Erfitt að skiljast ekki að í átökunum og þúsunda saknað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júlí 2024 10:28 Fjöldi fólks hefur verið á vergangi frá því að átökin brutust út og neyðst til að þvælast fram og til baka á svæðinu eftir því hvar sprengjum rignir niður hverju sinni. AP/Abdel Kareem Hana Samkvæmt Alþjóðanefnd Rauða krossins hafa nefndinni borist tilkynningar um 6.400 einstaklinga sem enn er saknað á Gasa. Talið er að margir af þeim hafi grafist undir rústum, verið jarðsettir í ómerktum gröfum eða séu í haldi Ísraelsmanna. Um það bil 1.100 mál hafa borist nefndinni frá því í apríl. Að sögn Söruh Davies, talsmanni ICRC, hringja um það bil 500 til 2.500 einstaklingar í neyðarlínur nefndarinnar í viku hverri en langflest símtölin varða einstaklinga sem er saknað. Fjöldinn sveiflast nokkuð að sögn Davies en fleiri tilkynningar berast þegar átök brjótast út þar sem margir eru saman komnir og þegar tilskipanir um rýmingu berast í aðdraganda aðgerða. „Því miður þá er auðvelt fyrir fólk að skiljast að í ringulreiðinni. Fólk er hrætt, stundum er myrkur og erfitt að sjá til, ef það eru sprengingar þá flýr fólk og týnir hvort öðru,“ segir hún. Þá liggi ekki alltaf fyrir hvar fólk endar ef það er flutt á brott í sjúkrabifreiðum, til að mynda. Um það bil 2.300 mál sem komið hafa inn á borð ICRC hefur verið lokað, þannig að viðkomandi fannst annað hvort á lífi eða látinn. Samtökin Save the Children hafa bent á að þrátt fyrir að viðbragðsaðilar hefðu aðföng til að standa í björgunarstörfum væri það ómögulegt vegna yfirstandandi átaka. Muhammad Naji, íbúi í al-Falluja í norðurhluta Gasa, segir björgunarmönnum hafa tekist að bjarga átta úr húsarústum eftir nýlega árás. Sautján séu hins vegar taldir fastir og frændsystkina Naji er saknað. „Við vitum ekkert um þau,“ segir hann. „Byggingin hrundi á höfuðið á þeim. Eru þau látin? Eru þau lifandi? Enginn getur sagt okkur neitt. Ef frændsystkini mín eru dáin viljum við grafa þau. Við getum hvorki hugsað né skilið.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Ísrael Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira
Um það bil 1.100 mál hafa borist nefndinni frá því í apríl. Að sögn Söruh Davies, talsmanni ICRC, hringja um það bil 500 til 2.500 einstaklingar í neyðarlínur nefndarinnar í viku hverri en langflest símtölin varða einstaklinga sem er saknað. Fjöldinn sveiflast nokkuð að sögn Davies en fleiri tilkynningar berast þegar átök brjótast út þar sem margir eru saman komnir og þegar tilskipanir um rýmingu berast í aðdraganda aðgerða. „Því miður þá er auðvelt fyrir fólk að skiljast að í ringulreiðinni. Fólk er hrætt, stundum er myrkur og erfitt að sjá til, ef það eru sprengingar þá flýr fólk og týnir hvort öðru,“ segir hún. Þá liggi ekki alltaf fyrir hvar fólk endar ef það er flutt á brott í sjúkrabifreiðum, til að mynda. Um það bil 2.300 mál sem komið hafa inn á borð ICRC hefur verið lokað, þannig að viðkomandi fannst annað hvort á lífi eða látinn. Samtökin Save the Children hafa bent á að þrátt fyrir að viðbragðsaðilar hefðu aðföng til að standa í björgunarstörfum væri það ómögulegt vegna yfirstandandi átaka. Muhammad Naji, íbúi í al-Falluja í norðurhluta Gasa, segir björgunarmönnum hafa tekist að bjarga átta úr húsarústum eftir nýlega árás. Sautján séu hins vegar taldir fastir og frændsystkina Naji er saknað. „Við vitum ekkert um þau,“ segir hann. „Byggingin hrundi á höfuðið á þeim. Eru þau látin? Eru þau lifandi? Enginn getur sagt okkur neitt. Ef frændsystkini mín eru dáin viljum við grafa þau. Við getum hvorki hugsað né skilið.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Ísrael Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira