Milljarður punda í húfi fyrir leikmenn Englands Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2024 09:01 Englendingar fagna eftir sigur á Hollandi í undanúrslitum. Vísir/Getty England getur unnið sinn fyrsta stóra titil í 58 ár þegar liðið mætir Spánverjum í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í kvöld. Það eru hins vegar einnig miklir peningar í húfi fyrir leikmenn enska liðsins. Úrslitaleikur Englands og Spánar á Evrópumótinu í knattspyrnu er á dagskrá í kvöld þar sem 58 ára bið Englendinga eftir stórum titli gæti lokið. Englendingar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með 2-1 sigri á Hollandi og þá varð ljóst að þjálfarinn Gareth Southgate varð rúmlega 350 milljónum króna ríkari en hann fær tvær milljónir punda í bónus fyrir að hafa komið liðinu í úrslitaleikinn. Sú upphæð tvöfaldast ef England verður síðan Evrópumeistari. Gæti tekið fram úr Beckham Það er hins vegar ekki bara Southgate sem á mikið undir fjárhagslega í kvöld. Fjármálasérfræðingurinn Marcel Knobil segir í viðtali við The Sun að leikmenn enska landsliðsins gætu þénað meira en milljarð punda verði þeir Evrópumeistarar í formi styrktarsamninga og stærri launatékka í framtíðinni. Jude Bellingham toppar listann yfir þá sem munu græða mest á sigri Englands en hinn 21 árs gamli miðjumaður er sagður geta þénað allt að 71 milljarð króna í framtíðinni verði England Evrópumeistari. „Jude er með allt sem þarf til að taka fram úr David Beckham þegar ferli hans líkur,“ en Bellingham þénar um 50 milljónir punda árlega hjá Real Madrid og fær þar að auki tekjur í gegnum ýmsa styrktarsamninga. Myndarleg launahækkun í kortunum Bukayo Saka, Harry Kane, Phil Foden, Cole Palmer og Kobbie Mainoo koma næstir á eftir Bellingham yfir þá sem eru líklegri til að græða mest á Evróputitli enda myndi sigur á EM tryggja leikmönnum Englands stöðu goðsagna í heimalandinu. Fjármálasérfræðingurinn Knobil segir að sigur á EM gæti tryggt leikmönnunum allt að 50.000 pundum, 9 milljónum króna, aukalega í vikulaun hjá félagsliðum sínum. Þó svo að ólíklegt sé að einhver leikmanna enska liðsins hafi fjárhagsáhyggjur þessa dagana er ljóst að þeir geta makað krókinn enn frekar verði þeir Evrópumeistarar. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sjá meira
Úrslitaleikur Englands og Spánar á Evrópumótinu í knattspyrnu er á dagskrá í kvöld þar sem 58 ára bið Englendinga eftir stórum titli gæti lokið. Englendingar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með 2-1 sigri á Hollandi og þá varð ljóst að þjálfarinn Gareth Southgate varð rúmlega 350 milljónum króna ríkari en hann fær tvær milljónir punda í bónus fyrir að hafa komið liðinu í úrslitaleikinn. Sú upphæð tvöfaldast ef England verður síðan Evrópumeistari. Gæti tekið fram úr Beckham Það er hins vegar ekki bara Southgate sem á mikið undir fjárhagslega í kvöld. Fjármálasérfræðingurinn Marcel Knobil segir í viðtali við The Sun að leikmenn enska landsliðsins gætu þénað meira en milljarð punda verði þeir Evrópumeistarar í formi styrktarsamninga og stærri launatékka í framtíðinni. Jude Bellingham toppar listann yfir þá sem munu græða mest á sigri Englands en hinn 21 árs gamli miðjumaður er sagður geta þénað allt að 71 milljarð króna í framtíðinni verði England Evrópumeistari. „Jude er með allt sem þarf til að taka fram úr David Beckham þegar ferli hans líkur,“ en Bellingham þénar um 50 milljónir punda árlega hjá Real Madrid og fær þar að auki tekjur í gegnum ýmsa styrktarsamninga. Myndarleg launahækkun í kortunum Bukayo Saka, Harry Kane, Phil Foden, Cole Palmer og Kobbie Mainoo koma næstir á eftir Bellingham yfir þá sem eru líklegri til að græða mest á Evróputitli enda myndi sigur á EM tryggja leikmönnum Englands stöðu goðsagna í heimalandinu. Fjármálasérfræðingurinn Knobil segir að sigur á EM gæti tryggt leikmönnunum allt að 50.000 pundum, 9 milljónum króna, aukalega í vikulaun hjá félagsliðum sínum. Þó svo að ólíklegt sé að einhver leikmanna enska liðsins hafi fjárhagsáhyggjur þessa dagana er ljóst að þeir geta makað krókinn enn frekar verði þeir Evrópumeistarar.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sjá meira