarnir kvörtuðu líka yfir lítilli öryggisgæslu en leikurinn var spilaður í Charlotte í Bandaríkjunum. Það lítur þó út fyrir það að Nunez hafi gengið lengst þegar kom að því að slást við kólumbísku stuðningsmennina. Hann sást þar meðal annars kýla einn mann í kólumbískri landsliðstreyju. „Fjölskyldur okkur voru í hættu. Þetta er algjör hörmung. Við urðum að fara upp í stúku til að passa upp á okkar fólk. Það voru lítil börn þarna. Ég sá ekki einn lögreglumann,“ sagði Úrúgvæinn José María Giménez eftir leik. Nunez átti ekki góðan dag inn á vellinum þar sem hann fór illa með fjölda færa í leiknum. Hann gæti líka hafa komið sér í mikil vandræði með æsingi sínum eftir leik. Þetta var ljótur endir á svekkjandi kvöldi fyrir Úrúgvæja en Nunez var algjörlega niðurbrotinn maður í leikslok. Ekki í fyrsta sinn sem slæm færanýting hans fer illa með lið. Liverpool forward Darwin Nunez was involved in an altercation with spectators after Uruguay's defeat to Colombia in the Copa America semi-finals.#BBCFootball pic.twitter.com/XudZiD9mp9— BBC Sport (@BBCSport) July 11, 2024
Enski boltinn Copa América Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn Fleiri fréttir Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Sjá meira